Bjóða öryggi fyrir upplýsingar um gísla Samúel Karl Ólason skrifar 24. október 2023 14:15 Leitað að fólki eftir loftárás Ísraela á Gasaströndinni í morgun. AP/Hatem Ali Ísraelski herinn varpaði í dag blöðum úr lofti yfir Gasaströndinni. Á þeim eru íbúar beðnir um upplýsingar um gísla Hamas-samtakanna. Í skiptum fengi fólk öryggi og peninga. „Ef þú vilt bjartari framtíð fyrir þig og börnin þín, útvegaðu okkur góðar og gagnlegar upplýsingar eins fljótt og auðið er um gísla á þínu svæði,“ segir á bæklingnum, samkvæmt þýðingu Times of Israel. Á bæklingnum segir að veiti einhver slíkar upplýsingar verði allt gert til að tryggja að heimili viðkomandi sé öruggt og þar að auki fær viðkomandi peninga. Fullum trúnaði er heitið og er vísað í símanúmer og samfélagsmiðla eins og WhatsApp eða Signal. Herinn birti mynd af bæklingnum á samfélagsmiðlum í dag. Hana má sjá hér að neðan. : , . . . pic.twitter.com/kNEXUGUU1c— Israeli Air Force (@IAFsite) October 24, 2023 Talið er að Hamas-samtökin hafi tekið um 222 gísla í árásinni á suðurhluta Ísrael þann 7. október. Fjórum hefur verið sleppt og þar á meðal tveimur eldri konum sem sleppt var í gærkvöldi. Viðræður um frelsun fleiri gísla eru sagðar hafa strandað á því að Ísraelar vildu ekki leyfa flutning eldsneytis á Gasaströndina. Önnur konan sem sleppt var í gær, hin 85 ára gamla Yocheved Lifshitz, segir að hún og aðrir gíslar hafi verið barðir og flutt á Gasaströndina. Þar hafi þau verið færð ofan í göng sem hún lýsti sem köngulóarvef. Hamas-samtökin eru sögð hafa grafið umfangsmikið gangnakerfi undir Gasaströndinni. Hún var í fyrstu sett í stórt herbergi með um 25 öðrum en seinna meir var þeim skipt upp í fimm manna hópa. Þá segir hún að vel hafi verið komið fram við hana í haldi Hamas og að hún hafi fengið læknisaðstoð og lyf. Oded, 83 ára eiginmaður hennar, er enn í haldi. Frá 7. október hafa Ísraelar gert linnulausar loft- og stórskotaliðsárásir á Gasaströndina. Um helmingur 2,3 milljóna íbúa svæðisins eru sagður á vergangi og þúsundir hafa fallið í árásunum. Ísraelar segjast hafa gert fjögur hundruð árásir á einum sólarhring. Sólarhringinn þar áður voru árásirnar 320. Sjá einnig: Fjögur hundruð árásir á sólarhring og meira en helmingur íbúa á vergangi Hamas-samtökin, sem hafa stjórnað Gasa frá 2005, sögðu fyrr í dag að rúmlega sjö hundruð manns hefðu fallið í þessum árásum Ísraela undanfarinn sólarhring. The Israeli military releases footage of strikes against Gaza. 400+ over the past 24 hours. pic.twitter.com/ZvPYR69Pwu— Trey Yingst (@TreyYingst) October 24, 2023 AP fréttaveitan hefur eftir vitnum og heilbrigðisstarfsmönnum að loftárásir hafi meðal annars verið gerðar á íbúðarhús og sumar þeirra á suðurhluta Gasa, en Ísraelar hafa sagt fólki að flýja af norðurhluta svæðisins. Minnst 32 eru sagðir hafa fallið í einni slíkri árás. AP hefur eftir heilbrigðisráðuneyti Hamas að í heildina hafi rúmlega 5.700 Palestínumenn fallið í árásum Ísraela og þar á meðal 2.300 börn. Þessi tala er sögð innihalda þá 477 sem Hamas sagði hafa fallið í umdeildri sprengingu við sjúkrahús á Gasa í síðustu viku. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Börn að bera hæstan kostnað af stríðinu Framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi segir börn bera hæstan kostnað vegna stríðsins fyrir botni Miðjarðarhafs. Hún segir andrúmsloftið í Miðausturlöndum einkennast af spennu og sorg 23. október 2023 21:30 Sprengjan sögð hafa „gufað upp“ Háttsettur meðlimur Hamas-samtakanna segir að sprengjan sem samtökin segja Ísraela hafa varpað á sjúkrahús á Gassaströndinni í síðustu viku, hafa gufað upp. Þess vegna hafi engin sprengjubrot fundist. 23. október 2023 15:43 Báðu Ísraela um að bíða með innrás Ráðamenn í Bandaríkjunum báðu Ísraela um að bíða með innrás á Gasaströndina. Það er svo meiri tími fáist til að frelsa gísla Hamas-samtakanna, koma birgðum til íbúa og finna leiðir til að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara. 23. október 2023 10:30 Fleiri hafa ekki verið drepnir á Gasaströndinni í fimmtán ár Mörg þúsund almennra borgar, þar á meðal börn, hafa verið drepin í loftárásum Ísrael á Gasaströndina undanfarnar tvær vikur. Árásir Ísrael eru þær blóðugustu síðan þjóðin yfirgaf Gasaströndina alveg árið 2005. 23. október 2023 09:09 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
„Ef þú vilt bjartari framtíð fyrir þig og börnin þín, útvegaðu okkur góðar og gagnlegar upplýsingar eins fljótt og auðið er um gísla á þínu svæði,“ segir á bæklingnum, samkvæmt þýðingu Times of Israel. Á bæklingnum segir að veiti einhver slíkar upplýsingar verði allt gert til að tryggja að heimili viðkomandi sé öruggt og þar að auki fær viðkomandi peninga. Fullum trúnaði er heitið og er vísað í símanúmer og samfélagsmiðla eins og WhatsApp eða Signal. Herinn birti mynd af bæklingnum á samfélagsmiðlum í dag. Hana má sjá hér að neðan. : , . . . pic.twitter.com/kNEXUGUU1c— Israeli Air Force (@IAFsite) October 24, 2023 Talið er að Hamas-samtökin hafi tekið um 222 gísla í árásinni á suðurhluta Ísrael þann 7. október. Fjórum hefur verið sleppt og þar á meðal tveimur eldri konum sem sleppt var í gærkvöldi. Viðræður um frelsun fleiri gísla eru sagðar hafa strandað á því að Ísraelar vildu ekki leyfa flutning eldsneytis á Gasaströndina. Önnur konan sem sleppt var í gær, hin 85 ára gamla Yocheved Lifshitz, segir að hún og aðrir gíslar hafi verið barðir og flutt á Gasaströndina. Þar hafi þau verið færð ofan í göng sem hún lýsti sem köngulóarvef. Hamas-samtökin eru sögð hafa grafið umfangsmikið gangnakerfi undir Gasaströndinni. Hún var í fyrstu sett í stórt herbergi með um 25 öðrum en seinna meir var þeim skipt upp í fimm manna hópa. Þá segir hún að vel hafi verið komið fram við hana í haldi Hamas og að hún hafi fengið læknisaðstoð og lyf. Oded, 83 ára eiginmaður hennar, er enn í haldi. Frá 7. október hafa Ísraelar gert linnulausar loft- og stórskotaliðsárásir á Gasaströndina. Um helmingur 2,3 milljóna íbúa svæðisins eru sagður á vergangi og þúsundir hafa fallið í árásunum. Ísraelar segjast hafa gert fjögur hundruð árásir á einum sólarhring. Sólarhringinn þar áður voru árásirnar 320. Sjá einnig: Fjögur hundruð árásir á sólarhring og meira en helmingur íbúa á vergangi Hamas-samtökin, sem hafa stjórnað Gasa frá 2005, sögðu fyrr í dag að rúmlega sjö hundruð manns hefðu fallið í þessum árásum Ísraela undanfarinn sólarhring. The Israeli military releases footage of strikes against Gaza. 400+ over the past 24 hours. pic.twitter.com/ZvPYR69Pwu— Trey Yingst (@TreyYingst) October 24, 2023 AP fréttaveitan hefur eftir vitnum og heilbrigðisstarfsmönnum að loftárásir hafi meðal annars verið gerðar á íbúðarhús og sumar þeirra á suðurhluta Gasa, en Ísraelar hafa sagt fólki að flýja af norðurhluta svæðisins. Minnst 32 eru sagðir hafa fallið í einni slíkri árás. AP hefur eftir heilbrigðisráðuneyti Hamas að í heildina hafi rúmlega 5.700 Palestínumenn fallið í árásum Ísraela og þar á meðal 2.300 börn. Þessi tala er sögð innihalda þá 477 sem Hamas sagði hafa fallið í umdeildri sprengingu við sjúkrahús á Gasa í síðustu viku.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Börn að bera hæstan kostnað af stríðinu Framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi segir börn bera hæstan kostnað vegna stríðsins fyrir botni Miðjarðarhafs. Hún segir andrúmsloftið í Miðausturlöndum einkennast af spennu og sorg 23. október 2023 21:30 Sprengjan sögð hafa „gufað upp“ Háttsettur meðlimur Hamas-samtakanna segir að sprengjan sem samtökin segja Ísraela hafa varpað á sjúkrahús á Gassaströndinni í síðustu viku, hafa gufað upp. Þess vegna hafi engin sprengjubrot fundist. 23. október 2023 15:43 Báðu Ísraela um að bíða með innrás Ráðamenn í Bandaríkjunum báðu Ísraela um að bíða með innrás á Gasaströndina. Það er svo meiri tími fáist til að frelsa gísla Hamas-samtakanna, koma birgðum til íbúa og finna leiðir til að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara. 23. október 2023 10:30 Fleiri hafa ekki verið drepnir á Gasaströndinni í fimmtán ár Mörg þúsund almennra borgar, þar á meðal börn, hafa verið drepin í loftárásum Ísrael á Gasaströndina undanfarnar tvær vikur. Árásir Ísrael eru þær blóðugustu síðan þjóðin yfirgaf Gasaströndina alveg árið 2005. 23. október 2023 09:09 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Játar að hafa myrt Shinzo Abe Erlent Fleiri fréttir Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Sjá meira
Börn að bera hæstan kostnað af stríðinu Framkvæmdastjóri Unicef á Íslandi segir börn bera hæstan kostnað vegna stríðsins fyrir botni Miðjarðarhafs. Hún segir andrúmsloftið í Miðausturlöndum einkennast af spennu og sorg 23. október 2023 21:30
Sprengjan sögð hafa „gufað upp“ Háttsettur meðlimur Hamas-samtakanna segir að sprengjan sem samtökin segja Ísraela hafa varpað á sjúkrahús á Gassaströndinni í síðustu viku, hafa gufað upp. Þess vegna hafi engin sprengjubrot fundist. 23. október 2023 15:43
Báðu Ísraela um að bíða með innrás Ráðamenn í Bandaríkjunum báðu Ísraela um að bíða með innrás á Gasaströndina. Það er svo meiri tími fáist til að frelsa gísla Hamas-samtakanna, koma birgðum til íbúa og finna leiðir til að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara. 23. október 2023 10:30
Fleiri hafa ekki verið drepnir á Gasaströndinni í fimmtán ár Mörg þúsund almennra borgar, þar á meðal börn, hafa verið drepin í loftárásum Ísrael á Gasaströndina undanfarnar tvær vikur. Árásir Ísrael eru þær blóðugustu síðan þjóðin yfirgaf Gasaströndina alveg árið 2005. 23. október 2023 09:09