„Þetta er ein af þessum stóru ákvörðunum sem við tókum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2023 16:01 Arnar Pétursson stýrir hér leik með íslenska kvennalandsliðinu í handbolta. Vísir/Hulda Margrét Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, tilkynnti í gær hópinn sem tekur þátt á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Danmörku, Noregi og Svíþjóð í nóvember og desember. Íslenska liðið tekur þátt í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn í tólf ár (Brasilía 2011) en liðið tók síðast þátt á stórmóti á EM í Serbíu 2012. Íslensku stelpurnar spila í D-riðli með Frakklandi, Slóveníu og Angóla. Þrjú efstu liðin komast áfram í milliriðil. Arnar valdi átján leikmenn í lokahóp sinn. Stefán Árni Pálsson fjallaði um liðsvalið í kvöldfréttum Stöðvar tvö og spurði Arnar út í þá ákvörðun sína að velja bara tvo markmenn í hópinn, þær Elínu Jónu Þorsteinsdóttur og Hafdísi Renötudóttur. Oftast eru þrír markmenn valdir í landsliðshópa á stórmótum. „Þetta er ein af þessum stóru ákvörðunum sem við tókum. Við lítum á það þannig að það er stutt yfir til Noregs því við erum sem betur fer ekki að fara langt að þessu sinni. Við getum því brugðist við með mjög skömmum fyrirvara ef eitthvað kemur upp á,“ sagði Arnar Pétursson. „Ég er búinn að ræða það við Söru Sif (Helgadóttur) að vera til taks hérna heima ef eitthvað kemur upp á. Hún kemur þá bara yfir mjög auðveldlega ef á þarf að halda,“ sagði Arnar. Íslenska liðið tekur þátt í æfingamóti í Noregi fyrir mótið og mætir þar meðal annars Angóla sem er með Íslandi í riðli. Arnar segist ekki hafa áhyggjur af því að sýna öll spilin gegn Angóla á því móti. „Við fengum boð í þetta mót og þær eru þarna. Í staðinn fyrir að fara í tvo æfingarleiki við Noreg-b þá tókum við þess ákvörðun þó að Angóla sé þarna. Ég held að við höfum bara mjög gott af því að fá alla þessa alvöru leiki sem við erum að fara út í og það sé gott skref á þeirri vegferð sem við erum á,“ sagði Arnar. Arnar hlýtur samt ætla að passa sig á því að sýna Angólabúum ekki alla ásana í undirbúningsleiknum. „Við erum alveg búin að hugsa það hvernig við mætum þeim. Ég lít frekar á það þannig að við séum að fara inn í þetta mót og þessa undirbúningsleiki til að prufa og spila okkar leik eins vel og við getum,“ sagði Arnar. En á íslenska liðið möguleika á því að komast upp úr þessum riðli? „Auðvitað er alltaf möguleiki en til þess þurfum við að ná góðum úrslitum á móti Frökkum, Slóvenum eða Angóla. Fyrir fram eru þessar þjóðir töluvert sterkari en við,“ sagði Arnar en það má sjá fréttina hér fyrir ofan. HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Fleiri fréttir „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Sjá meira
Íslenska liðið tekur þátt í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í fyrsta sinn í tólf ár (Brasilía 2011) en liðið tók síðast þátt á stórmóti á EM í Serbíu 2012. Íslensku stelpurnar spila í D-riðli með Frakklandi, Slóveníu og Angóla. Þrjú efstu liðin komast áfram í milliriðil. Arnar valdi átján leikmenn í lokahóp sinn. Stefán Árni Pálsson fjallaði um liðsvalið í kvöldfréttum Stöðvar tvö og spurði Arnar út í þá ákvörðun sína að velja bara tvo markmenn í hópinn, þær Elínu Jónu Þorsteinsdóttur og Hafdísi Renötudóttur. Oftast eru þrír markmenn valdir í landsliðshópa á stórmótum. „Þetta er ein af þessum stóru ákvörðunum sem við tókum. Við lítum á það þannig að það er stutt yfir til Noregs því við erum sem betur fer ekki að fara langt að þessu sinni. Við getum því brugðist við með mjög skömmum fyrirvara ef eitthvað kemur upp á,“ sagði Arnar Pétursson. „Ég er búinn að ræða það við Söru Sif (Helgadóttur) að vera til taks hérna heima ef eitthvað kemur upp á. Hún kemur þá bara yfir mjög auðveldlega ef á þarf að halda,“ sagði Arnar. Íslenska liðið tekur þátt í æfingamóti í Noregi fyrir mótið og mætir þar meðal annars Angóla sem er með Íslandi í riðli. Arnar segist ekki hafa áhyggjur af því að sýna öll spilin gegn Angóla á því móti. „Við fengum boð í þetta mót og þær eru þarna. Í staðinn fyrir að fara í tvo æfingarleiki við Noreg-b þá tókum við þess ákvörðun þó að Angóla sé þarna. Ég held að við höfum bara mjög gott af því að fá alla þessa alvöru leiki sem við erum að fara út í og það sé gott skref á þeirri vegferð sem við erum á,“ sagði Arnar. Arnar hlýtur samt ætla að passa sig á því að sýna Angólabúum ekki alla ásana í undirbúningsleiknum. „Við erum alveg búin að hugsa það hvernig við mætum þeim. Ég lít frekar á það þannig að við séum að fara inn í þetta mót og þessa undirbúningsleiki til að prufa og spila okkar leik eins vel og við getum,“ sagði Arnar. En á íslenska liðið möguleika á því að komast upp úr þessum riðli? „Auðvitað er alltaf möguleiki en til þess þurfum við að ná góðum úrslitum á móti Frökkum, Slóvenum eða Angóla. Fyrir fram eru þessar þjóðir töluvert sterkari en við,“ sagði Arnar en það má sjá fréttina hér fyrir ofan.
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Handbolti Lærisveinar Alfreðs að stinga af Handbolti Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ Körfubolti Aþena fann smugu á reglunum og mætti aftur á KKÍ þingið Körfubolti Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Svona var þing KKÍ Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Handbolti „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Handbolti Fleiri fréttir „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum „Frábært að fá fleiri gaura inn í systemið“ „Finnst við hafa sýnt hversu góðir við erum“ Hálfleiksræða Dags kveikti á króatíska liðinu Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Sjá meira