Hafði ekki skorað í ár en gerði svo þrennu: „Þetta eru tómatsósuáhrifin“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. nóvember 2023 09:01 Ísak Bergmann Jóhannesson var hetja Düsseldorf í bikarleiknum gegn Unterhaching. getty/Matthias Balk Ísak Bergmann Jóhannesson segir að leikur Fortuna Düsseldorf gegn Unterhaching í þýsku bikarkeppninni í fyrradag sé einn af hans eftirminnilegustu á ferlinum. Skagamaðurinn skoraði sína fyrstu þrennu á ferlinum í leiknum og lagði auk þess upp eitt mark. Dusseldorf, sem er í 2. sæti þýsku B-deildarinnar, lenti 0-2 undir gegn Unterhaching sem er í 10. sæti C-deildarinnar. En þá tók Ísak til sinna ráða. Hann kom inn á sem varamaður í hálfleik og á 65. mínútu lagði hann upp mark fyrir Felix Klaus. Mínútu seinna snerist dæmið við og Klaus lagði upp mark fyrir Ísak. Unterhaching náði forystunni á ný á 71. mínútu en sjö mínútum síðar jafnaði Ísak aftur. Staðan eftir venjulegan leiktíma var jöfn, 3-3, og því þurfti að framlengja. Í framlengingunni voru gestirnir frá Düsseldorf sterkari aðilinn. Ísak skoraði fjórða mark liðsins og þriðja mark sitt í upphafi seinni hálfleiks framlengingarinnar og Christos Tzolis og Dennis Jastrzembski bættu svo við mörkum áður en yfir lauk. Lokatölur 3-6, Düsseldorf í vil. Undirbúningur Ísaks fyrir þennan ótrúlega leik var ekki ákjósanlegur. „Ég lenti í veikindum í vikunni og það var skynsamlegast að byrja með mig á bekknum,“ sagði Skagamaðurinn í samtali við Vísi í gær. „Mér datt ekki í hug að ég myndi skora fyrstu þrennuna mína og leggja upp mark til viðbótar. Þetta var mjög eftirminnilegt kvöld.“ Hafði ekki skorað í ár Ísak var búinn að bíða lengi eftir marki og þegar það kom loksins fylgdu tvö í kjölfarið. „Ég hef ekki skorað þrennu áður. Ég hafði bara gefið tvær stoðsendingar og skorað eitt mark. Ég spilaði minna með FC Kaupmannahöfn fyrri part ársins þannig að ég hafði ekki skorað í keppnisleik á þessu ári. Þetta eru tómatsósuáhrifin; það kom allt í einni bunu. Þetta var áhugavert. Að hafa ekki skorað á árinu en gera svo þrennu í einum leik var mjög skemmtilegt,“ sagði Ísak. Ísak fagnar eftir að hafa jafnað í 3-3 gegn Unterhaching.getty/Matthias Balk Hann setur leikinn hiklaust ofarlega á lista yfir þá eftirminnilegustu á ferlinum. „Leikirnir þegar maður vinnur titla eru eftirminnilegir og liðið skiptir alltaf mestu máli. Ég hef alltaf verið meira fyrir að leggja upp en að skora þrennu er eitthvað sem maður gerir ekki á hverjum degi,“ sagði Ísak sem var fljótur að næla sér í minjagrip um leikinn. „Ég rændi boltanum því maður þarf að muna eftir þessu. Ég er ekki þekktur fyrir að skora, frekar fyrir að leggja upp. Þetta var mjög eftirminnilegur dagur og ég mun seint gleyma honum,“ sagði Ísak. Þýski boltinn Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord Sjá meira
Dusseldorf, sem er í 2. sæti þýsku B-deildarinnar, lenti 0-2 undir gegn Unterhaching sem er í 10. sæti C-deildarinnar. En þá tók Ísak til sinna ráða. Hann kom inn á sem varamaður í hálfleik og á 65. mínútu lagði hann upp mark fyrir Felix Klaus. Mínútu seinna snerist dæmið við og Klaus lagði upp mark fyrir Ísak. Unterhaching náði forystunni á ný á 71. mínútu en sjö mínútum síðar jafnaði Ísak aftur. Staðan eftir venjulegan leiktíma var jöfn, 3-3, og því þurfti að framlengja. Í framlengingunni voru gestirnir frá Düsseldorf sterkari aðilinn. Ísak skoraði fjórða mark liðsins og þriðja mark sitt í upphafi seinni hálfleiks framlengingarinnar og Christos Tzolis og Dennis Jastrzembski bættu svo við mörkum áður en yfir lauk. Lokatölur 3-6, Düsseldorf í vil. Undirbúningur Ísaks fyrir þennan ótrúlega leik var ekki ákjósanlegur. „Ég lenti í veikindum í vikunni og það var skynsamlegast að byrja með mig á bekknum,“ sagði Skagamaðurinn í samtali við Vísi í gær. „Mér datt ekki í hug að ég myndi skora fyrstu þrennuna mína og leggja upp mark til viðbótar. Þetta var mjög eftirminnilegt kvöld.“ Hafði ekki skorað í ár Ísak var búinn að bíða lengi eftir marki og þegar það kom loksins fylgdu tvö í kjölfarið. „Ég hef ekki skorað þrennu áður. Ég hafði bara gefið tvær stoðsendingar og skorað eitt mark. Ég spilaði minna með FC Kaupmannahöfn fyrri part ársins þannig að ég hafði ekki skorað í keppnisleik á þessu ári. Þetta eru tómatsósuáhrifin; það kom allt í einni bunu. Þetta var áhugavert. Að hafa ekki skorað á árinu en gera svo þrennu í einum leik var mjög skemmtilegt,“ sagði Ísak. Ísak fagnar eftir að hafa jafnað í 3-3 gegn Unterhaching.getty/Matthias Balk Hann setur leikinn hiklaust ofarlega á lista yfir þá eftirminnilegustu á ferlinum. „Leikirnir þegar maður vinnur titla eru eftirminnilegir og liðið skiptir alltaf mestu máli. Ég hef alltaf verið meira fyrir að leggja upp en að skora þrennu er eitthvað sem maður gerir ekki á hverjum degi,“ sagði Ísak sem var fljótur að næla sér í minjagrip um leikinn. „Ég rændi boltanum því maður þarf að muna eftir þessu. Ég er ekki þekktur fyrir að skora, frekar fyrir að leggja upp. Þetta var mjög eftirminnilegur dagur og ég mun seint gleyma honum,“ sagði Ísak.
Þýski boltinn Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Ég tek þetta bara á mig“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord Sjá meira