Aganefnd Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, dæmdi Rubiales í þetta 36 mánaða bann fyrir hegðun hans eftir úrslitaleik HM kvenna sem fór fram 20. ágúst síðastliðinn.
The FIFA Disciplinary Committee has banned Luis Rubiales, the former president of the Spanish Football Association, from all football-related activities at national and international levels for three years
— FIFA Media (@fifamedia) October 30, 2023
https://t.co/BtyFhH5Fmt pic.twitter.com/wROu12rJPm
Rubiales kyssti þá Jenni Hermoso, leikmann spænska liðsins, í verðlaunaafhendingunni en hún gaf ekki samþykki fyrir kossinum. Rubiales ásakaði hana hins vegar um að ljúga því en þetta var ekki eina dæmið um vafasama hegðun hans þetta kvöld.
Spænska ríkistjórnin, FIFA, Sameinuðu þjóðirnar og fjöldi leikmanna af báðum kynjum höfðu fordæmt framkomu hans og FIFA setti hann fyrst í tímabundið bann. Nú hefur lokadómurinn fallið.
Rubiales neitaði að segja af sér sem leiddi til þess að Hermoso og fleiri leikmenn hótuðu að hætta að gefa kost á sér í landsliðið.
Spænska landsliðið varð heimsmeistari en þetta leiðindamál með Rubiales stal þrumunni af þeim og hertók alla umfjöllun um mótið.
Rubiales var tilkynnt um niðurstöðuna í dag en hann getur enn áfrýjað dómnum.
BREAKING: Luis Rubiales has been banned from football for three years by FIFA. pic.twitter.com/7GQ9dD5hgU
— Sky Sports News (@SkySportsNews) October 30, 2023