Fólk sem leitar á bráðamóttökuna vegna vægra veikinda eða slysa má búast við langri bið eftir þjónustu. Landspítalinn vakti athygli á þessu í tilkynningu í dag. Þar minnir hann einnig á að hjúkrunarfræðingar séu á vakt allan sólarhringinn í símann 1700 og á netspjall Heilsuveru.
Í tilkynningunni er bent á að Læknavaktin í Austurveri við Háaleitisbraut sé opin alla virka daga frá 17:00 til 22:00 og um helgar frá 9:00 til 22:00 og að á Heilsuveru sé þjónustuvefsjá þar sem hægt er að finna næstu heilsugæslustöð og þá þjónustu sem í boði er um land allt.