Einkunnir Íslands gegn Danmörku: Fyrirliðinn fremstur í svekkjandi tapi Íþróttadeild Vísis skrifar 27. október 2023 20:50 Byrjunarlið Íslands gegn Danmörku í 3. umferð Þjóðadeildarinnar. Vísir / Hulda Margrét Ísland mátti þola 0-1 tap gegn Danmörku í 3. umferð Þjóðadeildarinnar. Íslenska liðið reyndi fyrir sig í nýju leikkerfi sem hentaði vel varnarlega en þegar komið var fram á völlinn fundu þær fá færi. Fyrirliðinn og miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir stóð upp úr og var valin maður leiksins í liði Íslands. Telma Ívarsdóttir, markvörður [7] Ekkert út á hana að setja í markinu, fast skot af mjög stuttu færi sem hún átti engan möguleika á að verja. Varði vel í tvígang og bjargaði marki í upphafi seinni hálfleiks. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður [6] Átti fínan leik og gerði engin stór mistök en hefði getað lokað betur á fyrirgjöfina sem leiddi að marki Danmerkur. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [8] Stóð vaktina með fyrirliðabandið í hjarta varnarinnar. Vann vel allan leikinn með Guðrúnu og tókst að leysa vel úr flestu sem Danirnir gerðu. Var sömuleiðis ógnandi fram á við í föstum leikatriðum og komst líklega næst því að skora af öllum leikmönnum Íslands þegar hún skallaði boltann í slánna úr hornspyrnu. Guðrún Árnadóttir, miðvörður [6] Leysti stöðuna í fjarveru Ingibjargar Sigurðardóttur sem tók út leikbann í kvöld. Var ómeðvituð um sóknarmanninn fyrir aftan sig þegar markið var skorað, hefði mögulega getað gert betur þar. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður [7] Hennar fyrsti leikur sem byrjunarliðsmaður fyrir A-landslið Íslands. Danirnir vissu af því og einblíndu aðeins á hana í upphafi leiks en hún leysti úr því og varðist þeim vel. Er með frábæran fót en tókst ekki að sýna snilli sína nægilega vel í hornspyrnunum sem hún tók. Selma Sól Magnúsdóttir, miðjumaður [6] Steig vel niður og var mikilvægur uppspilspunktur þegar liðið spilaði út úr vörninni, sneri vel upp völlinn og kom boltanum í spil. Gerðist sek um slæm mistök í upphafi seinni hálfleiks en góð markvarsla Telmu bjargaði henni frá því að gefa mark. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður [5] Fór minna fyrir henni en Selmu, komst ekki eins mikið á boltann í uppspilinu. Gerðist ekki sek um nein mistök en sýndi heldur ekkert sem er frásögu færandi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, framliggjandi miðjumaður [7] Allt uppspil Íslands fór í gegnum hana lengst framan af leiknum. Fann sér oft pláss milli manna á miðsvæðinu og var ógnandi en tókst ekki að skapa neitt dauðafæri fyrir sig né aðra. Agla María Albertsdóttir, hægri kantmaður [6] Átti fínan leik og vann varnarvinnuna sína vel en hefði mátt sýna aðeins meiri sköpunargleði fram á við. Sandra Jessen, vinstri kantmaður [5] Komst lítið á boltann, átti fína kafla en ógnaði marki Dananna ekki mikið. Hlín Eiríksdóttir, framherji [7] Barðist eins og berserkur í fremstu víglínu, alltaf til í að fá boltann og bakka á varnarmanninn eða hoppa upp í skallabaráttu. Fékk fínt færi til að jafna leikinn undir blálokinn en hitti ekki boltann. Varamenn Hafrún Rakel Halldórsdóttir [6] – Kom inn fyrir Öglu Maríu á 62. mínútu Ferskir fætur á réttum tímapunkti, pressaði vel og vann boltann en líkt og flestir í fremstu línu skapaði hún lítið í leiknum. Bryndís Arna Níelsdóttir [7] – Kom inn fyrir Söndru Jessen á 78. mínútu Sá lítið af boltanum í sinni innkomu en sýndi ákefð og dugnað í fremstu línu. Alexandra Jóhannsdóttir – Kom inn fyrir Selmu Sól á 88. mínútu Spilaði of fáar mínútur til að fá einkunn. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Danmörk | Gamla herraþjóðin kemur í heimsókn Ísland varð að sætta sig við nístingssárt tap gegn Danmörku í þriðja leik sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta kvenna, á Laugardalsvelli í kvöld. Íslendingar eru með þrjú stig í riðli 3 en Danir með fullt hús stiga eða níu. 27. október 2023 20:54 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Í beinni: Malisheva - Víkingur | Stefnan aftur sett á Sambandsdeildina Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Sjá meira
Telma Ívarsdóttir, markvörður [7] Ekkert út á hana að setja í markinu, fast skot af mjög stuttu færi sem hún átti engan möguleika á að verja. Varði vel í tvígang og bjargaði marki í upphafi seinni hálfleiks. Guðný Árnadóttir, hægri bakvörður [6] Átti fínan leik og gerði engin stór mistök en hefði getað lokað betur á fyrirgjöfina sem leiddi að marki Danmerkur. Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður [8] Stóð vaktina með fyrirliðabandið í hjarta varnarinnar. Vann vel allan leikinn með Guðrúnu og tókst að leysa vel úr flestu sem Danirnir gerðu. Var sömuleiðis ógnandi fram á við í föstum leikatriðum og komst líklega næst því að skora af öllum leikmönnum Íslands þegar hún skallaði boltann í slánna úr hornspyrnu. Guðrún Árnadóttir, miðvörður [6] Leysti stöðuna í fjarveru Ingibjargar Sigurðardóttur sem tók út leikbann í kvöld. Var ómeðvituð um sóknarmanninn fyrir aftan sig þegar markið var skorað, hefði mögulega getað gert betur þar. Sædís Rún Heiðarsdóttir, vinstri bakvörður [7] Hennar fyrsti leikur sem byrjunarliðsmaður fyrir A-landslið Íslands. Danirnir vissu af því og einblíndu aðeins á hana í upphafi leiks en hún leysti úr því og varðist þeim vel. Er með frábæran fót en tókst ekki að sýna snilli sína nægilega vel í hornspyrnunum sem hún tók. Selma Sól Magnúsdóttir, miðjumaður [6] Steig vel niður og var mikilvægur uppspilspunktur þegar liðið spilaði út úr vörninni, sneri vel upp völlinn og kom boltanum í spil. Gerðist sek um slæm mistök í upphafi seinni hálfleiks en góð markvarsla Telmu bjargaði henni frá því að gefa mark. Hildur Antonsdóttir, miðjumaður [5] Fór minna fyrir henni en Selmu, komst ekki eins mikið á boltann í uppspilinu. Gerðist ekki sek um nein mistök en sýndi heldur ekkert sem er frásögu færandi. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, framliggjandi miðjumaður [7] Allt uppspil Íslands fór í gegnum hana lengst framan af leiknum. Fann sér oft pláss milli manna á miðsvæðinu og var ógnandi en tókst ekki að skapa neitt dauðafæri fyrir sig né aðra. Agla María Albertsdóttir, hægri kantmaður [6] Átti fínan leik og vann varnarvinnuna sína vel en hefði mátt sýna aðeins meiri sköpunargleði fram á við. Sandra Jessen, vinstri kantmaður [5] Komst lítið á boltann, átti fína kafla en ógnaði marki Dananna ekki mikið. Hlín Eiríksdóttir, framherji [7] Barðist eins og berserkur í fremstu víglínu, alltaf til í að fá boltann og bakka á varnarmanninn eða hoppa upp í skallabaráttu. Fékk fínt færi til að jafna leikinn undir blálokinn en hitti ekki boltann. Varamenn Hafrún Rakel Halldórsdóttir [6] – Kom inn fyrir Öglu Maríu á 62. mínútu Ferskir fætur á réttum tímapunkti, pressaði vel og vann boltann en líkt og flestir í fremstu línu skapaði hún lítið í leiknum. Bryndís Arna Níelsdóttir [7] – Kom inn fyrir Söndru Jessen á 78. mínútu Sá lítið af boltanum í sinni innkomu en sýndi ákefð og dugnað í fremstu línu. Alexandra Jóhannsdóttir – Kom inn fyrir Selmu Sól á 88. mínútu Spilaði of fáar mínútur til að fá einkunn.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Í beinni: Ísland - Danmörk | Gamla herraþjóðin kemur í heimsókn Ísland varð að sætta sig við nístingssárt tap gegn Danmörku í þriðja leik sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta kvenna, á Laugardalsvelli í kvöld. Íslendingar eru með þrjú stig í riðli 3 en Danir með fullt hús stiga eða níu. 27. október 2023 20:54 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Í beinni: Malisheva - Víkingur | Stefnan aftur sett á Sambandsdeildina Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Sjá meira
Í beinni: Ísland - Danmörk | Gamla herraþjóðin kemur í heimsókn Ísland varð að sætta sig við nístingssárt tap gegn Danmörku í þriðja leik sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta kvenna, á Laugardalsvelli í kvöld. Íslendingar eru með þrjú stig í riðli 3 en Danir með fullt hús stiga eða níu. 27. október 2023 20:54