Tvö ungmenni dæmd í bann fyrir „viðbjóðslega söngva“ um Sir Bobby Charlton Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. október 2023 23:31 Örfáir stuðningsmenn Manchester City sungu ljóta söngva í kjölfar fregna um andlát Sir Bobby Charlton. Charlotte Tattersall/Getty Images Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester City hefur dæmt tvö ungmenni í bann frá leikjum liðsins fyrir „viðbjóðslega söngva“ um Sir Bobby Charlton í kjölfar andláts knattspyrnumannsins fyrrverandi. Sir Bobby Charlton lést síðastliðinn laugardag, 86 ára að aldri. Hann var goðsögn í enskum fótbolta og þá sérstaklega hjá stuðningsmönnum Manchester United, nágrönnum Englandsmeistaranna í Manchester City. Tilkynnt var um andlát Sir Bobby Charlton í hálfleik er Manchester City tók á móti Brighton í ensku úrvalsdeildinni síðastliðinn laugardag. Eftir að tilkynningin var lesin upp heyrðust ljótir söngvar um Charlton úr stúkunni, sem forráðamenn Manchester City fordæmdu. Manchester City hefur nú borið kennsl á tvo stuðningsmenn liðsins sem sungu það sem félagið kallar „viðbjóðslega söngva“ og dæmt þá í bann öllum leikjum liðsins. „Manchester City getur staðfest að borið hefur verið kennsl á tvö ungmenni í tengslum við viðbjóðslegu söngvana sem heyrðust á Etihad-vellinum í hálfleik á leik liðsins gegn Brighton & Hove Albion um seinustu helgi,“ segir í yfirlýsingu Manchester City. „Einstaklingarnir sem um ræðir hafa verið dæmdir í bann frá öllum heima- og útileikjum liðsins og við höfum deilt upplýsingum um þá með lögreglunni í Manchester sem rannsakar málið.“ Á ferli sínum lék Sir Bobby Charlton yfir sex hundruð leiki fyrir Manchester United og skoraði í þeim 199 mörk. Með liðinu varð hann enskur meistari fjórum sinnum og bikarmeistari einu sinni. Þá lék hann lykilhlutverk er félagið varð Evrópumeistari árið 1968. Hann lék einnig 106 leiki fyrir enska landsliðið þar sem hann skoraði 49 mörk og var hluti af liðinu er Englendingar tryggðu sér sinn fyrsta, og enn eina, heimsmeistaratitil árið 1966. Enski boltinn Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Fleiri fréttir Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
Sir Bobby Charlton lést síðastliðinn laugardag, 86 ára að aldri. Hann var goðsögn í enskum fótbolta og þá sérstaklega hjá stuðningsmönnum Manchester United, nágrönnum Englandsmeistaranna í Manchester City. Tilkynnt var um andlát Sir Bobby Charlton í hálfleik er Manchester City tók á móti Brighton í ensku úrvalsdeildinni síðastliðinn laugardag. Eftir að tilkynningin var lesin upp heyrðust ljótir söngvar um Charlton úr stúkunni, sem forráðamenn Manchester City fordæmdu. Manchester City hefur nú borið kennsl á tvo stuðningsmenn liðsins sem sungu það sem félagið kallar „viðbjóðslega söngva“ og dæmt þá í bann öllum leikjum liðsins. „Manchester City getur staðfest að borið hefur verið kennsl á tvö ungmenni í tengslum við viðbjóðslegu söngvana sem heyrðust á Etihad-vellinum í hálfleik á leik liðsins gegn Brighton & Hove Albion um seinustu helgi,“ segir í yfirlýsingu Manchester City. „Einstaklingarnir sem um ræðir hafa verið dæmdir í bann frá öllum heima- og útileikjum liðsins og við höfum deilt upplýsingum um þá með lögreglunni í Manchester sem rannsakar málið.“ Á ferli sínum lék Sir Bobby Charlton yfir sex hundruð leiki fyrir Manchester United og skoraði í þeim 199 mörk. Með liðinu varð hann enskur meistari fjórum sinnum og bikarmeistari einu sinni. Þá lék hann lykilhlutverk er félagið varð Evrópumeistari árið 1968. Hann lék einnig 106 leiki fyrir enska landsliðið þar sem hann skoraði 49 mörk og var hluti af liðinu er Englendingar tryggðu sér sinn fyrsta, og enn eina, heimsmeistaratitil árið 1966.
Enski boltinn Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Fleiri fréttir Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira