Árásin á Jabalia-flóttamannabúðirnar vekur mikla reiði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. nóvember 2023 06:53 Lík liggja fyrir utan sjúkrahús í kjölfar árása Ísraelsmanna á Jabalia-flóttamannabúðirnar. AP/Fadi Majed Stjórnvöld í Egyptalandi, Pakistan og Sádi Arabíu eru meðal þeirra sem hafa fordæmt árásir Ísraela á Jabalia-flóttamannabúðirnar, fjölmennustu flóttamannabúðir Gasa. Tugir féllu í árásunum en Ísraelsmenn segja Ibrahim Biari, einn æðsta leiðtoga Hamas, hafa verið skotmarkið. Biari, sem er sagður hafa fallið í árásunum, er talinn hafa átt þátt í árásum Hamas á byggðir í Ísrael 7. október síðastliðinn. Í yfirlýsingum Pakistan og Sádi Arabíu er meðal annars talað um ómannúðlegar aðferðir og meinta stríðsglæpi Ísraelshers. Forsætisráðherra Pakistan sagði umheiminn þurfa að grípa til aðgerða. Egyptar vöruðu við afleiðingum handahófskenndra árása á almenna borgara en stjórnvöld þar í landi hafa ákveðið að taka við slösuðum frá Gasa. Fjöldi sjúkrabifreiða hefur sést við landamærastöðina í Rafah. Þá hefur verið greint frá því að heilbrigðisstarfsmenn muni fara yfir öll tilvik við landamærin og ákveða framhaldið, til að mynda á hvaða sjúkrahús viðkomandi verður sendur. Gert er ráð fyrir að tekið verði við um 80 manns til að byrja með, allra verstu tilfellunum. Stúlka liggur föst undir húsarústum í Nusseirat-flóttamannabúðunum. AP/Mohammed Dahman Yfirvöld í Bólivíu greindu frá því í gær að þau hefðu bundið enda á diplómatísk samskipti við Ísrael vegna aðgerða Ísraelsmanna á Gasa. Þá hafa Kólumbía og Chile kallað sendiherra sína í Mið-Austurlöndum heim til samráðs. Bandaríkjamenn segjast nálægt samkomulagi um flutning erlendra ríkisborgara burt frá Gasa, þar sem nú er síma- og netsambandslaust. Hamas-liðar greindu frá því í gær að þeir hyggðust sleppa einhverjum fjölda erlendra ríkisborgara sem þeir hafa í haldi á næstu dögum. Þjóðaröryggisráð Ísrael segir hins vegar langt í samkomulag um frelsun allra gíslanna. Bandaríkin og Ísrael eru sögð hafa rætt möguleikann á fjölþjóðlegu eftirliti á Gasa, ef Ísraelsher tekst að gera út um Hamas á svæðinu. Áætlunin er sögð myndu fela það í sér viðveru hermanna frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi. Þá hefur einnig verið rætt að Gasa yrði undir eftirliti og stjórn Sameinuðuð þjóðanna í einhvern tíma. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira
Tugir féllu í árásunum en Ísraelsmenn segja Ibrahim Biari, einn æðsta leiðtoga Hamas, hafa verið skotmarkið. Biari, sem er sagður hafa fallið í árásunum, er talinn hafa átt þátt í árásum Hamas á byggðir í Ísrael 7. október síðastliðinn. Í yfirlýsingum Pakistan og Sádi Arabíu er meðal annars talað um ómannúðlegar aðferðir og meinta stríðsglæpi Ísraelshers. Forsætisráðherra Pakistan sagði umheiminn þurfa að grípa til aðgerða. Egyptar vöruðu við afleiðingum handahófskenndra árása á almenna borgara en stjórnvöld þar í landi hafa ákveðið að taka við slösuðum frá Gasa. Fjöldi sjúkrabifreiða hefur sést við landamærastöðina í Rafah. Þá hefur verið greint frá því að heilbrigðisstarfsmenn muni fara yfir öll tilvik við landamærin og ákveða framhaldið, til að mynda á hvaða sjúkrahús viðkomandi verður sendur. Gert er ráð fyrir að tekið verði við um 80 manns til að byrja með, allra verstu tilfellunum. Stúlka liggur föst undir húsarústum í Nusseirat-flóttamannabúðunum. AP/Mohammed Dahman Yfirvöld í Bólivíu greindu frá því í gær að þau hefðu bundið enda á diplómatísk samskipti við Ísrael vegna aðgerða Ísraelsmanna á Gasa. Þá hafa Kólumbía og Chile kallað sendiherra sína í Mið-Austurlöndum heim til samráðs. Bandaríkjamenn segjast nálægt samkomulagi um flutning erlendra ríkisborgara burt frá Gasa, þar sem nú er síma- og netsambandslaust. Hamas-liðar greindu frá því í gær að þeir hyggðust sleppa einhverjum fjölda erlendra ríkisborgara sem þeir hafa í haldi á næstu dögum. Þjóðaröryggisráð Ísrael segir hins vegar langt í samkomulag um frelsun allra gíslanna. Bandaríkin og Ísrael eru sögð hafa rætt möguleikann á fjölþjóðlegu eftirliti á Gasa, ef Ísraelsher tekst að gera út um Hamas á svæðinu. Áætlunin er sögð myndu fela það í sér viðveru hermanna frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi. Þá hefur einnig verið rætt að Gasa yrði undir eftirliti og stjórn Sameinuðuð þjóðanna í einhvern tíma.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Sjá meira