Hafna alfarið mismunun á grundvelli húðlitar eða kynþáttar Jakob Bjarnar skrifar 27. október 2023 10:00 Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja. Lögmaður bæjarins hefur svarað kröfubréfinu afdráttarlaust og hafnað henni í öllum meginatriðum. Vísir/Vilhelm „Ég get ekki tjáð mig um einstaka mál en ég hafna því algjörlega að starfsfólk sveitarfélagsins sé að mismuna fólki eins og þarna er haldið fram,“ segir Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja í samtali við Vísi. Hún vildi að öðru leyti ekki tjá sig um málið. Í DV í vikunni birtist frétt þar sem alvarlegar ásakanir voru settar fram á hendur bænum. Lífeyrisþegi á áttræðisaldri, kona sem upphaflega kemur frá Íran, hafði sent bænum kröfubréf þar sem farið er fram á afsökunarbeiðni og greiðslu þriggja milljóna króna miskabóta. Verði ekki orðið við kröfunni er því hótað að höfðað verði mál á hendur bæjarfélaginu. Alvarlegar ásakanir í kröfunni Í bréfinu eru raktar þrjár ástæður fyrir kröfunni en fram kemur að um sé að ræða ítrekuð og endurtekin atvik sem geti ekki, sé horft á hlutina í samhengi, verið tilviljun eða mistök af hálfu starfsmanna Vestmannaeyjabæjar. Í kröfunni er því haldið fram að ítrekað hafi verið gengið fram hjá konunni við úthlutun félagslegra íbúða og að henni hafi ítrekað verið sendur matur sem innihaldi svínakjöt þrátt fyrir ábendingar þess efnis að hún borði ekki slíkt vegna trúar sinnar. Og í þriðja lagi hafi starfsfólk sveitarfélagsins í tvígang tekið upp á því að flytja konuna hreppaflutningum til Reykjavíkur án nokkurrar sýnilegrar ástæðu eða lagaheimildar og í því felist ólögmæt meingerð sem sé skaðabótaskyld. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sendi bréf fyrir hönds skjólstæðings síns og krafðist afsökunarbeiðni og 3 milljóna króna í skaðbætur.vísir/vilhelm Það er Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sem fer með málið fyrir hönd konunnar en í frétt DV og hefur hann gefið Vestmannaeyjarbæ vikufrest til að bregðast við í bréfi dagsettu 23. október. Eins og lætur nærri eru miklar og heitar meiningar látnar falla í athugasemdakerfi DV um þetta mál, flestar sem ekki er hægt að hafa eftir. Lögmaður Eyja vísar ásökunum á bug Lögmaður bæjarins er Elimar Hauksson og hann segist ekki geta tjáð sig um málið í smáatriðum. En þar sé hins vegar eitt og annað sem ekki fái staðist, eiginlega allt. Elimar Hauksson lögmaður Eyja hefur skrifað Vilhjálmi bréf og hafnað öllum kröfum.vísir/vilhelm Hann hefur skrifað Vilhjálmi bréf þar sem kröfunum er alfarið hafnað. „Miskabótakröfunni er hafnað, því er mótmælt að nokkuð í málsmeðferð bæjarins er varðar konuna hafi falið í sér ólögmæta meingerð gagnvart henni sjálfri og því er algjörlega hafnað að starfsfólk mismuni fólki á grundvelli húðlitar eða kynþáttar,“ segir Elimar í samtali við Vísi. Dómsmál Vestmannaeyjar Kynþáttafordómar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Í DV í vikunni birtist frétt þar sem alvarlegar ásakanir voru settar fram á hendur bænum. Lífeyrisþegi á áttræðisaldri, kona sem upphaflega kemur frá Íran, hafði sent bænum kröfubréf þar sem farið er fram á afsökunarbeiðni og greiðslu þriggja milljóna króna miskabóta. Verði ekki orðið við kröfunni er því hótað að höfðað verði mál á hendur bæjarfélaginu. Alvarlegar ásakanir í kröfunni Í bréfinu eru raktar þrjár ástæður fyrir kröfunni en fram kemur að um sé að ræða ítrekuð og endurtekin atvik sem geti ekki, sé horft á hlutina í samhengi, verið tilviljun eða mistök af hálfu starfsmanna Vestmannaeyjabæjar. Í kröfunni er því haldið fram að ítrekað hafi verið gengið fram hjá konunni við úthlutun félagslegra íbúða og að henni hafi ítrekað verið sendur matur sem innihaldi svínakjöt þrátt fyrir ábendingar þess efnis að hún borði ekki slíkt vegna trúar sinnar. Og í þriðja lagi hafi starfsfólk sveitarfélagsins í tvígang tekið upp á því að flytja konuna hreppaflutningum til Reykjavíkur án nokkurrar sýnilegrar ástæðu eða lagaheimildar og í því felist ólögmæt meingerð sem sé skaðabótaskyld. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sendi bréf fyrir hönds skjólstæðings síns og krafðist afsökunarbeiðni og 3 milljóna króna í skaðbætur.vísir/vilhelm Það er Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður sem fer með málið fyrir hönd konunnar en í frétt DV og hefur hann gefið Vestmannaeyjarbæ vikufrest til að bregðast við í bréfi dagsettu 23. október. Eins og lætur nærri eru miklar og heitar meiningar látnar falla í athugasemdakerfi DV um þetta mál, flestar sem ekki er hægt að hafa eftir. Lögmaður Eyja vísar ásökunum á bug Lögmaður bæjarins er Elimar Hauksson og hann segist ekki geta tjáð sig um málið í smáatriðum. En þar sé hins vegar eitt og annað sem ekki fái staðist, eiginlega allt. Elimar Hauksson lögmaður Eyja hefur skrifað Vilhjálmi bréf og hafnað öllum kröfum.vísir/vilhelm Hann hefur skrifað Vilhjálmi bréf þar sem kröfunum er alfarið hafnað. „Miskabótakröfunni er hafnað, því er mótmælt að nokkuð í málsmeðferð bæjarins er varðar konuna hafi falið í sér ólögmæta meingerð gagnvart henni sjálfri og því er algjörlega hafnað að starfsfólk mismuni fólki á grundvelli húðlitar eða kynþáttar,“ segir Elimar í samtali við Vísi.
Dómsmál Vestmannaeyjar Kynþáttafordómar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira