Eru Bellingham og Kane bestu leikmenn heims um þessar mundir? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. október 2023 22:31 Þessa tvo fær ekkert stöðvað um þessar mundir. Vísir/Getty Images Það var vissulega búist við miklu þegar Englendingarnir Harry Kane og Jude Bellingham færðu sig um set í sumar en það bjóst ef til vill enginn við því að leikmennirnir myndu finna taktinn jafn fljótt og raun ber vitni. Síðan Bellingam færði sig frá Borussia Dortmund í Þýskalandi til spænska stórveldisins Real Madríd var planið eflaust að hann myndi taka vð keflinu hjá félagi sem hefur verið með eina bestu miðju Evrópu undanfarin ár. Að Bellingham myndi taka við keflinu strax í fyrsta leik var eitthvað sem færri reiknuðu með. Þrátt fyrir að spila 42 leiki á síðustu leiktíð fyrir Dortmund var gefið til kynna að hann ætti við eymsli í hné að stríða og það gæti áfram hrjáð hann. Ef svo er þá hefur það ekki sést til þessa þar sem Bellingham virðist fæddur til að spila í hvítri treyju Real Madríd. Segja má að vera hans á Spáni sé draumi líkust til þessa en hann hefur skorað hvert sigurmarkið á fætur öðru fyrir félagið. Í fyrstu fjórum deildarleikjum sínum þá skoraði hann fimm mörk: Skoraði annað markið í 2-0 sigri á Athletic Bilbao. Skoraði tvö og gaf eina stoðsendingu í 3-1 sigri á Almería. Skoraði sigurmark gegn Celta de Vigo á 81. mínútu. Skoraði einnig sigurmark gegn Getafe á 90. mínútu. Í Meistaradeildinni var það sama upp á teningnum: Skoraði eina markið í 1-0 sigri á Union Berlín. Markið skoraði hann á 94. mínútu. Skoraði eitt og lagði upp annað í 3-2 sigri á Napolí. Skoraði seinna markið í 2-1 sigri á Braga. JUDE BELLINGHAM AGAIN pic.twitter.com/yy59D29kyr— B/R Football (@brfootball) October 28, 2023 Í dag fóru Bellingham og félagar á Nývang í Katalóníu þar sem þeir mættu erkifjendum sínum í Barcelona. Eftir að İlkay Gündoğan kom Börsungum yfir snemma leiks var komið að Jude og hans hæfileikum. Á 68. mínútu jafnaði hann metin með ótrúlegu skoti lengst fyrir utan teig. Það var svo þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma sem hann fékk sendingu í gegnum vörn Barcelona frá Luka Modrić og tryggði Real í kjölfarið ótrúlegan 2-1 sigur. Til þessa hefur Jude Bellingham skorað 13 mörk og gefið 3 stoðsendingar í treyju Real Madríd. Harry Kane, samherji Bellingham í enska landsliðinu, færði sig einnig um set í sumar. Kane fór frá Tottenham Hotspur til Þýskalandsmeistara Bayern München. Hafandi spilað allan sinn feril á Englandi og orðinn þetta gamall - þrítugur - þá voru ekki öll seld á að Kane myndi raða inn mörkunum í Þýskalandi. Hann hefur hins vegar verið einn mesti markaskorari Evrópu undanfarin ár og það kom því ekki á óvart þegar hann fór að raða inn fyrir Bayern. Hversu mörg mörkin eru, hversu glæsileg þau eru og hversu margar stoðsendingar hann hefur gefið hefur hins vegar komið á óvart. GOAL | Bayern Munich 5-0 Darmstadt | Harry KaneHARRY KANE JUST SCORED THE GOAL OF THE YEAR!!!!pic.twitter.com/fj4pwDBSMk— Tekkers Foot (@tekkersfoot) October 28, 2023 Kane reimaði á sig markaskóna strax í fyrsta leik og hefur ekki farið úr þeim síðan. Sem stendur hefur hann spilað 13 leiki fyrir Bayern, skorað 14 mörk og gefið 7 stoðsendingar. Þegar þetta er skrifað eru Bellingham og Kane helstu ástæður þess að Real og Bayern eru í toppsætunum heima