- Fiskarnir eru frá 19. febrúar til 20. mars.
Þú verður í kringum svo áhrifamikið fólk, sem annað hvort hefur mikil völd eða hefur gífurleg áhrif. Þá kemur kameljónið sterkt fram hjá þér elsku hjarta, og þú setur þig í alla þá liti sem þú þarfnast til þess að spila með.
Það eru svo margir sem þurfa á þér að halda af því að þú ert svo hressandi. Það sést aldrei á þér að þér finnist lífsgangan erfið á köflum og eftir því sem þú ferð í fleiri dimma dali þá verðurðu bara sterkari og máttugri eftir það.
Það eru svo fallegar tengingar í kringum þig og þó þú hafir einhvern tíma verið svikinn eða lent illa í því, haltu þá samt áfram að treysta - því það mun bara efla gæfu þína.
Ef þú ert á lausu og hefur áhuga á ástarvímunni, þá get ég sagt þér það að þú ert í veiðihug. Það eru fleiri en einn möguleiki í boði og veldu þér þann sem þér þykir þægilegur.
Ekki opna fyrir ástinni ef að þú botnar ekki eða skilur ekki hvert hún er að fara, því að það er eins og þú vitir meira en aðrir og finnir á andartaki út hver manneskjan er.
Ef þér líður vel í návist manneskjunnar, þá er það sanna ástin sem gerir það að verkum og líka vináttan, því hún skiptir svo afskaplega miklu máli á þessari jörð.
Þér finnst þú alltaf þurfa að vera á tánum, það gæti valdið þér smávegis stressi, en margborgar sig samt. Spáðu meira í draumunum sem þér eru sendir, því þar finnur þú mörg svör.
Kossar og knús
Sigga Kling

- Jon Bon Jovi, söngvari 2. mars
- Rebel Wilson, leikkona 2. mars
- James Arthur, söngvari 2.mars
- Daniel Craig, leikkari, 2. mars
- Jessica Biel, leikkona, 3. mars
- Ronan Keating, söngvari, 3.mars
- Robert Kardashian, raunveruleikaþáttastjarna, 17. mars
- Adam Levine, söngvari, 18.mars
- Queen Latifah, söngkona, 18. mars
- Vanessa Williams, leikkona, 18. mars
- Grover Cleveland, fyrrum forseti Bandaríkjanna, 18. mars