Fyrsta sinn í Íslandssögunni sem nýir foreldrar eru alveg einir á báti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. október 2023 09:09 Ólafur Grétar segir nýja foreldra aldrei hafa verið eins einangraða. Þess vegna sé nauðsynlegt að ömmur og afar kíki við, þó ekki nema stuttlega, til að mynda þessi tensl. Getty Sérfræðingur í fjölskyldu- og hjónabandsráðgjöf segir mjög mikilvægt fyrir allar kynslóðir að ömmur og afar hjálpi nýjum foreldrum og passi barnabörnin. Nýir foreldrar eigi ekki rétt á að amma og afi passi en samtal um þátttöku þeirra verði að eiga sér stað. „Við vitum að við erum ekki að styðja verðandi og nýja foreldra nóg,“ segir Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafi í Bítinu á Bylgjunni. Hann bætir við að eitt stærsta ójafnvægið í því þegar fólk verður foreldrar er að það fær ekki endilega áskoranir í samræmi við færni. „Amma og afi fá tvær kynslóðir í fangið í þessu ástandi. Hættan er, þar sem nýju foreldrarnir fá ekki hjálp með sínar erfiðu tilfinningar og upplifa sig ekki nóg, í samfélagi sem hlustar ekki og veitir ekki þá aðstoð sem þau þurfa, að þetta breytist í skömm. Þetta er það sem ömmur og afar þurfa að takast á við.“ Hann minnir á að það allra besta fyrir þroska barna er að þau séu umkringd fullorðni fólki sem líur vel. „Börn þrífast á tengslum við eldri og þroskaðri og róaðra taugakerfi í ömmu og afa. Það sem er það alalvarlegasta sem er að gerast núna er að það eru þúsundir af ungum og nýjum foreldrum ein heima með lítið kríli,“ segir Ólafur. Fyrsta sinn í sögunni sem foreldrar eru einir á báti Áður fyrr hafi nýir foreldrar verið umkringdir öðrum fullorðnum og þessi einvera alveg ný í Íslandssögunni. „Þegar ég var að koma heim sem strákur voru alltaf fimm fullorðnir heima hjá mömmu. Það að amma og afi bara kíki á staðinn, þau þurfa ekki einu sinni að halda á barninu, er mikilvægt.“ Ólafur Grétar fjölskylduráðgjafi.Vísir/Vilhelm Hann segir unga foreldra ekki eiga sjálfsagða kröfu á að amma og afi passi en samtalið verði að eiga sér stað. „Það sem er að gerast, að amma og afi bara flýja til Spánar eða Flórída þannig að þau geta ekki tekið þetta samtal, eða þau eru á leiðinni á Virk í starfsendurhæfingu búin á því. Lífið er alltaf að leita að jafnvægi,“ segir Ólafur. Heilbrigt fyrir eldra fólk að mynda tengsl við afkomendurna Hann minnir þá á að það er ekki bara börnunum í hag að umgangast ömmur og afa. „Því sterkari sem eldri manneskja er í tengslum við afkomendur sína verndar hún heila sinn. Það að vera í samskiptum við afkomendur þína er sjálfselsk hegðun, alveg eins og fyrir pabba að taka þátt í lífi barns síns,“ segir Ólafur. Það geti hins vegar reynst ömmum og öfum erfitt að fá barnabörnin inn á heimilið, ekki síst ef annar makinn vill verja tíma með barnabörnunum en hinn vill njóta lífsins og ferðast á efri árum. „Það eru þrjú æviskeið þar sem hjónbönd og parasambönd eru í mestri hættu, þar sem jörðin hristist mest undir þeim. Það er þegar fólk er að eignast barn í fyrsta sinn, almesta áskorunin er þá. Svo eru það önnur tvö æviskeið, sem koma að ömmu og afa, þar sem skilnaðir eru að aukast,“ segir Ólafur. „Það er þegar börnin fara að heiman og það er þegar við hættum að vinna. Það sem skiptir mestu máli í farsælum hjónaböndum er hvernig við gefum lífi okkar merkingu og meiningu. Hvað er það sem við viljum lifa fyrir?“ Hlusta má á viðtalið við Ólaf í heild sinni hér að neðan. Bítið Börn og uppeldi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Sjá meira
„Við vitum að við erum ekki að styðja verðandi og nýja foreldra nóg,“ segir Ólafur Grétar Gunnarsson, fjölskyldu- og hjónabandsráðgjafi í Bítinu á Bylgjunni. Hann bætir við að eitt stærsta ójafnvægið í því þegar fólk verður foreldrar er að það fær ekki endilega áskoranir í samræmi við færni. „Amma og afi fá tvær kynslóðir í fangið í þessu ástandi. Hættan er, þar sem nýju foreldrarnir fá ekki hjálp með sínar erfiðu tilfinningar og upplifa sig ekki nóg, í samfélagi sem hlustar ekki og veitir ekki þá aðstoð sem þau þurfa, að þetta breytist í skömm. Þetta er það sem ömmur og afar þurfa að takast á við.“ Hann minnir á að það allra besta fyrir þroska barna er að þau séu umkringd fullorðni fólki sem líur vel. „Börn þrífast á tengslum við eldri og þroskaðri og róaðra taugakerfi í ömmu og afa. Það sem er það alalvarlegasta sem er að gerast núna er að það eru þúsundir af ungum og nýjum foreldrum ein heima með lítið kríli,“ segir Ólafur. Fyrsta sinn í sögunni sem foreldrar eru einir á báti Áður fyrr hafi nýir foreldrar verið umkringdir öðrum fullorðnum og þessi einvera alveg ný í Íslandssögunni. „Þegar ég var að koma heim sem strákur voru alltaf fimm fullorðnir heima hjá mömmu. Það að amma og afi bara kíki á staðinn, þau þurfa ekki einu sinni að halda á barninu, er mikilvægt.“ Ólafur Grétar fjölskylduráðgjafi.Vísir/Vilhelm Hann segir unga foreldra ekki eiga sjálfsagða kröfu á að amma og afi passi en samtalið verði að eiga sér stað. „Það sem er að gerast, að amma og afi bara flýja til Spánar eða Flórída þannig að þau geta ekki tekið þetta samtal, eða þau eru á leiðinni á Virk í starfsendurhæfingu búin á því. Lífið er alltaf að leita að jafnvægi,“ segir Ólafur. Heilbrigt fyrir eldra fólk að mynda tengsl við afkomendurna Hann minnir þá á að það er ekki bara börnunum í hag að umgangast ömmur og afa. „Því sterkari sem eldri manneskja er í tengslum við afkomendur sína verndar hún heila sinn. Það að vera í samskiptum við afkomendur þína er sjálfselsk hegðun, alveg eins og fyrir pabba að taka þátt í lífi barns síns,“ segir Ólafur. Það geti hins vegar reynst ömmum og öfum erfitt að fá barnabörnin inn á heimilið, ekki síst ef annar makinn vill verja tíma með barnabörnunum en hinn vill njóta lífsins og ferðast á efri árum. „Það eru þrjú æviskeið þar sem hjónbönd og parasambönd eru í mestri hættu, þar sem jörðin hristist mest undir þeim. Það er þegar fólk er að eignast barn í fyrsta sinn, almesta áskorunin er þá. Svo eru það önnur tvö æviskeið, sem koma að ömmu og afa, þar sem skilnaðir eru að aukast,“ segir Ólafur. „Það er þegar börnin fara að heiman og það er þegar við hættum að vinna. Það sem skiptir mestu máli í farsælum hjónaböndum er hvernig við gefum lífi okkar merkingu og meiningu. Hvað er það sem við viljum lifa fyrir?“ Hlusta má á viðtalið við Ólaf í heild sinni hér að neðan.
Bítið Börn og uppeldi Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels