- Vogin er frá 23. september til 23. október.
Sumir segja að þeir séu á krossgötum þegar að þetta gerist, en sjáðu, krossgötur gefa einmitt fleiri möguleika en einn. Veldu þá leið sem þú vilt fara, þá lægja lífsins stormar í kringum þig.
Ekki sjá eftir neinu eða neinum því allt er eins og það á að vera. Þér finnst þú ekki koma öllum þínum hugmyndum á framfæri, því núna er ekki alveg rétti tíminn til þess að framkvæma margt í einu.
Svo kláraðu bara eitt verkefni í einu, dæmdu þig alls ekki fyrir það að þú ættir að gera meira því enginn er að spá í þínum farvegi nema þú sjálfur. Svo haltu í hendina á sjálfum þér og stormaðu áfram.
Það er töluvert slúður og flest tengt lygi í kringum þig en treystu fyrst og fremst eðlisávísun þinni og hjarta þínu og láttu ekki fólk sem er útsmogið eða vitleysu hafa áhrif á þitt fjölbreytta hjarta.
Tuttugasta og áttunda október var tunglmyrkvi og þetta er tungl nautsmerkisins. Á þeim tíma gæti orðið tilfinningaóeirð eða tengingar við of miklar tilfinningar því fallegi Venus tengist þessu tungli.
Svo vertu viss um hvar tilfinningarnar þínar liggja, því breytingar í ástinni geta átt eftir að ógna lífsmynstrinu þínu. Ferskur og sterkur kraftur byrjar svo sannarlega tuttugasta og þriðja nóvember og upp frá því hefur enginn stjórn á tilfinningum né ákvörðunum nema þú hin mikla og merkilega vog.
„Pick your battles,“ veldu það sem er verðugt að berjast fyrir. Slepptu öðru alfarið úr huga þínum. Þér er boðið í ævintýralegt ferðalag, hvort sem það er stutt eða langt, núna eða á næsta leiti, og þar gerast merkilegir hlutir.
Á meðan á þessu ferðalagi stendur þá er eins og þú fáir opinberun og veist alveg með sanni hvað er rétt og hvað er rangt. Útkoman hjá þér er SIGUR.
Kossar g knús
Sigga Kling

- Will Smith, leikari, 25. september
- Avril Lavigne, söngkona, 27. september
- Friðrik Ómar, söngvari, 4. október
- Lilja Dögg Afreðsdóttir, stjórnmálakona, 4. október
- Friðrik Dór Jónsson, söngvari, 7. október
- John Lennon, söngvari 9.október
- Zac Efron, leikari, 18. október
- Snoop Dog, rappari, 20 október
- Kim Kardashian, raunveruleikastjarna, 21. október