Deildarmyrkvi í kvöld Vésteinn Örn Pétursson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 28. október 2023 19:23 Sævar Helgi hvetur landsmenn að líta til himins. Vísir/SteingrímurDúi Deildarmyrkvi á tungli verður sjáanlegur frá öllu Íslandi í kvöld. Lítill hluti tunglskífunnar mun myrkvast og þá mun líta út eins og biti hafi verið tekinn úr tunglinu. Deildarmyrkvinn nær hámarki rétt eftir klukkan 20.00. Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir að deildarmyrkvi á tungli verði þegar tunglið gangi að hluta til inn í skuggann sem jörðin varpar út í geiminn. „Þegar fólk lítur til himins í kvöld á tunglið, svona í kringum átta eða upp úr átta, að þá sér það að það er svona eins og það vanti syðsta hlutann. Svona pínulítinn hluta syðsta hluta tunglsins. Og það er sem sagt skugginn á jörðinni sem er að varpa þar yfir,“ segir Sævar Helgi. Veðrið er með fínasta móti víðs vegar á landinu og ættu því margir landsmenn að geta séð deildarmyrkvann. „Þetta eru bara kjöraðstæður til að líta eftir þessu og ég hvet flesta til að gjóa augunum eftir þessu. Af því tunglið er aðeins furðulegra á að líta þegar það vantar pínulítinn hluta af því. Þetta stendur yfir í tæplega klukkutíma, svona rétt rúmlega klukkutíma. Byrjar núna 25 mínútur í átta og lýkur þessu rétt fyrir níu. Hann segir að deildarmyrkvar á tungli séu tiltölulega algengir og gerist á hálfs árs fresti, einhvers staðar í heiminum. „Hins vegar er fyrsti vetrardagur í dag og það hefur ekki verið deildarmyrkvi eða tunglmyrkvi á fyrsta vetrardegi síðan 21. október árið 1901. Þannig að það er nú tiltölulega sjaldgæft,“ segir Sævar Helgi að lokum. Geimurinn Tunglið Tengdar fréttir Hvetur fólk til að horfa til himins annað kvöld Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, hvetur fólk til þess að horfa til himins annað kvöld. Tilefnið er deildarmyrkvi á tungli en þá mun aðeins sex prósent af tunglskífunni myrkvast. 27. október 2023 10:32 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, segir að deildarmyrkvi á tungli verði þegar tunglið gangi að hluta til inn í skuggann sem jörðin varpar út í geiminn. „Þegar fólk lítur til himins í kvöld á tunglið, svona í kringum átta eða upp úr átta, að þá sér það að það er svona eins og það vanti syðsta hlutann. Svona pínulítinn hluta syðsta hluta tunglsins. Og það er sem sagt skugginn á jörðinni sem er að varpa þar yfir,“ segir Sævar Helgi. Veðrið er með fínasta móti víðs vegar á landinu og ættu því margir landsmenn að geta séð deildarmyrkvann. „Þetta eru bara kjöraðstæður til að líta eftir þessu og ég hvet flesta til að gjóa augunum eftir þessu. Af því tunglið er aðeins furðulegra á að líta þegar það vantar pínulítinn hluta af því. Þetta stendur yfir í tæplega klukkutíma, svona rétt rúmlega klukkutíma. Byrjar núna 25 mínútur í átta og lýkur þessu rétt fyrir níu. Hann segir að deildarmyrkvar á tungli séu tiltölulega algengir og gerist á hálfs árs fresti, einhvers staðar í heiminum. „Hins vegar er fyrsti vetrardagur í dag og það hefur ekki verið deildarmyrkvi eða tunglmyrkvi á fyrsta vetrardegi síðan 21. október árið 1901. Þannig að það er nú tiltölulega sjaldgæft,“ segir Sævar Helgi að lokum.
Geimurinn Tunglið Tengdar fréttir Hvetur fólk til að horfa til himins annað kvöld Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, hvetur fólk til þess að horfa til himins annað kvöld. Tilefnið er deildarmyrkvi á tungli en þá mun aðeins sex prósent af tunglskífunni myrkvast. 27. október 2023 10:32 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Fleiri fréttir Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Sjá meira
Hvetur fólk til að horfa til himins annað kvöld Sævar Helgi Bragason, ritstjóri Stjörnufræðivefsins, hvetur fólk til þess að horfa til himins annað kvöld. Tilefnið er deildarmyrkvi á tungli en þá mun aðeins sex prósent af tunglskífunni myrkvast. 27. október 2023 10:32