Ísraelar samþykkja að bíða með innrás Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2023 17:05 Ísraelskir hermenn skjóta sprengikúlum á Gasaströndina. AP/Tsafrir Abayov Yfirvöld í Ísrael eru sögð hafa samþykkt beiðni frá ráðamönnum Bandaríkjanna um að bíða með innrás á Gasaströndina. Þannig vilja Bandaríkjamenn fá tíma til að auka viðbúnað sinn og þá sérstaklega loftvarnir í Mið-Austurlöndum. Samkvæmt heimildum Wall Street Journal vinna Bandaríkjamenn að því að koma fjölda loftvarnarkerfa til Mið-Austurlanda til að verja bandaríska hermenn í Írak, Sýrlandi, Kúveit, Jórdaníu, Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þetta hefur WSJ eftir bandarískum embættismönnum og fólki sem sagt er þekkja til ætlana Ísraela. Frá því stríðið milli Hamas-samtakanna og Ísraela hófst með mannskæðum og hrottalegum árásum Hamas-liða á suðurhluta Ísraels, hafa að minnsta kosti þrettán árásir verið gerðar á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak og í Sýrlandi. Þær hafa verið gerðar með drónum og eldflaugum og eru rúmlega þrjátíu hermenn sagðir hafa særst lítillega. Ráðamenn í Bandaríkjunum búast við því að þessum árásum muni fjölga með innrás Ísraela á Gasaströndina. Allt frá því ísraelskir hermenn gengu úr skugga um að engir vígamenn Hamas-samtakanna væru enn Ísraelsmegin við girðinguna kringum Gasaströndina, hefur verið búist við því að Ísraelar geri innrás á Gasa. Yfirlýst markmið ráðamanna í Ísrael er að gera útaf við samtökin sem hafa stjórnað svæðinu frá 2005. Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem stýrt er af Hamas-samtökunum, hafa um 6.500 Palestínumenn fallið í loft- og stórskotaliðsárásum Ísraela á Gasaströndina. Innrás á Gasaströndina myndi hafa hörmulegar afleiðingar fyrir íbúa þar, leiða til mun meira eignatjóns en hingað hefur sést og líklega myndu margir ísraelskir hermenn og Hamas-liðar verða felldir í átökum. Gasaströndin er eitthvert þéttbýlasta svæði heimsins. Það er um fjörutíu kílómetrar að lengd og um tíu kílómetrar að breidd og þar búa um 2,3 milljónir manna. Þar að auki hafa Hamas-liðar grafið þar umfangsmikið gangakerfi. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Erdogan afboðar heimsókn til Ísrael og segir Hamas „frelsishreyfingu“ Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur afboðað fyrirhugaða heimsókn sína til Ísrael og kallað eftir tafarlausu vopnahléi milli Ísraelsmanna og Hamas. 25. október 2023 12:47 Ísraelsmenn kalla eftir afsögn Guterres í kjölfar ákalls um vopnahlé Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir aðgerðir sínar á Gasa verða lamaðar frá miðvikudagskvöldi vegna eldsneytisskorts. 25. október 2023 07:05 Bjóða öryggi fyrir upplýsingar um gísla Ísraelski herinn varpaði í dag blöðum úr lofti yfir Gasaströndinni. Á þeim eru íbúar beðnir um upplýsingar um gísla Hamas-samtakanna. Í skiptum fengi fólk öryggi og peninga. 24. október 2023 14:15 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Samkvæmt heimildum Wall Street Journal vinna Bandaríkjamenn að því að koma fjölda loftvarnarkerfa til Mið-Austurlanda til að verja bandaríska hermenn í Írak, Sýrlandi, Kúveit, Jórdaníu, Sádi-Arabíu og Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Þetta hefur WSJ eftir bandarískum embættismönnum og fólki sem sagt er þekkja til ætlana Ísraela. Frá því stríðið milli Hamas-samtakanna og Ísraela hófst með mannskæðum og hrottalegum árásum Hamas-liða á suðurhluta Ísraels, hafa að minnsta kosti þrettán árásir verið gerðar á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak og í Sýrlandi. Þær hafa verið gerðar með drónum og eldflaugum og eru rúmlega þrjátíu hermenn sagðir hafa særst lítillega. Ráðamenn í Bandaríkjunum búast við því að þessum árásum muni fjölga með innrás Ísraela á Gasaströndina. Allt frá því ísraelskir hermenn gengu úr skugga um að engir vígamenn Hamas-samtakanna væru enn Ísraelsmegin við girðinguna kringum Gasaströndina, hefur verið búist við því að Ísraelar geri innrás á Gasa. Yfirlýst markmið ráðamanna í Ísrael er að gera útaf við samtökin sem hafa stjórnað svæðinu frá 2005. Samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasastrandarinnar, sem stýrt er af Hamas-samtökunum, hafa um 6.500 Palestínumenn fallið í loft- og stórskotaliðsárásum Ísraela á Gasaströndina. Innrás á Gasaströndina myndi hafa hörmulegar afleiðingar fyrir íbúa þar, leiða til mun meira eignatjóns en hingað hefur sést og líklega myndu margir ísraelskir hermenn og Hamas-liðar verða felldir í átökum. Gasaströndin er eitthvert þéttbýlasta svæði heimsins. Það er um fjörutíu kílómetrar að lengd og um tíu kílómetrar að breidd og þar búa um 2,3 milljónir manna. Þar að auki hafa Hamas-liðar grafið þar umfangsmikið gangakerfi.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Bandaríkin Tengdar fréttir Erdogan afboðar heimsókn til Ísrael og segir Hamas „frelsishreyfingu“ Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur afboðað fyrirhugaða heimsókn sína til Ísrael og kallað eftir tafarlausu vopnahléi milli Ísraelsmanna og Hamas. 25. október 2023 12:47 Ísraelsmenn kalla eftir afsögn Guterres í kjölfar ákalls um vopnahlé Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir aðgerðir sínar á Gasa verða lamaðar frá miðvikudagskvöldi vegna eldsneytisskorts. 25. október 2023 07:05 Bjóða öryggi fyrir upplýsingar um gísla Ísraelski herinn varpaði í dag blöðum úr lofti yfir Gasaströndinni. Á þeim eru íbúar beðnir um upplýsingar um gísla Hamas-samtakanna. Í skiptum fengi fólk öryggi og peninga. 24. október 2023 14:15 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Erdogan afboðar heimsókn til Ísrael og segir Hamas „frelsishreyfingu“ Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur afboðað fyrirhugaða heimsókn sína til Ísrael og kallað eftir tafarlausu vopnahléi milli Ísraelsmanna og Hamas. 25. október 2023 12:47
Ísraelsmenn kalla eftir afsögn Guterres í kjölfar ákalls um vopnahlé Palestínuflóttamannaaðstoð Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) segir aðgerðir sínar á Gasa verða lamaðar frá miðvikudagskvöldi vegna eldsneytisskorts. 25. október 2023 07:05
Bjóða öryggi fyrir upplýsingar um gísla Ísraelski herinn varpaði í dag blöðum úr lofti yfir Gasaströndinni. Á þeim eru íbúar beðnir um upplýsingar um gísla Hamas-samtakanna. Í skiptum fengi fólk öryggi og peninga. 24. október 2023 14:15