Okkar tilvistarlegi heimavöllur Erna Mist skrifar 31. október 2023 11:31 Síminn er ekki lengur valkvæður fylgihlutur. Hann er orðinn fimmti útlimurinn; heili númer tvö staðsettur utan líkamans. Auk þess að vera okkar helsta samskiptatól er hann nauðsynlegur lykill að samfélaginu; tæki sem við notum til að rata, borga, fylgjast með þjóðfélagsumræðunni, aflæsa bílum og auðkenna okkur. Án hans er maður félagslega fatlaður, vitneskjulega takmarkaður, úr samhengi við samfélagið og menningarlega jaðarsettur. Okkar tilvistarlegi heimavöllur liggur nú á mörkum hins stafræna og veraldlega. En þó vitund okkar hafi vélvæðst að verulegu leyti hafa skjárinn og glugginn ekki runnið saman í eitt; munurinn á því að eiga sér félagslíf og vera á samfélagsmiðlum er sambærilegur muninum á því að njóta ásta og horfa á klám; munurinn á netspjalli og samræðum í hinum þrívíða heimi er sambærilegur muninum á því að spila tölvuleik og fara út á lífið. Milli sýndarveruleikans og veruleikans er ekki stigsmunur, heldur eðlismunur - svo hvað þýðir það þegar skjátíminn eykst jafnt og þétt á kostnað tímans sem við verjum í raunheimum? Í athyglishagkerfinu sem grundvallar samtímann hefur athyglin okkar að mestu leiti verið framseld til erlendra stórfyrirtækja, og vegna þess að stjórnvöld víðast hvar í heiminum óttast afleiðingar þess að ógna tæknirisunum er ekkert regluverk til staðar sem heldur þeim frá því að arðræna okkur því dýrmætasta sem við eigum. Óbeislaðir algóritmar herja á okkur úr öllum áttum og þynna okkur út í óvirka áhorfendur. Við eyðum tímanum í að skrolla okkur ofan í hyldýpi algóritmans, og í stað þess að tengjast fólkinu í kringum okkur eyðum við athyglinni í svarthvíta málefnaágreininga sem eru ekki málefnalegir ágreiningar heldur hreinræktaður smellibeitubisness. Þegar kemur að gervigreindinni erum við svo upptekin af því hvernig tölvur séu að verða meira eins og við að við gleymum að taka með í reikninginn hinn helminginn af jöfnunni - að við séum að verða meira eins og tölvur. Gervigreindin er gagnkvæmur samruni manns og tölvu, en við erum svo upptekin af sjálfvirknivæðingu atvinnugreina að við gleymum að spyrja hve stór hluti mannsheilans sé nú þegar orðinn að fyrirsjáanlegri vél. Manstu hvað þú vissir áður en leitarvélarnar tóku innsæi þitt úr sambandi? Manstu hvernig þér leið áður en þú gúglaðir það? Manstu hvað skipti þig máli áður en fyrirsagnirnar sögðu þér það? Því um leið og maður hættir að geta svarað þessum spurningum er tölvan farin að svara fyrir mann. Höfundur er listmálari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Mist Gervigreind Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Síminn er ekki lengur valkvæður fylgihlutur. Hann er orðinn fimmti útlimurinn; heili númer tvö staðsettur utan líkamans. Auk þess að vera okkar helsta samskiptatól er hann nauðsynlegur lykill að samfélaginu; tæki sem við notum til að rata, borga, fylgjast með þjóðfélagsumræðunni, aflæsa bílum og auðkenna okkur. Án hans er maður félagslega fatlaður, vitneskjulega takmarkaður, úr samhengi við samfélagið og menningarlega jaðarsettur. Okkar tilvistarlegi heimavöllur liggur nú á mörkum hins stafræna og veraldlega. En þó vitund okkar hafi vélvæðst að verulegu leyti hafa skjárinn og glugginn ekki runnið saman í eitt; munurinn á því að eiga sér félagslíf og vera á samfélagsmiðlum er sambærilegur muninum á því að njóta ásta og horfa á klám; munurinn á netspjalli og samræðum í hinum þrívíða heimi er sambærilegur muninum á því að spila tölvuleik og fara út á lífið. Milli sýndarveruleikans og veruleikans er ekki stigsmunur, heldur eðlismunur - svo hvað þýðir það þegar skjátíminn eykst jafnt og þétt á kostnað tímans sem við verjum í raunheimum? Í athyglishagkerfinu sem grundvallar samtímann hefur athyglin okkar að mestu leiti verið framseld til erlendra stórfyrirtækja, og vegna þess að stjórnvöld víðast hvar í heiminum óttast afleiðingar þess að ógna tæknirisunum er ekkert regluverk til staðar sem heldur þeim frá því að arðræna okkur því dýrmætasta sem við eigum. Óbeislaðir algóritmar herja á okkur úr öllum áttum og þynna okkur út í óvirka áhorfendur. Við eyðum tímanum í að skrolla okkur ofan í hyldýpi algóritmans, og í stað þess að tengjast fólkinu í kringum okkur eyðum við athyglinni í svarthvíta málefnaágreininga sem eru ekki málefnalegir ágreiningar heldur hreinræktaður smellibeitubisness. Þegar kemur að gervigreindinni erum við svo upptekin af því hvernig tölvur séu að verða meira eins og við að við gleymum að taka með í reikninginn hinn helminginn af jöfnunni - að við séum að verða meira eins og tölvur. Gervigreindin er gagnkvæmur samruni manns og tölvu, en við erum svo upptekin af sjálfvirknivæðingu atvinnugreina að við gleymum að spyrja hve stór hluti mannsheilans sé nú þegar orðinn að fyrirsjáanlegri vél. Manstu hvað þú vissir áður en leitarvélarnar tóku innsæi þitt úr sambandi? Manstu hvernig þér leið áður en þú gúglaðir það? Manstu hvað skipti þig máli áður en fyrirsagnirnar sögðu þér það? Því um leið og maður hættir að geta svarað þessum spurningum er tölvan farin að svara fyrir mann. Höfundur er listmálari.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun