Greip til aðgerða eftir að ábending barst um slæma aðstöðu hrossa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. október 2023 08:13 Gerðar voru úrbætur eftir að MAST gaf eigendum hrossanna áminningu. Vísir/Vilhelm Matvælastofnun segir ekki fyrirhugað að hross verði haldin á bæ á Vestfjörðum í vetur eftir að ábending um slæman aðbúnað barst stofnuninni. Eigandi hrossanna hafi brugðist við kröfum MAST um úrbætur án þess að kæmi til þvingunaraðgerða. Þetta segir í tilkynningu sem MAST gaf út í gær. Segir þar að stofnuninni hafi fyrir nokkrum dögum borist ábending sem sneri að hrossahaldi á nokkuð afskekktum bæ á Vestfjörðum. Sá sem sendi ábendinguna hafi áður sent ábendingu vegna sama dýrahalds. „Höfundur ábendingarinnar lét ekki duga að senda Matvælastofnun ábendinguna heldur sendi afrit af henni til forsætis- og matvælaráðherra, alþingismanna og fjölmiðla auk þess að birta hana á samfélagsmiðlum. Stofnunin gerir ekki athugasemdir við það, en í ábendingunni er gefið í skyn að Matvælastofnun sinni ekki skyldum sínum við eftirlit með dýravelferð og þetta tiltakna mál talið sanna það,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar. Segir að MAST hafi flokkað ábendinguna sem alvarlega og rannsókn málsins verið sett í forgang. Starfsmenn stofnunarinnar hafi farið á vettvang daginn eftir að ábendingin barst og komist að því að á bænum voru 24 hross. Þau hafi verið á beit í rúmgóðu landi, með náttúrulegu skjóli og góðum aðgangi að vatni. „Hrossin voru spök og tækifæri gafst til að skoða hvert og eitt og leggja mat á ástand þeirra. Niðurstaðan var sú að engin frávik komu fram varðandi velferð hrossanna og engin bráð hætta steðjaði að þeim,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar. „Við eftirlit síðastliðið vor komu fram alvarleg frávik vegna þriggja hrossa á umræddum bæ. Eigandinn brást þá við kröfum Matvælastofnunar um úrbætur án þess að kæmi til þvingunaraðgerða.“ Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu sem MAST gaf út í gær. Segir þar að stofnuninni hafi fyrir nokkrum dögum borist ábending sem sneri að hrossahaldi á nokkuð afskekktum bæ á Vestfjörðum. Sá sem sendi ábendinguna hafi áður sent ábendingu vegna sama dýrahalds. „Höfundur ábendingarinnar lét ekki duga að senda Matvælastofnun ábendinguna heldur sendi afrit af henni til forsætis- og matvælaráðherra, alþingismanna og fjölmiðla auk þess að birta hana á samfélagsmiðlum. Stofnunin gerir ekki athugasemdir við það, en í ábendingunni er gefið í skyn að Matvælastofnun sinni ekki skyldum sínum við eftirlit með dýravelferð og þetta tiltakna mál talið sanna það,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar. Segir að MAST hafi flokkað ábendinguna sem alvarlega og rannsókn málsins verið sett í forgang. Starfsmenn stofnunarinnar hafi farið á vettvang daginn eftir að ábendingin barst og komist að því að á bænum voru 24 hross. Þau hafi verið á beit í rúmgóðu landi, með náttúrulegu skjóli og góðum aðgangi að vatni. „Hrossin voru spök og tækifæri gafst til að skoða hvert og eitt og leggja mat á ástand þeirra. Niðurstaðan var sú að engin frávik komu fram varðandi velferð hrossanna og engin bráð hætta steðjaði að þeim,“ segir í tilkynningu stofnunarinnar. „Við eftirlit síðastliðið vor komu fram alvarleg frávik vegna þriggja hrossa á umræddum bæ. Eigandinn brást þá við kröfum Matvælastofnunar um úrbætur án þess að kæmi til þvingunaraðgerða.“
Dýraheilbrigði Dýr Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Sjá meira