Þórdís Kolbrún þarf að útskýra laun 200 forstöðumanna ríkisins Jakob Bjarnar skrifar 2. nóvember 2023 12:03 Elfa Ýr, forstöðumaður Fjölmiðlanefndar, hafði sigur í héraðsdómi. Hún á rétt á rökstuðningi fyrir því hvernig kjör hennar eru ákvörðuð og skriflegum gögnum þar að lútandi. vísir/vilhelm Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar, vann mál gegn ríkinu; Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð fjármála- og efnahagsráðherra þarf að útskýra skriflega hvernig launakjör Elfu Ýrar og annarra forstöðumanna eru ákvörðuð. Björn Jóhannesson varði ríkið í málinu, Kristín Edwald flutti málið fyrir Elfu Ýr en Helgi Sigurðsson kvað upp dóminn sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann er í stuttu máli á þá leið að Elfa Ýr hafði sigur. „Ég held að ástæða sé til að óska öllum forstöðumönnum ríkisins til hamingju,“ segir Elfa Ýr í samtali við fréttastofu. Um prófmál var að ræða og fellur því málskostnaður á ríkið. Elfa Ýr gerði jafnframt kröfu um miskabætur sem nemur einni og hálfri milljón auk dráttarvaxta en þeirri kröfu var hafnað. Tæplega 200 forstöðumenn sem nú geta krafist gagna Elfa Ýr vildi að viðurkenndur yrði réttur hennar til rökstuðnings fjármála- og efnahagsráðherra fyrir ákvörðun ráðherra um starfskjör hennar sem birt voru 4. september 2019. Jafnframt krafðist hún aðgangs að skriflegum gögnum sem snúa að ákvörðuninni. Elfa Ýr er framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, sem er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem starfar samkvæmt lögum um fjölmiðla. Og sem slík annast hún eftirlit með lögum um fjölmiðla. Hún er þannig forstöðumaður í skilningi laga. Þórdís Kolbrún þarf að bretta upp ermar því um 200 forstöðumenn ríkisstofnana gætu verið á leiðinni með erindi sem snýr að fyrirspurn um hvernig kjör þeirra eru ákvörðuð.vísir/vilhelm Helgi dómari kvað upp þann úrskurð að réttur Elfu Ýrar til rökstuðnings væri gildur og jafnframt aðgangur hennar til aðgangs að skriflegum gögnum er ákvörðunina varðar. Elfa Ýr segir að þó hún hafi tekið þetta á sig þá varði þetta alla forstöðumenn ríkisins, sem eru tæplega 200 að tölu. Málið hefur verið að velkjast í kerfinu í nokkurn tíma núna eða frá 2019. Annasamir tímar fyrirsjáanlegir í fjármálaráðuneytinu Elfa Ýr segir að forstöðumenn geti ekki farið í verkfall, þeir geti ekki samið um sín laun og kjör og tekin hefur verið einhliða ákvörðun um það, í nýja kerfinu, um hver starfskjörin eru. „Forstöðumenn hafa verið að berjast fyrir því að þeir fái þá einhvers konar rökstuðning um hvernig þetta er ákvarðað. Þetta er stjórnvaldsákvörðun að ákvarða laun og að allir forstöðumenn ríkisins fái rökstuðning fyrir því á hverju launaákvörðun byggir á,“ segir Elfa Ýr. Fyrsta skrefið núna er að taka ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað, ráðuneytið hefur fjórar vikur til að ákveða það. „Síðan þurfa þeir að bretta upp ermarnar því nú eru um 200 manns sem geta krafist þess að fá upplýsingar um kjör sín og þeir hafa takmarkaðan tíma til að svara slíkum óskum, tvær vikur held ég að það sé í stjórnsýslulögunum,“ segir Elfa Ýr. Dómsmál Rekstur hins opinbera Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira
Björn Jóhannesson varði ríkið í málinu, Kristín Edwald flutti málið fyrir Elfu Ýr en Helgi Sigurðsson kvað upp dóminn sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur. Hann er í stuttu máli á þá leið að Elfa Ýr hafði sigur. „Ég held að ástæða sé til að óska öllum forstöðumönnum ríkisins til hamingju,“ segir Elfa Ýr í samtali við fréttastofu. Um prófmál var að ræða og fellur því málskostnaður á ríkið. Elfa Ýr gerði jafnframt kröfu um miskabætur sem nemur einni og hálfri milljón auk dráttarvaxta en þeirri kröfu var hafnað. Tæplega 200 forstöðumenn sem nú geta krafist gagna Elfa Ýr vildi að viðurkenndur yrði réttur hennar til rökstuðnings fjármála- og efnahagsráðherra fyrir ákvörðun ráðherra um starfskjör hennar sem birt voru 4. september 2019. Jafnframt krafðist hún aðgangs að skriflegum gögnum sem snúa að ákvörðuninni. Elfa Ýr er framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, sem er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem starfar samkvæmt lögum um fjölmiðla. Og sem slík annast hún eftirlit með lögum um fjölmiðla. Hún er þannig forstöðumaður í skilningi laga. Þórdís Kolbrún þarf að bretta upp ermar því um 200 forstöðumenn ríkisstofnana gætu verið á leiðinni með erindi sem snýr að fyrirspurn um hvernig kjör þeirra eru ákvörðuð.vísir/vilhelm Helgi dómari kvað upp þann úrskurð að réttur Elfu Ýrar til rökstuðnings væri gildur og jafnframt aðgangur hennar til aðgangs að skriflegum gögnum er ákvörðunina varðar. Elfa Ýr segir að þó hún hafi tekið þetta á sig þá varði þetta alla forstöðumenn ríkisins, sem eru tæplega 200 að tölu. Málið hefur verið að velkjast í kerfinu í nokkurn tíma núna eða frá 2019. Annasamir tímar fyrirsjáanlegir í fjármálaráðuneytinu Elfa Ýr segir að forstöðumenn geti ekki farið í verkfall, þeir geti ekki samið um sín laun og kjör og tekin hefur verið einhliða ákvörðun um það, í nýja kerfinu, um hver starfskjörin eru. „Forstöðumenn hafa verið að berjast fyrir því að þeir fái þá einhvers konar rökstuðning um hvernig þetta er ákvarðað. Þetta er stjórnvaldsákvörðun að ákvarða laun og að allir forstöðumenn ríkisins fái rökstuðning fyrir því á hverju launaákvörðun byggir á,“ segir Elfa Ýr. Fyrsta skrefið núna er að taka ákvörðun um hvort málinu verði áfrýjað, ráðuneytið hefur fjórar vikur til að ákveða það. „Síðan þurfa þeir að bretta upp ermarnar því nú eru um 200 manns sem geta krafist þess að fá upplýsingar um kjör sín og þeir hafa takmarkaðan tíma til að svara slíkum óskum, tvær vikur held ég að það sé í stjórnsýslulögunum,“ segir Elfa Ýr.
Dómsmál Rekstur hins opinbera Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira