Með alla ferðina í hendi þér - frá hugmynd til heimkomu Icelandair 26. október 2023 10:41 Notendur Icelandair appsins hafa beinan aðgang að upplýsingum um sitt flug og hægt er að nálgast þær allar á einum stað. Einfaldaðu ferðalagið með Icelandair appinu. Fyrir nokkrum árum kynnti Icelandair til leiks app fyrir viðskiptavini en ætlunin með því var að auðvelda farþegum flugfélagsins að fóta sig á ferðalaginu. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Í dag er t.d. hægt að bóka flug í appinu á einfaldan máta, innrita sig í ferðina, bæta við máltíð eða tösku, festa sér sæti, og halda utan um Saga Club reikninginn. Líta má á appið sem framhald af þeirri þjónustu sem er í boði á vef fyrirtækisins — og í sumum tilfellum viðbót við hana. Appið er hannað og unnið með þægindi farþega og gagnsemi að leiðarljósi. Notendur hafa beinan aðgang að upplýsingum um sitt flug og hægt er að nálgast þær allar á einum stað. Það veitir farþegum upplýsingar um flugið á þeim tíma sem þeirra er þörf, eins og tilkynningar um hvenær innritun í flug hefst, hvenær búið er að opna út í vél og ef breytingar hafa orðið á flugáætlun. Farþegar geta líka bætt brottfararspjaldinu við í veski símans og haft þar af leiðandi alla ferðina bókstaflega í hendi sér, án þess að þurfa að prenta neitt út. „Allt frá upphafi þessarar vegferðar höfum við lagt mikið upp úr því að hlusta á okkar notendur og reynt að forgangsraða verkefnum þannig að við séum að leysa vandamál sem þeir glíma raunverulega við á ferðum sínum. Við eigum í stöðugu samtali við farþega og höfum fengið innsýn í þau vandamál sem þau standa oftast frammi fyrir og náð þannig að átta okkur á hvað betur má fara og hvernig við getum leiðbeint farþegum okkar í gegnum ferðalagið, allt frá bókun og þar til ferðinni er lokið. Markmið okkar er að appið sé góður ferðafélagi sem fylgir þér í gegnum allt ferðalagið,“ segir Hallur Þór Halldórsson, stafrænn vörustjóri Icelandair appsins. Ný útgáfa Á dögunum var nýrri útgáfu af appinu hleypt af stokkunum og er hún sú metnaðarfyllsta til þessa. Margar endurbætur hafa verið gerðar undanfarið misseri sem miða að því að bæta upplifun viðskiptavina og gera appið gagnlegra. Með þessari nýjustu útgáfu var enn eitt risaskrefið tekið í þá átt: Öll umgjörð appsins hefur verið tekin í gegn og nýjum heimaskjá bætt við til að einfalda aðgengi að helstu aðgerðum og upplýsingum. Yfirlit yfir máltíðir í ferðinni hefur verið bætt til muna og nú er orðið enn einfaldara að panta mat fyrir fram. Hægt er að bæta Saga Club númerinu við bókunina á auðveldan og fljótlega hátt. Notendur appsins geta nú nýtt sér kort af Keflavíkurflugvelli og fundið auðveldlega þá þjónustu sem þeir leita að þegar komið er út á völl, brottfararhlið og annað. Hægt að nýta sér spjallið í appinu til að setja sig í samband við Sögu, stafrænan þjónustufulltrúa Icelandair, og fengið aðstoð þegar á þarf að halda. Saga Club félagar geta skráð sig inn í appið með margvíslegum hætti og bætt Saga Club kortinu sínu í veski farsímans. Farþegar sem eiga bókað flug fyrir fleiri en einn geta nú áframsent brottfararspjöldin beint til viðkomandi með appinu sjálfu. Icelandair Saga Club í appinu Félagar í Saga Club ættu sérstaklega að fagna nýrri útgáfu, þar sem auðveldara er að hafa umsjón með punktum og fríðindum sem félagar hafa safnað. Notendur geta líka glaðst yfir því að nú er hægt að skrá sig inn með Rafrænum skilríkjum, skrá Vildarpunkta