„Gríðarlega þakklát fyrir traustið“ Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2023 21:22 Sædís Rún Heiðarsdóttir stóð sig vel í fyrsta byrjunarliðsleiknum fyrir A-landslið Íslands í kvöld, sérstaklega í seinni hálfleik. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Mjög súrt,“ sagði Sædís Rún Heiðarsdóttir um 1-0 tapið gegn Danmörku í Þjóðadeildinni í fótbolta í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Sædísar í byrjunarliði A-landsliðs Íslands. Hin 19 ára Sædís er bakvörður Stjörnunnar, uppalin í Ólafsvík, og var fyrirliði U19-landsliðs Íslands í lokakeppni EM í sumar. Hún þekkir því vel að klæðast landsliðsbúningnum en í kvöld spilaði hún í fyrsta sinn á Laugardalsvelli fyrir A-landsliðið, eftir að hafa komið inn á sem varamaður úti í Þýskalandi í síðasta mánuði í fyrsta A-landsleik sínum. „Ég er gríðarlega þakklát fyrir traustið og kann virkilega vel að meta það. Fyrst og fremst var ég að njóta þess að spila, þetta er bara fótbolti, og ég er hérna af ástæðu. Ég reyndi bara að hugsa ekki of mikið,“ sagði Sædís um það hvernig verið hefði að fá tækifæri í byrjunarliðinu. Tapið, eftir flotta frammistöðu íslenska liðsins, skyggði hins vegar á gleðina yfir tækifærinu stóra sem hún fékk í kvöld: „Sérstaklega þar sem mér fannst við ná að halda ágætlega vel í boltann. Fótbolti er grimm íþrótt og það eru smáatriði sem skipta máli. Það er alltaf hægt að gera eitthvað betur. Halda boltanum betur, velja mómentin okkar og þreyta þær. Mér fannst við samt sem áður halda betur í boltann en til dæmis í síðasta leik, og það er eitthvað sem við getum horft til,“ sagði Sædís í viðtali við Stöð 2 og Vísi eftir leik. Næsti leikur Íslands er gegn Þýskalandi á þriðjudagskvöld en bilið upp í Danmörku og Þýskaland virðist nú orðið langsótt að brúa. „Við förum í hvern einasta leik til að vinna hann og ná í þrjú stig. Það er bara markmiðið áfram,“ sagði Sædís. Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Agla María: Spilamennskan var miklu betri en upp á síðkastið „Klárlega, sköpuðum okkur einhver færi og spilamennskan var miklu betri en upp á síðkastið,“ sagði landsliðskonan Agla María Albertsdóttir aðspurð hvort 0-1 tap Íslands gegn Danmörku í Þjóðadeild kvenna í fótbolta hefði ekki verið í súrari kantinum. 27. október 2023 21:18 Einkunnir Íslands gegn Danmörku: Fyrirliðinn fremstur í svekkjandi tapi Ísland mátti þola 0-1 tap gegn Danmörku í 3. umferð Þjóðadeildarinnar. Íslenska liðið reyndi fyrir sig í nýju leikkerfi sem hentaði vel varnarlega en þegar komið var fram á völlinn fundu þær fá færi. Fyrirliðinn og miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir stóð upp úr og var valin maður leiksins í liði Íslands. 27. október 2023 20:50 Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-1 | Sárt tap sem skýrir stöðuna Ísland varð að sætta sig við nístingssárt tap gegn Danmörku í þriðja leik sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta kvenna, á Laugardalsvelli í kvöld. Íslendingar eru með þrjú stig í riðli 3 en Danir með fullt hús stiga eða níu. 27. október 2023 20:54 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira
Hin 19 ára Sædís er bakvörður Stjörnunnar, uppalin í Ólafsvík, og var fyrirliði U19-landsliðs Íslands í lokakeppni EM í sumar. Hún þekkir því vel að klæðast landsliðsbúningnum en í kvöld spilaði hún í fyrsta sinn á Laugardalsvelli fyrir A-landsliðið, eftir að hafa komið inn á sem varamaður úti í Þýskalandi í síðasta mánuði í fyrsta A-landsleik sínum. „Ég er gríðarlega þakklát fyrir traustið og kann virkilega vel að meta það. Fyrst og fremst var ég að njóta þess að spila, þetta er bara fótbolti, og ég er hérna af ástæðu. Ég reyndi bara að hugsa ekki of mikið,“ sagði Sædís um það hvernig verið hefði að fá tækifæri í byrjunarliðinu. Tapið, eftir flotta frammistöðu íslenska liðsins, skyggði hins vegar á gleðina yfir tækifærinu stóra sem hún fékk í kvöld: „Sérstaklega þar sem mér fannst við ná að halda ágætlega vel í boltann. Fótbolti er grimm íþrótt og það eru smáatriði sem skipta máli. Það er alltaf hægt að gera eitthvað betur. Halda boltanum betur, velja mómentin okkar og þreyta þær. Mér fannst við samt sem áður halda betur í boltann en til dæmis í síðasta leik, og það er eitthvað sem við getum horft til,“ sagði Sædís í viðtali við Stöð 2 og Vísi eftir leik. Næsti leikur Íslands er gegn Þýskalandi á þriðjudagskvöld en bilið upp í Danmörku og Þýskaland virðist nú orðið langsótt að brúa. „Við förum í hvern einasta leik til að vinna hann og ná í þrjú stig. Það er bara markmiðið áfram,“ sagði Sædís.
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Agla María: Spilamennskan var miklu betri en upp á síðkastið „Klárlega, sköpuðum okkur einhver færi og spilamennskan var miklu betri en upp á síðkastið,“ sagði landsliðskonan Agla María Albertsdóttir aðspurð hvort 0-1 tap Íslands gegn Danmörku í Þjóðadeild kvenna í fótbolta hefði ekki verið í súrari kantinum. 27. október 2023 21:18 Einkunnir Íslands gegn Danmörku: Fyrirliðinn fremstur í svekkjandi tapi Ísland mátti þola 0-1 tap gegn Danmörku í 3. umferð Þjóðadeildarinnar. Íslenska liðið reyndi fyrir sig í nýju leikkerfi sem hentaði vel varnarlega en þegar komið var fram á völlinn fundu þær fá færi. Fyrirliðinn og miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir stóð upp úr og var valin maður leiksins í liði Íslands. 27. október 2023 20:50 Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-1 | Sárt tap sem skýrir stöðuna Ísland varð að sætta sig við nístingssárt tap gegn Danmörku í þriðja leik sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta kvenna, á Laugardalsvelli í kvöld. Íslendingar eru með þrjú stig í riðli 3 en Danir með fullt hús stiga eða níu. 27. október 2023 20:54 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn á sviðið Sport Fleiri fréttir „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Kane með þrennu er Bayern valtaði yfir Leipzig Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Sjá meira
Agla María: Spilamennskan var miklu betri en upp á síðkastið „Klárlega, sköpuðum okkur einhver færi og spilamennskan var miklu betri en upp á síðkastið,“ sagði landsliðskonan Agla María Albertsdóttir aðspurð hvort 0-1 tap Íslands gegn Danmörku í Þjóðadeild kvenna í fótbolta hefði ekki verið í súrari kantinum. 27. október 2023 21:18
Einkunnir Íslands gegn Danmörku: Fyrirliðinn fremstur í svekkjandi tapi Ísland mátti þola 0-1 tap gegn Danmörku í 3. umferð Þjóðadeildarinnar. Íslenska liðið reyndi fyrir sig í nýju leikkerfi sem hentaði vel varnarlega en þegar komið var fram á völlinn fundu þær fá færi. Fyrirliðinn og miðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir stóð upp úr og var valin maður leiksins í liði Íslands. 27. október 2023 20:50
Umfjöllun: Ísland - Danmörk 0-1 | Sárt tap sem skýrir stöðuna Ísland varð að sætta sig við nístingssárt tap gegn Danmörku í þriðja leik sínum í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta kvenna, á Laugardalsvelli í kvöld. Íslendingar eru með þrjú stig í riðli 3 en Danir með fullt hús stiga eða níu. 27. október 2023 20:54