Móðurhlutverkið hefur hjálpað Söndru Maríu að verða betri leikmaður Aron Guðmundsson skrifar 26. október 2023 08:30 Ekki er langt síðan að Sandra María Jessen sneri aftur í íslenska landsliðið. Hún lék í september síðastliðnum sinn fyrsta alvöru mótsleik fyrir liðið síðan 2017. Hún eignaðist barn haustið 2021. vísir/Diego Íslenska landsliðskonan í fótbolta, Sandra María Jessen. Segir ákveðna eiginleika móðurhlutverksins hafa nýst sér í að verða betri leikmaður og liðsfélagi. Íslenska kvennalandsliðið á fyrir höndum tvo heimaleiki í Þjóðadeild Evrópu. Liðið tekur á móti toppliði Danmerkur á föstudaginn og svo mæta Þjóðverjar í heimsókn á þriðjudaginn eftir tæpa viku. „Ég næ að nýta mér ákveðna eiginleika sem móðir. Þessir eiginleikar hjálpa mér að verða enn betri knattspyrnukona.“ Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA er aftur orðin reglulegur hluti af leikmannahópi íslenska landsliðsins og kemur hún inn í komandi leiki full sjálfstrausts eftir að hafa verið með betri leikmönnum Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Sandra á að baki 35 A-landsleiki og er fast sæti í íslenska landsliðshópnum á nýjan leik eitthvað sem hún hefur stefnt að því að láta raungerast síðan að hún komst af því að hún ætti von á sínu fyrsta barni árið 2021 „Til þess er maður að leggja þetta á sig. Maður vill vera í landsliðinu og þetta var klárlega markmiðið hjá mér persónulega frá því að ég komst að því að ég væri ólétt. Fyrir mig að vera mætt hingað aftur er náttúrulega bara stór persónulegur sigur. Þetta er góður hópur sem ég kem inn í, mikið af flottum stelpum og rosalega gaman að taka þátt í þessu öllu.“ Móðurhlutverkið hefur haft gífurlega jákvæð áhrif á þau verkefni sem Sandra María tekst á við á sínum fótboltaferli. „Ég næ að nýta mér ákveðna eiginleika sem móðir. Þessir eiginleikar hjálpa mér að verða enn betri knattspyrnukona. Ég byrjaði rosalega ung að spila fyrir íslenska landsliðið á sínum tíma og upplifði mig þá alltaf stressaða og óörugga með sjálfa mig í landsliðsverkefnunum. Mér finnst móðurhlutverkið hafa hjálpað mér í því að vera rólegri, taka því bara sem kemur. Það er ekki allt í manns höndum, maður gerir bara það sem maður getur. Þú getur ekki gert meira en það. Mér finnst ég ná að nýta einhverja eiginleika af því til þess að gera mig að betri leikmanni og hjálpa liðinu meira.“ Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Sandra María íhugar næstu skref: „Skoða allt sem kemur upp á borðið“ Óvíst er hvar Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA og íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta spilar á næsta tímabili. Hún er nú í því, ásamt umboðsmanni sínum að skoða hvaða kostir eru í boði. Bæði hér á landi sem og erlendis. Hún skoðar allt sem kemur upp á borðið. 25. október 2023 16:05 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið á fyrir höndum tvo heimaleiki í Þjóðadeild Evrópu. Liðið tekur á móti toppliði Danmerkur á föstudaginn og svo mæta Þjóðverjar í heimsókn á þriðjudaginn eftir tæpa viku. „Ég næ að nýta mér ákveðna eiginleika sem móðir. Þessir eiginleikar hjálpa mér að verða enn betri knattspyrnukona.“ Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA er aftur orðin reglulegur hluti af leikmannahópi íslenska landsliðsins og kemur hún inn í komandi leiki full sjálfstrausts eftir að hafa verið með betri leikmönnum Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Sandra á að baki 35 A-landsleiki og er fast sæti í íslenska landsliðshópnum á nýjan leik eitthvað sem hún hefur stefnt að því að láta raungerast síðan að hún komst af því að hún ætti von á sínu fyrsta barni árið 2021 „Til þess er maður að leggja þetta á sig. Maður vill vera í landsliðinu og þetta var klárlega markmiðið hjá mér persónulega frá því að ég komst að því að ég væri ólétt. Fyrir mig að vera mætt hingað aftur er náttúrulega bara stór persónulegur sigur. Þetta er góður hópur sem ég kem inn í, mikið af flottum stelpum og rosalega gaman að taka þátt í þessu öllu.“ Móðurhlutverkið hefur haft gífurlega jákvæð áhrif á þau verkefni sem Sandra María tekst á við á sínum fótboltaferli. „Ég næ að nýta mér ákveðna eiginleika sem móðir. Þessir eiginleikar hjálpa mér að verða enn betri knattspyrnukona. Ég byrjaði rosalega ung að spila fyrir íslenska landsliðið á sínum tíma og upplifði mig þá alltaf stressaða og óörugga með sjálfa mig í landsliðsverkefnunum. Mér finnst móðurhlutverkið hafa hjálpað mér í því að vera rólegri, taka því bara sem kemur. Það er ekki allt í manns höndum, maður gerir bara það sem maður getur. Þú getur ekki gert meira en það. Mér finnst ég ná að nýta einhverja eiginleika af því til þess að gera mig að betri leikmanni og hjálpa liðinu meira.“
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Sandra María íhugar næstu skref: „Skoða allt sem kemur upp á borðið“ Óvíst er hvar Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA og íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta spilar á næsta tímabili. Hún er nú í því, ásamt umboðsmanni sínum að skoða hvaða kostir eru í boði. Bæði hér á landi sem og erlendis. Hún skoðar allt sem kemur upp á borðið. 25. október 2023 16:05 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Sjá meira
Sandra María íhugar næstu skref: „Skoða allt sem kemur upp á borðið“ Óvíst er hvar Sandra María Jessen, leikmaður Þór/KA og íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta spilar á næsta tímabili. Hún er nú í því, ásamt umboðsmanni sínum að skoða hvaða kostir eru í boði. Bæði hér á landi sem og erlendis. Hún skoðar allt sem kemur upp á borðið. 25. október 2023 16:05