fyrir liðin flug og fylgjast betur með punktastöðu. „Við höfum lagt áherslu á að í appinu sé auðvelt að sjá þau fríðindi sem fylgja Saga Club aðild okkar félaga, sem og nýta Vildarpunktana sem hafa safnast, hvort sem er um borð eða í aðdraganda ferðalagsins. Við leggjum mikið upp úr því að félagar í Saga Club fái sem mest út úr aðildinni og að þjónustan sé aðgengileg. Við stefnum á að bæta aðgengið og upplýsingaflæðið enn frekar á næstu misserum og er appið lykilþáttur hvað það varðar,“ segir Hákon Davíð Halldórsson, forstöðumaður viðskiptatryggðar og greininga hjá Icelandair. Hægt er nota Saga Club kortið til að greiða fyrir vörur um borð með Vildarpunktum, bæði í appinu sjálfu eða með því að geyma Saga Club kortið í veski símans. „Markmiðið með appinu er að einfalda lífið fyrir viðskiptavini okkar. Við leggjum mikla áherslu á að hafa réttu upplýsingarnar og aðgerðir til taks í amstri ferðalagsins sjálfs en gætum þess einnig að viðskiptavinir hafi aðgang að víðtækri þjónustu Icelandair fyrir og eftir flug við fingurgómana,“ bætir Hákon við. Appið er bæði á íslensku og ensku, en í framtíðinni er stefnt að því að bjóða upp á sömu tungumál og eru á vef Icleandair. „Svo er appið í stöðugri þróun. Það er ýmislegt á döfinni hjá okkur en við erum alltaf að læra eitthvað nýtt um þarfir okkar farþega og reynum að bregðast við því eftir bestu getu. Þetta er aldrei búið, við viljum bara gera betur og betur,“ segir Hallur að lokum og minnir fólk á að senda ábendingar og athugasemdir beint í gegnum appið. Viðskiptavinir Icelandair geta sótt appið á Apple App Store eða Google Play Store fyrir næsta ferðalag. Ferðalög Tækni Icelandair Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira
Fyrir nokkrum árum kynnti Icelandair til leiks app fyrir viðskiptavini en ætlunin með því var að auðvelda farþegum flugfélagsins að fóta sig á ferðalaginu. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar. Í dag er t.d. hægt að bóka flug í appinu á einfaldan máta, innrita sig í ferðina, bæta við máltíð eða tösku, festa sér sæti, og halda utan um Saga Club reikninginn. Líta má á appið sem framhald af þeirri þjónustu sem er í boði á vef fyrirtækisins — og í sumum tilfellum viðbót við hana. Appið er hannað og unnið með þægindi farþega og gagnsemi að leiðarljósi. Notendur hafa beinan aðgang að upplýsingum um sitt flug og hægt er að nálgast þær allar á einum stað. Það veitir farþegum upplýsingar um flugið á þeim tíma sem þeirra er þörf, eins og tilkynningar um hvenær innritun í flug hefst, hvenær búið er að opna út í vél og ef breytingar hafa orðið á flugáætlun. Farþegar geta líka bætt brottfararspjaldinu við í veski símans og haft þar af leiðandi alla ferðina bókstaflega í hendi sér, án þess að þurfa að prenta neitt út. „Allt frá upphafi þessarar vegferðar höfum við lagt mikið upp úr því að hlusta á okkar notendur og reynt að forgangsraða verkefnum þannig að við séum að leysa vandamál sem þeir glíma raunverulega við á ferðum sínum. Við eigum í stöðugu samtali við farþega og höfum fengið innsýn í þau vandamál sem þau standa oftast frammi fyrir og náð þannig að átta okkur á hvað betur má fara og hvernig við getum leiðbeint farþegum okkar í gegnum ferðalagið, allt frá bókun og þar til ferðinni er lokið. Markmið okkar er að appið sé góður ferðafélagi sem fylgir þér í gegnum allt ferðalagið,“ segir Hallur Þór Halldórsson, stafrænn vörustjóri Icelandair appsins. Ný útgáfa Á dögunum var