Gengur illa að auka framleiðslu skotfæra Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2023 13:18 Stórskotalið og skotfæri fyrir það, skiptir sköpum í stríðinu í Úkraínu. EPA/OLEG PETRASYUK Ætlanir Evrópusambandsins varðandi sendingar skotfæra til Úkraínu virðast ekki ætla að ganga eftir. Vandræði Evrópuríkja við að auka framleiðslu skotfæra gæti komið niður á vörnum Úkraínumanna og veitt Rússum ákveðið forskot. Forsvarsmenn sambandsins hétu því fyrr á árinu að senda Úkraínumönnum milljón sprengikúlur fyrir stórskotalið fyrir mars. Tímabilið sem um var rætt er nú meira en hálfnað en einungis tæplega þriðjungur af sprengikúlunum hafa verið afhentar. Frá 1. maí hafa ríki innan Evrópusambandsins afhent um 223 þúsund sprengikúlur og sprengjur í sprengjuvörpur til Úkraínu, auk um 2.300 eldflauga af ýmsum gerðum, samkvæmt frétt Bloomberg. Áætlunin snerist um að auk framleiðslu sprengikúla og um að senda Úkraínumenn skotfæri úr vopnabúrum Evrópuríkja en samkvæmt heimildum Bloomberg hafa ráðamenn nokkurra ríkja beðið um frest til að afhenda skotfærin. Þá hefur miðillinn eftir heimildarmönnum sínum að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi þrýst á Evrópumenn og sagt þeim að girða sig í brók. Bandaríkjamenn eru að auka framleiðslu á skotfærum töluvert og stefna á að framleiða milljón sprengikúlur á ári, strax á næsta ári. Rússar eru taldir hafa aukið framleiðslu á sprengikúlum töluvert og þar að auki hafa þeir fengið sprengikúlur og annarskonar skotfæri frá Norður-Kóreu og Íran. Stórskotalið skiptir sköpum í stríðinu í Úkraínu, þar sem báðar fylkingar nota það mikið við bæði vörn og sókn. Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, sagði í vikunni að hún hefði áhyggjur af því að ráðamenn í Evrópu væru að gefa í skyn að þeir gætu ekki staðið við stóru orðin um skotfærasendingar til Úkraínu og ætluðu sér ekki að reyna það. Hún segir það til marks um að Evrópa taki varnarmál ekki nægilega alvarlega. Kallas sagði Rússa verða sífellt bíræfnari og að hergagnaframleiðendur þar vinni á þremur vöktum, allan sólarhringinn. Evrópusambandið Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Norður-Kórea Íran Hernaður Eistland Tengdar fréttir Rússar sækja hart fram í austri Undanfarna daga hafa gífurlega harðir bardagar átt sér stað í austurhluta Úkraínu. Þar hafa Rússar reynt að umkringja víggirta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og hafa þeir náð einhverjum árangri. Sókninni hefur þó fylgt gífurlegur kostnaður fyrir Rússa. 24. október 2023 23:30 Sex létust þegar flugskeyti hæfði pósthús í Kharkiv Sex eru látnir og fjórtán særðir eftir að flugskeyti hæfði póstdreifingarmiðstöð í borginni Kharkiv í austurhluta Úkraínu í kvöld. 21. október 2023 22:43 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Forsvarsmenn sambandsins hétu því fyrr á árinu að senda Úkraínumönnum milljón sprengikúlur fyrir stórskotalið fyrir mars. Tímabilið sem um var rætt er nú meira en hálfnað en einungis tæplega þriðjungur af sprengikúlunum hafa verið afhentar. Frá 1. maí hafa ríki innan Evrópusambandsins afhent um 223 þúsund sprengikúlur og sprengjur í sprengjuvörpur til Úkraínu, auk um 2.300 eldflauga af ýmsum gerðum, samkvæmt frétt Bloomberg. Áætlunin snerist um að auk framleiðslu sprengikúla og um að senda Úkraínumenn skotfæri úr vopnabúrum Evrópuríkja en samkvæmt heimildum Bloomberg hafa ráðamenn nokkurra ríkja beðið um frest til að afhenda skotfærin. Þá hefur miðillinn eftir heimildarmönnum sínum að ríkisstjórn Bandaríkjanna hafi þrýst á Evrópumenn og sagt þeim að girða sig í brók. Bandaríkjamenn eru að auka framleiðslu á skotfærum töluvert og stefna á að framleiða milljón sprengikúlur á ári, strax á næsta ári. Rússar eru taldir hafa aukið framleiðslu á sprengikúlum töluvert og þar að auki hafa þeir fengið sprengikúlur og annarskonar skotfæri frá Norður-Kóreu og Íran. Stórskotalið skiptir sköpum í stríðinu í Úkraínu, þar sem báðar fylkingar nota það mikið við bæði vörn og sókn. Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, sagði í vikunni að hún hefði áhyggjur af því að ráðamenn í Evrópu væru að gefa í skyn að þeir gætu ekki staðið við stóru orðin um skotfærasendingar til Úkraínu og ætluðu sér ekki að reyna það. Hún segir það til marks um að Evrópa taki varnarmál ekki nægilega alvarlega. Kallas sagði Rússa verða sífellt bíræfnari og að hergagnaframleiðendur þar vinni á þremur vöktum, allan sólarhringinn.
Evrópusambandið Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Norður-Kórea Íran Hernaður Eistland Tengdar fréttir Rússar sækja hart fram í austri Undanfarna daga hafa gífurlega harðir bardagar átt sér stað í austurhluta Úkraínu. Þar hafa Rússar reynt að umkringja víggirta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og hafa þeir náð einhverjum árangri. Sókninni hefur þó fylgt gífurlegur kostnaður fyrir Rússa. 24. október 2023 23:30 Sex létust þegar flugskeyti hæfði pósthús í Kharkiv Sex eru látnir og fjórtán særðir eftir að flugskeyti hæfði póstdreifingarmiðstöð í borginni Kharkiv í austurhluta Úkraínu í kvöld. 21. október 2023 22:43 Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Sjá meira
Rússar sækja hart fram í austri Undanfarna daga hafa gífurlega harðir bardagar átt sér stað í austurhluta Úkraínu. Þar hafa Rússar reynt að umkringja víggirta úkraínska hermenn við bæinn Avdívka og hafa þeir náð einhverjum árangri. Sókninni hefur þó fylgt gífurlegur kostnaður fyrir Rússa. 24. október 2023 23:30
Sex létust þegar flugskeyti hæfði pósthús í Kharkiv Sex eru látnir og fjórtán særðir eftir að flugskeyti hæfði póstdreifingarmiðstöð í borginni Kharkiv í austurhluta Úkraínu í kvöld. 21. október 2023 22:43