Fundurinn hefst klukkan 8:30 og verður hægt að fylgjast með í spilaranum að neðan.
Á vef þingsins segir að fundarefnið sé skýrsla peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands til Alþingis fyrir fyrri hluta ársins 2023 og munu þau Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu, koma á fundinn.