Gerðu árásir á 600 skotmörk á síðustu 24 klukkustundum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. október 2023 06:48 Menn syrgja látið barn við líkhús í Khan Younis. AP/Fatima Shbair Ísraelsher segist hafa gert árásir á um 600 skotmörk á síðustu 24 klukkustundum, meðal annars í nágrenni við Al-Azhar háskólanum sem stendur nærri miðborg Gasa borgar. Að sögn talsmanna hersins voru vopnageymslur, felustaðir og fundarstaðir Hamas meðal skotmarka. Ísraelar virðast einnig hafa gert árásir á skotmörk í Sýrlandi og Líbanon um helgina auk þess sem fregnir hafa borist af tveimur aðgerðum í Jenin-flóttamannabúðunum á Vesturbakkanum. Tveir Palestínumenn eru sagðir hafa látist. Frásögnum af aðgerðunum ber ekki saman en samkvæmt palestínska ríkismiðlinum WAFA var um 100 brynvörðum farartækjum ekið inn í búðirnar. Þá segir Al Jazeera að Ísraelher hafi neytt fjölskyldur til að rýma fjölbýlishús í Jenin og tekið af rafmagnið. Vatnsskortur hefur neytt íbúa Gasa til að þvo föt sín og eldhústól í sjónum.AP/Mohammed Dahman Jerusalem Post segir að komið hafi til átaka á milli Ísraelshers og „palestínskra hryðjuverkamanna“ en herinn hefur ekki tjáð sig um aðgerðir á Vesturbakkanum. Reuters hefur eftir íbúum í norðurhluta Gasa að merkjanleg aukning hafi orðið á loftárásum og öðrum sprengingum í morgun. Árásirnar eru sagðar hafa hæft skotmörk nærri Shifa og Al-Quds sjúkrahúsunum. Þá segir að komið hafi til átaka milli hersveita Ísrael og palestínskra bardagamanna austur af borginni Khan Younis. Fregnirnar eru hafðar eftir palestínskum heimildum. Samkvæmt Reuters hafa hvorki Hamas né Ísraelsher tjáð sig um átökin. Þúsundir stuðningsmanna trúarlega stjórnmálaflokksins Jamat-e-Islami tóku þátt í mótmælum gegn aðgerðum Ísraelshers í Islamabad í Pakistan.AP/W.K. Yousafizai Sameinuðu þjóðirnar segja 33 flutningabifreiðum til viðbótar hafa verið hleypt inn á Gasa með hjálpargögn, þar á meðal mat- og hreinlætisvörur. Um fimmtán bifreiðar eru sagðar hafa flutt heilbrigðisgögn. Um 117 eða 118 flutningabifreiðar alls hafa farið yfir landamærin en þar af fluttu að minnsta kosti 70 heilbrigðisgögn og þrettán vatn og hreinlætisvörur. Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og Abdel Fattah al-Sisi, forseta Egyptalands, í gær. Er hann sagður hafa ítrekað þá afstöðu Bandaríkjanna að Ísraelar hefðu fullan rétt að verja sig en að það þyrfti að gera þannig að aðgerðir beindust ekki að almennum borgurum. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Palestína Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Að sögn talsmanna hersins voru vopnageymslur, felustaðir og fundarstaðir Hamas meðal skotmarka. Ísraelar virðast einnig hafa gert árásir á skotmörk í Sýrlandi og Líbanon um helgina auk þess sem fregnir hafa borist af tveimur aðgerðum í Jenin-flóttamannabúðunum á Vesturbakkanum. Tveir Palestínumenn eru sagðir hafa látist. Frásögnum af aðgerðunum ber ekki saman en samkvæmt palestínska ríkismiðlinum WAFA var um 100 brynvörðum farartækjum ekið inn í búðirnar. Þá segir Al Jazeera að Ísraelher hafi neytt fjölskyldur til að rýma fjölbýlishús í Jenin og tekið af rafmagnið. Vatnsskortur hefur neytt íbúa Gasa til að þvo föt sín og eldhústól í sjónum.AP/Mohammed Dahman Jerusalem Post segir að komið hafi til átaka á milli Ísraelshers og „palestínskra hryðjuverkamanna“ en herinn hefur ekki tjáð sig um aðgerðir á Vesturbakkanum. Reuters hefur eftir íbúum í norðurhluta Gasa að merkjanleg aukning hafi orðið á loftárásum og öðrum sprengingum í morgun. Árásirnar eru sagðar hafa hæft skotmörk nærri Shifa og Al-Quds sjúkrahúsunum. Þá segir að komið hafi til átaka milli hersveita Ísrael og palestínskra bardagamanna austur af borginni Khan Younis. Fregnirnar eru hafðar eftir palestínskum heimildum. Samkvæmt Reuters hafa hvorki Hamas né Ísraelsher tjáð sig um átökin. Þúsundir stuðningsmanna trúarlega stjórnmálaflokksins Jamat-e-Islami tóku þátt í mótmælum gegn aðgerðum Ísraelshers í Islamabad í Pakistan.AP/W.K. Yousafizai Sameinuðu þjóðirnar segja 33 flutningabifreiðum til viðbótar hafa verið hleypt inn á Gasa með hjálpargögn, þar á meðal mat- og hreinlætisvörur. Um fimmtán bifreiðar eru sagðar hafa flutt heilbrigðisgögn. Um 117 eða 118 flutningabifreiðar alls hafa farið yfir landamærin en þar af fluttu að minnsta kosti 70 heilbrigðisgögn og þrettán vatn og hreinlætisvörur. Joe Biden Bandaríkjaforseti ræddi við Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og Abdel Fattah al-Sisi, forseta Egyptalands, í gær. Er hann sagður hafa ítrekað þá afstöðu Bandaríkjanna að Ísraelar hefðu fullan rétt að verja sig en að það þyrfti að gera þannig að aðgerðir beindust ekki að almennum borgurum.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Hernaður Palestína Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira