Telja að dómarinn sé vanhæfur Árni Sæberg skrifar 30. október 2023 11:06 Karl Ingi Vilbergsson sækir málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Vísir/Vilhelm Sækjandi í hryðjuverkamálinu svokallaða fór fram á það á föstudag að Daði Kristjánsson, dómari í málinu, viki sæti í því. Verjandi annars sakborninga segir kröfuna fráleita. „Krafan er gerð á þeim grundvelli að dómarinn sé vanhæfur, að hann sé búinn að taka efnislega afstöðu til sakargifta. Það veldur auðvitað ekki vanhæfi að vísa málinu frá,“ segir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, í samtali við Vísi. Ríkisútvarpið greindi frá því í morgun að hann hefði farið fram á að dómari viki sæti vegna þess að í úrskurði hans um frávísun málsins, sem síðar var snúið við í Landsrétti, fælist efnisleg afstaða til sakargifta. Í úrskurði dómara sagði að ef ákæruvaldið gæti ekki orðað háttsemi sem ákært er vegna af með skýrari hætti út frá gögnum málsins hlyti að þurfa að koma til sjálfstæðs endurmats ákæruvaldsins á grundvelli málssóknarinnar. Fráleit krafa „Við teljum hana giska fráleita. Til þess að súmmera þetta upp þá teljum við að í þessum frávísunarúrskurði, þeim seinni, felist engin afstaða til efnis málsins. Það sem dómarinn segir, eftir að hafa tætt í sig formhlið málsins, hvort hún væri rétt upp byggð og svoleiðis, þá segir hann einfaldlega að ef ákæruvaldið treystir sér ekki til að gefa út ákæru sem haldi, þá ætti ákæruvaldið að endurskoða grundvöll málsins,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar, sem sætir ákæru fyrir skipulagningu hryðjuverka. Þá segir hann að krafa saksóknara sé til þess fallin að tefja málið enn frekar. Daði Kristjánsson, dómari málsins, tekur sjálfur ákvörðun um eigið hæfi í málinu og skilar úrskurði þess efnis, eftir að málflutningur fer fram um kröfuna. Sú ákvörðun verður svo kæranleg til Landsréttar. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Tengdar fréttir Hryðjuverkamálið aftur í hérað: „Eins og handrit að Groundhog Day tvö“ Landsréttur hefur fellt úr gildi ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá ákæru í hryðjuverkamálinu. Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson verjandi eins af tveimur sakborningum málsins í samtali við Vísi. 23. október 2023 17:18 Kæra frávísun hryðjuverkaákærunnar Héraðssaksóknari hefur kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Ákæru í málinu hefur í tvígang verið vísað frá vegna annmarka. 5. október 2023 21:17 Hryðjuverkaákærunni aftur vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi ákæru héraðssaksóknara á hendur tveimur karlmönnum fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilrauninni. Úrskurður var kveðinn upp á þriðja tímanum í dag. 2. október 2023 15:06 Segir fráleitt að ríkislögreglustjóri hafi reynt að hafa áhrif á dómara Í morgun steig fram Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgisson annars tveggja sakborninga í hinu svokallaða hryðjuverkamáli, og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sakar Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjón alþjóðasviðs, um að nota hættustig hryðjuverka til að þrýsta á dómara í málinu. Hann sagði brýnasta verkefnið að endurskoða frá grunni starfsemi ríkislögreglustjóra. 25. september 2023 14:40 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Spyr hvort stefnt sé að því að valdhafar séu dregnir undir húsvegg og skotnir Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Sjá meira
„Krafan er gerð á þeim grundvelli að dómarinn sé vanhæfur, að hann sé búinn að taka efnislega afstöðu til sakargifta. Það veldur auðvitað ekki vanhæfi að vísa málinu frá,“ segir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, í samtali við Vísi. Ríkisútvarpið greindi frá því í morgun að hann hefði farið fram á að dómari viki sæti vegna þess að í úrskurði hans um frávísun málsins, sem síðar var snúið við í Landsrétti, fælist efnisleg afstaða til sakargifta. Í úrskurði dómara sagði að ef ákæruvaldið gæti ekki orðað háttsemi sem ákært er vegna af með skýrari hætti út frá gögnum málsins hlyti að þurfa að koma til sjálfstæðs endurmats ákæruvaldsins á grundvelli málssóknarinnar. Fráleit krafa „Við teljum hana giska fráleita. Til þess að súmmera þetta upp þá teljum við að í þessum frávísunarúrskurði, þeim seinni, felist engin afstaða til efnis málsins. Það sem dómarinn segir, eftir að hafa tætt í sig formhlið málsins, hvort hún væri rétt upp byggð og svoleiðis, þá segir hann einfaldlega að ef ákæruvaldið treystir sér ekki til að gefa út ákæru sem haldi, þá ætti ákæruvaldið að endurskoða grundvöll málsins,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgissonar, sem sætir ákæru fyrir skipulagningu hryðjuverka. Þá segir hann að krafa saksóknara sé til þess fallin að tefja málið enn frekar. Daði Kristjánsson, dómari málsins, tekur sjálfur ákvörðun um eigið hæfi í málinu og skilar úrskurði þess efnis, eftir að málflutningur fer fram um kröfuna. Sú ákvörðun verður svo kæranleg til Landsréttar.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Dómsmál Tengdar fréttir Hryðjuverkamálið aftur í hérað: „Eins og handrit að Groundhog Day tvö“ Landsréttur hefur fellt úr gildi ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá ákæru í hryðjuverkamálinu. Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson verjandi eins af tveimur sakborningum málsins í samtali við Vísi. 23. október 2023 17:18 Kæra frávísun hryðjuverkaákærunnar Héraðssaksóknari hefur kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Ákæru í málinu hefur í tvígang verið vísað frá vegna annmarka. 5. október 2023 21:17 Hryðjuverkaákærunni aftur vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi ákæru héraðssaksóknara á hendur tveimur karlmönnum fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilrauninni. Úrskurður var kveðinn upp á þriðja tímanum í dag. 2. október 2023 15:06 Segir fráleitt að ríkislögreglustjóri hafi reynt að hafa áhrif á dómara Í morgun steig fram Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgisson annars tveggja sakborninga í hinu svokallaða hryðjuverkamáli, og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sakar Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjón alþjóðasviðs, um að nota hættustig hryðjuverka til að þrýsta á dómara í málinu. Hann sagði brýnasta verkefnið að endurskoða frá grunni starfsemi ríkislögreglustjóra. 25. september 2023 14:40 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Hlýnar um helgina Veður Fleiri fréttir Spyr hvort stefnt sé að því að valdhafar séu dregnir undir húsvegg og skotnir Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Kristrún ávarpar þingið óvænt Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Sjá meira
Hryðjuverkamálið aftur í hérað: „Eins og handrit að Groundhog Day tvö“ Landsréttur hefur fellt úr gildi ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá ákæru í hryðjuverkamálinu. Þetta staðfestir Sveinn Andri Sveinsson verjandi eins af tveimur sakborningum málsins í samtali við Vísi. 23. október 2023 17:18
Kæra frávísun hryðjuverkaákærunnar Héraðssaksóknari hefur kært frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Ákæru í málinu hefur í tvígang verið vísað frá vegna annmarka. 5. október 2023 21:17
Hryðjuverkaákærunni aftur vísað frá Héraðsdómur Reykjavíkur hefur vísað frá dómi ákæru héraðssaksóknara á hendur tveimur karlmönnum fyrir tilraun til hryðjuverka og hlutdeild í tilrauninni. Úrskurður var kveðinn upp á þriðja tímanum í dag. 2. október 2023 15:06
Segir fráleitt að ríkislögreglustjóri hafi reynt að hafa áhrif á dómara Í morgun steig fram Sveinn Andri Sveinsson, verjandi Sindra Snæs Birgisson annars tveggja sakborninga í hinu svokallaða hryðjuverkamáli, og sendi frá sér yfirlýsingu þar sem hann sakar Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjón alþjóðasviðs, um að nota hættustig hryðjuverka til að þrýsta á dómara í málinu. Hann sagði brýnasta verkefnið að endurskoða frá grunni starfsemi ríkislögreglustjóra. 25. september 2023 14:40