Stækt Gyðingahatur í nafni mannréttinda Finnur Th. Eiríksson skrifar 1. nóvember 2023 08:31 Um daginn fór ég í viðtal hjá ríkismiðlinum. Þar sagði ég meðal annars að „fjölmargir eigi erfitt með að aðgreina ísraelsk stjórnvöld frá Gyðingum“. Ég reyndist sannarlega forspár. Í gær var mér bent á nýlegan pistil Sigurðar Skúlasonar, leikara. Þar segir hann: „Gyðingar sem áttu alla okkar samúð og samkennd í Helförinni hafa nú tekið að sér hlutverk böðulsins.“ Það skiptir engu máli hvort samúð manns liggur hjá Palestínumönnum eða Ísraelum í þessu máli. Þetta er Gyðingahatur. Það að nota sársaukafyllsta viðburð í sögu Gyðinga til að núa þeim honum um nasir er Gyðingahatur. Það að alhæfa á neikvæðan hátt um Gyðinga sem heild er Gyðingahatur. Sigurður Skúlason er maður sem notar samkennd með Palestínumönnum sem skjól fyrir hatri sínu. En er Sigurður Skúlason einn um þessa afstöðu? Greinilega ekki, því um fimm þúsund manns hafa líkað við færslu hans. Ég tók ekki nógu sterkt til orða þegar ég sagði að fjölmargir ættu erfitt með að greina ísraelsk stjórnvöld frá Gyðingum. Fjölmargir eru hreinlega ófærir um það. Samþykki fimm þúsund Íslendinga við slíkum viðbjóði hefur því miður ekki átt sér stað í tómarúmi. Íslenskir fjölmiðlar geta ekki skorast undan ábyrgð í þessu máli. Frá upphafi stríðsins þann 7. október hafa þeir gert fátt annað gert en að lepja upp blygðunarlausan áróður Hamassamtakanna. Til dæmis hafa íslenskir fjölmiðlar flutt fréttir af því að Ísrael hafi skotið flugskeyti á spítala, en óyggjandi sönnunargögn eru fyrir því að hryðjuverkasamtök á Gazasvæðinu hafi skotið flugskeytinu. Yfir fimm hundruð gölluð flugskeyti hryðjuverkasamtaka hafa lent á Gazasvæðinu undanfarnar vikur og gætu hæglega hafa borið ábyrgð á meirihluta þeirra dauðsfalla sem hafa orðið í stríðinu. Kjarni málsins er sá að íslenskir fjölmiðlar hafa í raun ekki hundsvit á því sem er að gerast í þessum heimshluta. Þessum pistli fylgir því ákall til þeirra um að hætta að fjalla um þetta mál á þennan hlutdræga og æsifréttalega hátt. Það má færa rök fyrir því að þeir hafi hreinlega framleitt Gyðingahatur með umfjöllun sinni. Að lokum langar mig að undirstrika að Gyðingar hafa innbyrðis ólíkar skoðanir á þessu stríði, líkt og öllu öðru. Það er því algjörlega óboðlegt að minnihlutahópur á Íslandi sé djöfulgerður á þennan hátt á opinberum vettvangi. Höfundur er meðlimur Menningarfélags Gyðinga og stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Um daginn fór ég í viðtal hjá ríkismiðlinum. Þar sagði ég meðal annars að „fjölmargir eigi erfitt með að aðgreina ísraelsk stjórnvöld frá Gyðingum“. Ég reyndist sannarlega forspár. Í gær var mér bent á nýlegan pistil Sigurðar Skúlasonar, leikara. Þar segir hann: „Gyðingar sem áttu alla okkar samúð og samkennd í Helförinni hafa nú tekið að sér hlutverk böðulsins.“ Það skiptir engu máli hvort samúð manns liggur hjá Palestínumönnum eða Ísraelum í þessu máli. Þetta er Gyðingahatur. Það að nota sársaukafyllsta viðburð í sögu Gyðinga til að núa þeim honum um nasir er Gyðingahatur. Það að alhæfa á neikvæðan hátt um Gyðinga sem heild er Gyðingahatur. Sigurður Skúlason er maður sem notar samkennd með Palestínumönnum sem skjól fyrir hatri sínu. En er Sigurður Skúlason einn um þessa afstöðu? Greinilega ekki, því um fimm þúsund manns hafa líkað við færslu hans. Ég tók ekki nógu sterkt til orða þegar ég sagði að fjölmargir ættu erfitt með að greina ísraelsk stjórnvöld frá Gyðingum. Fjölmargir eru hreinlega ófærir um það. Samþykki fimm þúsund Íslendinga við slíkum viðbjóði hefur því miður ekki átt sér stað í tómarúmi. Íslenskir fjölmiðlar geta ekki skorast undan ábyrgð í þessu máli. Frá upphafi stríðsins þann 7. október hafa þeir gert fátt annað gert en að lepja upp blygðunarlausan áróður Hamassamtakanna. Til dæmis hafa íslenskir fjölmiðlar flutt fréttir af því að Ísrael hafi skotið flugskeyti á spítala, en óyggjandi sönnunargögn eru fyrir því að hryðjuverkasamtök á Gazasvæðinu hafi skotið flugskeytinu. Yfir fimm hundruð gölluð flugskeyti hryðjuverkasamtaka hafa lent á Gazasvæðinu undanfarnar vikur og gætu hæglega hafa borið ábyrgð á meirihluta þeirra dauðsfalla sem hafa orðið í stríðinu. Kjarni málsins er sá að íslenskir fjölmiðlar hafa í raun ekki hundsvit á því sem er að gerast í þessum heimshluta. Þessum pistli fylgir því ákall til þeirra um að hætta að fjalla um þetta mál á þennan hlutdræga og æsifréttalega hátt. Það má færa rök fyrir því að þeir hafi hreinlega framleitt Gyðingahatur með umfjöllun sinni. Að lokum langar mig að undirstrika að Gyðingar hafa innbyrðis ólíkar skoðanir á þessu stríði, líkt og öllu öðru. Það er því algjörlega óboðlegt að minnihlutahópur á Íslandi sé djöfulgerður á þennan hátt á opinberum vettvangi. Höfundur er meðlimur Menningarfélags Gyðinga og stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun