Flugfreyjur segja Birgi vita vel að fullyrðingar hans hafi verið rangar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. október 2023 14:51 Birgir sagði í Silfrinu að FFÍ hefði aðeins einn viðsemjanda, Icelandair, sem flugfreyjur segja Birgi vita vel að sé rangt. Vísir/Vilhelm Stjórn Flugfreyjufélags Íslands segir fullyrðingar Birgis Jónssonar, forstjóra Play, í Silfrinu á RÚV síðastliðinn mánudag um að félagið væri undir hatti Icelandair og semdi aðeins við það rangar. Birgir eigi að sögn félagsins að vita að þessar fullyrðingar hafi verið rangar. Birgir var einn gesta í Silfrinu á RÚV síðastliðinn mánudag, 23. október, þar sem kvennaverkfallið var til umræðu. Birgir sagði meðal annars kynbundið ofbeldi landlægt í fluginu. Fyrirtæki þurfi að geta og þora að bregðast við. Hann ræddi einnig Flugfreyjufélag Íslands. „FFÍ, sem er félagið sem okkar starfsfólk átti að vera í samkvæmt ASÍ á sínum tíma, hefur einn viðsemjanda og það er Icelandair,“ sagði Birgir og spurði svo hvort stéttarfélag flugfreyja- og þjóna hjá Play væri eitthvað gulara en FFÍ. Flugfreyjur- og þjónar hjá Play eru í Íslenska flugstéttarfélaginu, ÍFF. Stjórn félagsins segist í yfirlýsingu finna sig knúna til að leiðrétta fullyrðingar Birgis. „Birgir Jónsson forstjóri Play gaf í skyn að FFÍ væri gult stéttarfélag undir hatti Icelandair og staðhæfði að Icelandair væri eini viðsemjandi stéttarfélagsins,“ segir í yfirlýsingunni. Bendir stjórnin á að Flugfreyjufélag Íslands sé sjötíu ára gamalt stéttarfélag og eina stéttarfélag flugfreyja- og þjóna á Íslandi. Félagið hafi staðið að samningagerð fyrir hönd félagsmanna sinna sem hafi starfað hjá ýmsum íslenskum flugfélögum, þar á meðal Flugleiðum, Loftleiðum, Icelandair, Flugfélagi Íslands, Arnarflugi, Íslandsflugi, Iceland Express, Wow og Niceair. „Play er eitt fárra flugfélaga sem hefur ekki liðkað fyrir veru sinna flugfreyja og -þjóna innan banda FFÍ heldur farið þá leið að semja sjálft við sína starfsmenn undir formerkjum Íslenska flugstéttarfélagsins (ÍFF) og situr þar með beggja vegna borðsins,“ segir í yfirlýsingunni. Fram kemur á forsíðu heimasíðu FFÍ að nú hafi félagið aðeins Icelandair og Flugfélag Íslands sem viðsemjendur. Flugfélag Íslands, síðar Air Iceland Connect, sameinaðist Icelandair árið 2021. Segir þá að Play fylgi þar með ekki leikreglum sem almennt viðhafist á vinnumarkaði hér á landi. „Þetta veit Birgir Jónsson mætavel og því furðar stjórn FFÍ sig á þeim fullyrðingum sem komu frá honum í Silfrinu. Stjórn FFÍ fagnar því að Birgir hafi í þættinum lýst yfir rétti kvennastétta til mannsæmandi launa og hvetur því Birgi eindregið til að endurskoða sína afstöðu og liðka fyrir innkomu sinna flugfreyja og -þjóna í FFÍ og hefja undirbúning að kjarasamningsviðræðum þar sem hag þeirra er best borgið.“ Fréttir af flugi Play Kjaramál Tengdar fréttir „Hryllingssagnabeiðni“ ASÍ var hvatning um að skipta um stéttarfélag Í tölvupósti sem Alþýðusamband Íslands (ASÍ) sendi á flugliða sem starfa hjá flugfélaginu Play voru þeir hvattir til að ganga í Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) og þeim heitið trúnaði sem vildu hafa samband við sambandið. „Það er alltaf velkomið að hafa samband við okkur persónulega, í síma eða tölvupósti,“ stóð í lok póstsins. Birgir Jónsson, forstjóri Play, hélt því fram í Silfrinu í dag að ASÍ hafi af fyrra bragði sent starfsmönnum hans tölvupósta þar sem væri óskað eftir „hryllingssögum“. 24. október 2021 14:39 Kjarasamningarnir sögð ein af forsendum framtíðarmöguleika Play Þeir kjarasamningar sem stjórnendur Play hafa gert við flugmenn og áhöfn eru ein af grunnstoðum rekstraráætlunar félagsins og framtíðarmöguleika. 22. júní 2021 13:29 Formaður ÍFF vill hvorki gefa upp nöfn stjórnarmanna né viðsemjenda Play Litlar upplýsingar er að finna um Íslenska flugstéttafélagið á netinu og þá fæst ekki gefið upp hverjir sitja í stjórn né hverjir komu að samningaborðinu þegar gerður var kjarasamningur við flugfélagið Play. 25. maí 2021 10:12 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Birgir var einn gesta í Silfrinu á RÚV síðastliðinn mánudag, 23. október, þar sem kvennaverkfallið var til umræðu. Birgir sagði meðal annars kynbundið ofbeldi landlægt í fluginu. Fyrirtæki þurfi að geta og þora að bregðast við. Hann ræddi einnig Flugfreyjufélag Íslands. „FFÍ, sem er félagið sem okkar starfsfólk átti að vera í samkvæmt ASÍ á sínum tíma, hefur einn viðsemjanda og það er Icelandair,“ sagði Birgir og spurði svo hvort stéttarfélag flugfreyja- og þjóna hjá Play væri eitthvað gulara en FFÍ. Flugfreyjur- og þjónar hjá Play eru í Íslenska flugstéttarfélaginu, ÍFF. Stjórn félagsins segist í yfirlýsingu finna sig knúna til að leiðrétta fullyrðingar Birgis. „Birgir Jónsson forstjóri Play gaf í skyn að FFÍ væri gult stéttarfélag undir hatti Icelandair og staðhæfði að Icelandair væri eini viðsemjandi stéttarfélagsins,“ segir í yfirlýsingunni. Bendir stjórnin á að Flugfreyjufélag Íslands sé sjötíu ára gamalt stéttarfélag og eina stéttarfélag flugfreyja- og þjóna á Íslandi. Félagið hafi staðið að samningagerð fyrir hönd félagsmanna sinna sem hafi starfað hjá ýmsum íslenskum flugfélögum, þar á meðal Flugleiðum, Loftleiðum, Icelandair, Flugfélagi Íslands, Arnarflugi, Íslandsflugi, Iceland Express, Wow og Niceair. „Play er eitt fárra flugfélaga sem hefur ekki liðkað fyrir veru sinna flugfreyja og -þjóna innan banda FFÍ heldur farið þá leið að semja sjálft við sína starfsmenn undir formerkjum Íslenska flugstéttarfélagsins (ÍFF) og situr þar með beggja vegna borðsins,“ segir í yfirlýsingunni. Fram kemur á forsíðu heimasíðu FFÍ að nú hafi félagið aðeins Icelandair og Flugfélag Íslands sem viðsemjendur. Flugfélag Íslands, síðar Air Iceland Connect, sameinaðist Icelandair árið 2021. Segir þá að Play fylgi þar með ekki leikreglum sem almennt viðhafist á vinnumarkaði hér á landi. „Þetta veit Birgir Jónsson mætavel og því furðar stjórn FFÍ sig á þeim fullyrðingum sem komu frá honum í Silfrinu. Stjórn FFÍ fagnar því að Birgir hafi í þættinum lýst yfir rétti kvennastétta til mannsæmandi launa og hvetur því Birgi eindregið til að endurskoða sína afstöðu og liðka fyrir innkomu sinna flugfreyja og -þjóna í FFÍ og hefja undirbúning að kjarasamningsviðræðum þar sem hag þeirra er best borgið.“
Fréttir af flugi Play Kjaramál Tengdar fréttir „Hryllingssagnabeiðni“ ASÍ var hvatning um að skipta um stéttarfélag Í tölvupósti sem Alþýðusamband Íslands (ASÍ) sendi á flugliða sem starfa hjá flugfélaginu Play voru þeir hvattir til að ganga í Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) og þeim heitið trúnaði sem vildu hafa samband við sambandið. „Það er alltaf velkomið að hafa samband við okkur persónulega, í síma eða tölvupósti,“ stóð í lok póstsins. Birgir Jónsson, forstjóri Play, hélt því fram í Silfrinu í dag að ASÍ hafi af fyrra bragði sent starfsmönnum hans tölvupósta þar sem væri óskað eftir „hryllingssögum“. 24. október 2021 14:39 Kjarasamningarnir sögð ein af forsendum framtíðarmöguleika Play Þeir kjarasamningar sem stjórnendur Play hafa gert við flugmenn og áhöfn eru ein af grunnstoðum rekstraráætlunar félagsins og framtíðarmöguleika. 22. júní 2021 13:29 Formaður ÍFF vill hvorki gefa upp nöfn stjórnarmanna né viðsemjenda Play Litlar upplýsingar er að finna um Íslenska flugstéttafélagið á netinu og þá fæst ekki gefið upp hverjir sitja í stjórn né hverjir komu að samningaborðinu þegar gerður var kjarasamningur við flugfélagið Play. 25. maí 2021 10:12 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
„Hryllingssagnabeiðni“ ASÍ var hvatning um að skipta um stéttarfélag Í tölvupósti sem Alþýðusamband Íslands (ASÍ) sendi á flugliða sem starfa hjá flugfélaginu Play voru þeir hvattir til að ganga í Flugfreyjufélag Íslands (FFÍ) og þeim heitið trúnaði sem vildu hafa samband við sambandið. „Það er alltaf velkomið að hafa samband við okkur persónulega, í síma eða tölvupósti,“ stóð í lok póstsins. Birgir Jónsson, forstjóri Play, hélt því fram í Silfrinu í dag að ASÍ hafi af fyrra bragði sent starfsmönnum hans tölvupósta þar sem væri óskað eftir „hryllingssögum“. 24. október 2021 14:39
Kjarasamningarnir sögð ein af forsendum framtíðarmöguleika Play Þeir kjarasamningar sem stjórnendur Play hafa gert við flugmenn og áhöfn eru ein af grunnstoðum rekstraráætlunar félagsins og framtíðarmöguleika. 22. júní 2021 13:29
Formaður ÍFF vill hvorki gefa upp nöfn stjórnarmanna né viðsemjenda Play Litlar upplýsingar er að finna um Íslenska flugstéttafélagið á netinu og þá fæst ekki gefið upp hverjir sitja í stjórn né hverjir komu að samningaborðinu þegar gerður var kjarasamningur við flugfélagið Play. 25. maí 2021 10:12