nýrri útgáfu af appinu hleypt af stokkunum og er hún sú metnaðarfyllsta til þessa. Margar endurbætur hafa verið gerðar undanfarið misseri sem miða að því að bæta upplifun viðskiptavina og gera appið gagnlegra. Með þessari nýjustu útgáfu var enn eitt risaskrefið tekið í þá átt: Öll umgjörð appsins hefur verið tekin í gegn og nýjum heimaskjá bætt við til að einfalda aðgengi að helstu aðgerðum og upplýsingum. Yfirlit yfir máltíðir í ferðinni hefur verið bætt til muna og nú er orðið enn einfaldara að panta mat fyrir fram. Hægt er að bæta Saga Club númerinu við bókunina á auðveldan og fljótlega hátt. Notendur appsins geta nú nýtt sér kort af Keflavíkurflugvelli og fundið auðveldlega þá þjónustu sem þeir leita að þegar komið er út á völl, brottfararhlið og annað. Hægt að nýta sér spjallið í appinu til að setja sig í samband við Sögu, stafrænan þjónustufulltrúa Icelandair, og fengið aðstoð þegar á þarf að halda. Saga Club félagar geta skráð sig inn í appið með margvíslegum hætti og bætt Saga Club kortinu sínu í veski farsímans. Farþegar sem eiga bókað flug fyrir fleiri en einn geta nú áframsent brottfararspjöldin beint til viðkomandi með appinu sjálfu. Icelandair Saga Club í appinu Félagar í Saga Club ættu sérstaklega að fagna nýrri útgáfu, þar sem auðveldara er að hafa umsjón með punktum og fríðindum sem félagar hafa safnað. Notendur geta líka glaðst yfir því að nú er hægt að skrá sig inn með Rafrænum skilríkjum, skrá Vildarpunkta fyrir liðin flug og fylgjast betur með punktastöðu. „Við höfum lagt áherslu á að í appinu sé auðvelt að sjá þau fríðindi sem fylgja Saga Club aðild okkar félaga, sem og nýta Vildarpunktana sem hafa safnast, hvort sem er um borð eða í aðdraganda ferðalagsins. Við leggjum mikið upp úr því að félagar í Saga Club fái sem mest út úr aðildinni og að þjónustan sé aðgengileg. Við stefnum á að bæta aðgengið og upplýsingaflæðið enn frekar á næstu misserum og er appið lykilþáttur hvað það varðar,“ segir Hákon Davíð Halldórsson, forstöðumaður viðskiptatryggðar og greininga hjá Icelandair. Hægt er nota Saga Club kortið til að greiða fyrir vörur um borð með Vildarpunktum, bæði í appinu sjálfu eða með því að geyma Saga Club kortið í veski símans. „Markmiðið með appinu er að einfalda lífið fyrir viðskiptavini okkar. Við leggjum mikla áherslu á að hafa réttu upplýsingarnar og aðgerðir til taks í amstri ferðalagsins sjálfs en gætum þess einnig að viðskiptavinir hafi aðgang að víðtækri þjónustu Icelandair fyrir og eftir flug við fingurgómana,“ bætir Hákon við. Appið er bæði á íslensku og ensku, en í framtíðinni er stefnt að því að bjóða upp á sömu tungumál og eru á vef Icleandair. „Svo er appið í stöðugri þróun. Það er ýmislegt á döfinni hjá okkur en við erum alltaf að læra eitthvað nýtt um þarfir okkar farþega og reynum að bregðast við því eftir bestu getu. Þetta er aldrei búið, við viljum bara gera betur og betur,“ segir Hallur að lokum og minnir fólk á að senda ábendingar og athugasemdir beint í gegnum appið. Viðskiptavinir Icelandair geta sótt appið á Apple App Store eða Google Play Store fyrir næsta ferðalag.
Ferðalög Tækni Icelandair Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Góð kjör á afmælissýningu Toyota Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Smitten á lista yfir mesta tekjuaukningu á Norðurlöndum Jólagjöfin sem kemur sér alltaf vel Ævintýrið heldur áfram með Discovery! Halda jólin frítt með inneign í appinu Sjá meira