Viðskipti innlent

Guðni Rafn er nýr fram­kvæmda­stjóri Gallup

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Guðni Rafn Gunnarsson, nýr framkvæmdastjóri Gallup.
Guðni Rafn Gunnarsson, nýr framkvæmdastjóri Gallup.

Guðni Rafn Gunnars­son hefur verið ráðinn nýr fram­kvæmda­stjóri Gallup á Ís­landi en hann var ráðinn úr hópi fjölda um­sækj­enda. Þetta kemur fram í til­kynningu.

Guðni Rafn er við­skipta­fræðingur frá Há­skóla Ís­lands og hefur starfað um ára­bil hjá Gallup, síðast sem sviðs­stjóri yfir fjöl­miðla­rann­sóknum og markaðs­greiningu. Hann hefur haldið utan um sam­skipti við er­lenda sam­starfs­aðila og einnig starfað sem við­skipta- og verk­efna­stjóri á ýmsum sviðum Gallup.

Guðni sat í fram­kvæmda­stjórn Já hf. frá árinu 2015 og hefur einnig setið í stjórn Fé­lags við­skipta­fræðinga og hag­fræðinga. Segir í tilkynningunni að Gallup hafi ný­lega verið keypt af fé­laginu Hamars­hyl ehf.  Nýir eig­endur vilji efla fyrir­tækið sem sjálf­stætt rann­sókna­fyrir­tæki sem sér al­menningi, stofnunum og fyrir­tækjum fyrir á­reiðan­legum og traustum upp­lýsingum um stöðu og þróun ís­lensks sam­fé­lags.

„Ég er spenntur að taka við nýju hlut­verki hjá Gallup og að leiða hóp sér­fræðinga í rann­sóknum. Hlut­verk Gallup er að rann­saka hegðun og við­horf með það að leiðar­ljósi að hjálpa fyrir­tækjum að taka réttar á­kvarðanir,“ segir Guðni Rafn.

„Það eru á­huga­verðir tímar fram­undan í rann­sókna­geiranum, og tæki­færi sömu­leiðis. Ég veit að innan Gallup á Ís­landi er að finna þá reynslu og þekkingu sem þarf til að grípa þessi tæki­færi og efla fyrir­tækið enn frekar.“

Huginn Freyr Þor­steins­son, stjórnar­for­maður Gallup, segir fyrir­tækið fram­úr­skarandi á sínu sviði. Það hafi á undan­förnum ára­tugum verið leiðandi í því að safna gögnum um þróun sam­fé­lagsins og miðla þeim með að­gengi­legum hætti.

„Fáir þekkja starf­semi Gallup á Ís­landi og starfs­um­hverfi fyrir­tækisins betur en Guðni og í sam­tölum við hann í þessu ferli höfum við séð að hann deilir okkar sýn á það hvernig hægt er að styrkja og efla starf­semi Gallup enn frekar. Það er því mikill á­vinningur fyrir okkur að fá Guðna í þetta starf.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×