fyrir. Bayer Leverkusen getur þó skemmt það með sigri á morgun, sunnudag, en líkt og Bayern á liðið enn eftir að tapa leik í þýsku úrvalsdeildinni. Fótbolti Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Síðan Bellingam færði sig frá Borussia Dortmund í Þýskalandi til spænska stórveldisins Real Madríd var planið eflaust að hann myndi taka vð keflinu hjá félagi sem hefur verið með eina bestu miðju Evrópu undanfarin ár. Að Bellingham myndi taka við keflinu strax í fyrsta leik var eitthvað sem færri reiknuðu með. Þrátt fyrir að spila 42 leiki á síðustu leiktíð fyrir Dortmund var gefið til kynna að hann ætti við eymsli í hné að stríða og það gæti áfram hrjáð hann. Ef svo er þá hefur það ekki sést til þessa þar sem Bellingham virðist fæddur til að spila í hvítri treyju Real Madríd. Segja má að vera hans á Spáni sé draumi líkust til þessa en hann hefur skorað hvert sigurmarkið á fætur öðru fyrir félagið. Í fyrstu fjórum deildarleikjum sínum þá skoraði hann fimm mörk: Skoraði annað markið í 2-0 sigri á Athletic Bilbao. Skoraði tvö og gaf eina stoðsendingu í 3-1 sigri á Almería. Skoraði sigurmark gegn Celta de Vigo á 81. mínútu. Skoraði einnig sigurmark gegn Getafe á 90. mínútu. Í Meistaradeildinni var það sama upp á teningnum: Skoraði eina markið í 1-0 sigri á Union Berlín. Markið skoraði hann á 94. mínútu. Skoraði eitt og lagði upp annað í 3-2 sigri á Napolí. Skoraði seinna markið í 2-1 sigri á Braga. JUDE BELLINGHAM AGAIN pic.twitter.com/yy59D29kyr— B/R Football (@brfootball) October 28, 2023 Í dag fóru Bellingham og félagar á Nývang í Katalóníu þar sem þeir mættu erkifjendum sínum í Barcelona. Eftir að İlkay Gündoğan kom Börsungum yfir snemma leiks var komið að Jude og hans hæfileikum. Á 68. mínútu jafnaði hann metin með ótrúlegu skoti lengst fyrir utan teig. Það var svo þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma sem hann fékk sendingu í gegnum vörn Barcelona frá Luka Modrić og tryggði Real í kjölfarið ótrúlegan 2-1 sigur. Til þessa hefur Jude Bellingham skorað 13 mörk og gefið 3 stoðsendingar í treyju Real Madríd. Harry Kane, samherji Bellingham í enska landsliðinu, færði sig einnig um set í sumar. Kane fór frá Tottenham Hotspur til Þýskalandsmeistara Bayern München. Hafandi spilað allan sinn feril á Englandi og orðinn þetta gamall - þrítugur - þá voru ekki öll seld á að Kane myndi raða inn mörkunum í Þýskalandi. Hann hefur hins vegar verið einn mesti markaskorari Evrópu undanfarin ár og það kom því ekki á óvart þegar hann fór að raða inn fyrir Bayern. Hversu mörg mörkin eru, hversu glæsileg þau eru og hversu margar stoðsendingar hann hefur gefið hefur hins vegar komið á óvart. GOAL | Bayern Munich 5-0 Darmstadt | Harry KaneHARRY KANE JUST SCORED THE GOAL OF THE YEAR!!!!pic.twitter.com/fj4pwDBSMk— Tekkers Foot (@tekkersfoot) October 28, 2023 Kane reimaði á sig markaskóna strax í fyrsta leik og hefur ekki farið úr þeim síðan. Sem stendur hefur hann spilað 13 leiki fyrir Bayern, skorað 14 mörk og gefið 7 stoðsendingar. Þegar þetta er skrifað eru Bellingham og Kane helstu ástæður þess að Real og Bayern eru í toppsætunum heima fyrir. Bayer Leverkusen getur þó skemmt það með sigri á morgun, sunnudag, en líkt og Bayern á liðið enn eftir að tapa leik í þýsku úrvalsdeildinni.
Fótbolti Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti