Tilkynnt var um mann sem lét öllum illum látum á Landspítalanum en hann var handtekinn og vistaður í fangageymslu. Þá fór lögregla í útkall vegna heimilisofbeldis í Gerðunum og var einn vistaður í fangaklefa vegna þessa.
Í miðborginni var tilkynnt um hústökufólk og vísaði lögregla fólkinu burt. Þá var tilkynnt um slasaðan einstakling í Garðabænum eftir fall, en ekki er vitað hversu alvarlega sá slasaðist, samkvæmt dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem fjallað er um verkefni dagsins í dag.