FOKK! Hvað þetta eru mikilvæg skilaboð! 27. október 2023 13:31 Við vorum þrjár vinnuvinkonur sem vorum ítrekað stoppaðar þegar við gengum burt af baráttufundinum á Arnarhóli í vikunni og spurðar: „Megum við taka mynd af ykkur og spjöldunum með þessum flottu skilaboðum?“ Skilaboðin sem við höfðum sett á spjöldin voru þessi: Hlustið á og metið eldri konur og kvár Metum eldri konur og kvár FOKK Af hverju skrifuðum við þessi skilaboð á spjöldin okkar og skunduðum með þau niður á Arnarhól? Jú, tvær okkar eru komnar á hinn svokallaða „haustaldur“ þ.e. höfum þegar náð að ferðast rúmlega 60 hringi umhverfis sólina. Við höfum átt farsælan feril bæði persónulega og í atvinnulífinu. Við höfum gert okkur gildandi á vinnustöðunum okkar. Auk þess höfum við ásamt fleiri konum og kvárum, á okkar aldri, borið uppi samfélagið með því að bera ábyrgð á umönnun aldraðra forelda, borið ábyrgð á að koma börnum okkar á legg, tekið vel í að passa barnabörn og höfum einnig stutt börnin okkar fjárhagslega, auðvitað allt með glöðu geði. Á sama tíma höfum við komist í gegnum breytingaskeiðið án þess að geta talað um það og nýtt okkur bjargráð, lifað af hundruðir hrútskýringa, að það sé hlegið að því sem við höfum fram að færa o.s.frv. Köllum við þetta jafnrétti! Aðsend Sú þriðja af okkur vinkonunum er yngri en við hinar og fannst vera fullt tilefni til og tímabært að styðja okkur og aðrar konur og kvár með því að bera spjald með ljótasta orðinu sem við þekkjum. Kannanir sýna að eftir því sem konur og kvár eldast er ekki gert ráð fyrir þeim í æðstu stjórnunarstöðum í okkar samfélagi, sbr. stöðu forstjóra, stjórnarformanns, sæti í stjórnum o.fl. Þessu viðhorfi þarf að breyta strax. Einnig þurfum við eldri konur og kvár að líta í eigin barm og vera tilbúin til að breyta okkar viðhorfi þegar við á. Við þurfum einnig að hlusta á sjónarmið yngra fólks. Við ætlumst auðvitað til að hið sama eigi við um okkur. Það er jafnrétti!! Höfundur er kona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kvennaverkfall Jafnréttismál Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Við vorum þrjár vinnuvinkonur sem vorum ítrekað stoppaðar þegar við gengum burt af baráttufundinum á Arnarhóli í vikunni og spurðar: „Megum við taka mynd af ykkur og spjöldunum með þessum flottu skilaboðum?“ Skilaboðin sem við höfðum sett á spjöldin voru þessi: Hlustið á og metið eldri konur og kvár Metum eldri konur og kvár FOKK Af hverju skrifuðum við þessi skilaboð á spjöldin okkar og skunduðum með þau niður á Arnarhól? Jú, tvær okkar eru komnar á hinn svokallaða „haustaldur“ þ.e. höfum þegar náð að ferðast rúmlega 60 hringi umhverfis sólina. Við höfum átt farsælan feril bæði persónulega og í atvinnulífinu. Við höfum gert okkur gildandi á vinnustöðunum okkar. Auk þess höfum við ásamt fleiri konum og kvárum, á okkar aldri, borið uppi samfélagið með því að bera ábyrgð á umönnun aldraðra forelda, borið ábyrgð á að koma börnum okkar á legg, tekið vel í að passa barnabörn og höfum einnig stutt börnin okkar fjárhagslega, auðvitað allt með glöðu geði. Á sama tíma höfum við komist í gegnum breytingaskeiðið án þess að geta talað um það og nýtt okkur bjargráð, lifað af hundruðir hrútskýringa, að það sé hlegið að því sem við höfum fram að færa o.s.frv. Köllum við þetta jafnrétti! Aðsend Sú þriðja af okkur vinkonunum er yngri en við hinar og fannst vera fullt tilefni til og tímabært að styðja okkur og aðrar konur og kvár með því að bera spjald með ljótasta orðinu sem við þekkjum. Kannanir sýna að eftir því sem konur og kvár eldast er ekki gert ráð fyrir þeim í æðstu stjórnunarstöðum í okkar samfélagi, sbr. stöðu forstjóra, stjórnarformanns, sæti í stjórnum o.fl. Þessu viðhorfi þarf að breyta strax. Einnig þurfum við eldri konur og kvár að líta í eigin barm og vera tilbúin til að breyta okkar viðhorfi þegar við á. Við þurfum einnig að hlusta á sjónarmið yngra fólks. Við ætlumst auðvitað til að hið sama eigi við um okkur. Það er jafnrétti!! Höfundur er kona.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar