Fótbolti

Reyndu að spila kvenna­lands­leik í einum stórum polli

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Írinn Tyler Toland reynir hér að sparka í boltann á blautum vellinum.
Írinn Tyler Toland reynir hér að sparka í boltann á blautum vellinum. Getty/Stephen McCarthy

Leikur Albaníu og Írlands í Þjóðadeild kvenna fór fram við hræðilegar aðstæður á Loro Borici leikvanginum í Shkodër í Albaníu.

Það rigndi rosalega í Albaníu þetta kvöld og völlurinn var því orðinn að einum stórum polli.

Það þarf ekki að koma mikið á óvart að ekkert mark var skorað í fyrri hálfleiknum en aðstæðurnar má sjá hér fyrir neðan.

Dómarinn, sem var Araksya Saribekyan frá Armeníu, ákvað að gera hlé á leiknum í hálfleik en hálfleikurinn endaði á því að standa yfir í einn og hálfan klukkutíma á meðan reynt var að losa vatnið af vellinum. 

Það í raun fáránlegt að hún hafi byrjað leikinn við þessar aðstæður en aðstæðurnar voru mun betri þegar leikurinn hófst á nýjan leik.

Írar unnu leikinn á endanum 1-0 en sigurmarkið og eina mark leiksins skoraði Denise O'Sullivan á 88. mínútu.

Írska liðið tryggði sér þar með sigur í riðlinum og sæti í A-deildinni en liðið hefur unnið fjóra fyrstu leiki sína með markatölunni 13-1. Albönsku stelpurnar hafa aftur á móti náð aðeins í eitt stig af tólf mögulegum og sitja í neðsta sæti riðilsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×