Hundruð réðust inn á flugvöll í Rússlandi í leit að Ísraelum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 29. október 2023 23:31 Hópur fólks hrópaði, kallaði og viðhafði andgyðingleg ummæli í garð farþeganna. AP/Twitter Hópur fólks í héraðinu Dagestan í Rússlandi réðst inn á flugvöll í leit að ísraelskum flóttamönnum. Flugvél frá Tel Aviv, höfuðborg Ísraels, lenti á flugvellinum í kvöld. Myndbönd sýna hundruð ungra karlmanna, sumir með fána Palestínu á lofti, ryðjast inn í byggingu Makhachkala flugvallarins. Þá hafa einnig borist fregnir af því að íbúar hafi leitað af ísraelskum getum á hótelum í dag, en Guardian greinir frá því að í héraðinu búi aðallega múslimar. BREAKING:A lynch mob has stormed the airport in Dagestan, Russia to look for Jewish passengers after finding out that a plane from Tel Aviv is about to land.They have also stopped police cars in front of the airport and are searching them for Jews.What’s Putin doing?🇷🇺🇮🇱 pic.twitter.com/LgaiXaiDqJ— Visegrád 24 (@visegrad24) October 29, 2023 Starfsmenn flugfélagsins sáust ýta farþegum aftur inn í flugvél og á flugstjórinn að hafa tilkynnt farþegum að æstur múgur væri fyrir utan vélina. Hann sagði möguleika á að ráðist yrði á farþegana. Talið er að óeirðirnar hafi verið skipulagðar á samfélagsmiðlum og náð hápunkti þegar tilkynnt var að flugvél væri að koma frá Tel Aviv með flóttamönnum frá Ísrael. Sumir óeirðaseggjanna héldu á skiltum sem á stóð: „Við erum á móti flóttamönnum sem eru gyðingar.“ Rússnesk yfirvöld greindu frá því í kvöld að tekist hafi að ná stjórn á ástandinu og að einhverjir hafi verið handteknir. Þá greina staðbundin stjórnvöld frá því að þau hafi þurft að flytja um 800 fjölskyldur gyðinga frá héraðinu Dagestan. Stjórnvöld í Ísrael fordæma athæfið og biðja rússnesk yfirvöld að vernda ísraelska ríkisborgara og gyðinga. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Rússland Ísrael Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Myndbönd sýna hundruð ungra karlmanna, sumir með fána Palestínu á lofti, ryðjast inn í byggingu Makhachkala flugvallarins. Þá hafa einnig borist fregnir af því að íbúar hafi leitað af ísraelskum getum á hótelum í dag, en Guardian greinir frá því að í héraðinu búi aðallega múslimar. BREAKING:A lynch mob has stormed the airport in Dagestan, Russia to look for Jewish passengers after finding out that a plane from Tel Aviv is about to land.They have also stopped police cars in front of the airport and are searching them for Jews.What’s Putin doing?🇷🇺🇮🇱 pic.twitter.com/LgaiXaiDqJ— Visegrád 24 (@visegrad24) October 29, 2023 Starfsmenn flugfélagsins sáust ýta farþegum aftur inn í flugvél og á flugstjórinn að hafa tilkynnt farþegum að æstur múgur væri fyrir utan vélina. Hann sagði möguleika á að ráðist yrði á farþegana. Talið er að óeirðirnar hafi verið skipulagðar á samfélagsmiðlum og náð hápunkti þegar tilkynnt var að flugvél væri að koma frá Tel Aviv með flóttamönnum frá Ísrael. Sumir óeirðaseggjanna héldu á skiltum sem á stóð: „Við erum á móti flóttamönnum sem eru gyðingar.“ Rússnesk yfirvöld greindu frá því í kvöld að tekist hafi að ná stjórn á ástandinu og að einhverjir hafi verið handteknir. Þá greina staðbundin stjórnvöld frá því að þau hafi þurft að flytja um 800 fjölskyldur gyðinga frá héraðinu Dagestan. Stjórnvöld í Ísrael fordæma athæfið og biðja rússnesk yfirvöld að vernda ísraelska ríkisborgara og gyðinga.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Rússland Ísrael Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira