Segir viðbrögð Bjarna á blaðamannafundi „til skammar“ Lovísa Arnardóttir skrifar 2. nóvember 2023 13:00 Hjálmtýr Heiðdal segir viðbrögð Bjarna ekki koma á óvart. Hann hafi talað með svipuðum hætti sem formaður utanríkismálanefndar á árunum 2007 til 2009. Hjálmtýr Heiðdal, formaður félagsins Ísland-Palestínu, segir viðbrögð Bjarna skammarleg á blaðamannafundi norrænna utanríkisráðherra á Norðurlandaráðsþingi í Osló í gær. Á blaðamannafundinum spurði blaðamaður norska miðilsins NRK út í árás ísraelska hersins á Jabalia-flóttamannabúðirnar á Gasa. Bjarni sagði að með því að spyrja um árás væri verið að gefa sér að árás hefði verið framin. Bjarni hélt svo áfram og sagði að það skipti máli hvernig máli væri nálgast. Það mætti ekki taka árásina úr því samhengi að hryðjuverkamenn séu aktíft að berjast gegn Ísraelum. „Það er auðvitað augljóst öllum að þetta eru flóttamannabúðir og þarna var árás. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur verið starfandi þarna. Það er engin önnur leið til að útskýra þetta en sem árás á flóttamannabúðir. Bjarni er í rauninni með útúrsnúning. Hann er að verja stríðsglæpi og það er mikil skömm að því fyrir okkur.“ Hjálmtýr segir að ekki sé heldur hægt að flokka þetta sem byrjendamistök hjá Bjarna því Ísraelsher hafi þegar tekið ábyrgð á árásunum sem áttu sér stað á þriðjudag og miðvikudag. Í kjölfar þeirra lýsti ísraelski herinn því að einn leiðtogi Hamas hefði fallið í árásinni og að undirgangakerfi samtakanna væri laskað. Engar opinberara tölur hafa verið gefnar út um fjölda látinna eða særðra en heilbrigðisráðherra Hamas-samtakanna á svæðinu sagði að hátt í 200 hefðu látist í árásinni og að hundruð væru særð eða týnd undir rústum. Jabalia flóttamannabúðirnar sitja á svæði sem telur 1,4 ferkílómetra og áður en stríðið hófst bjuggu þar um 110 þúsund manns samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hefur lýst árásinni sem mögulegum stríðsglæp. „Þetta er auðvitað augljós stríðsglæpur og þetta er framhald af afstöðu hans að láta Ísland sitja hjá þegar það er verið að reyna að koma á tillögum um vopnahlé. Þetta er sami orðhengilshátturinn og sama stefnan. Stuðningur við Ísrael í gegnum þykkt og þunnt, sama hvað þeir gera, eru þeir alltaf afsakaðir og ég held að framtíðin verði ekkert sérstaklega væg við Bjarna þegar hann fer í næsta ráðherraembætti.“ Hann segir orðræðu Bjarna vonbrigði en einnig að svör hans hafi verið viðbúin. Hann hafi sem dæmi sem formaður utanríkismálanefndar, 2007 til 2009, lýst því yfir að það þyrfti að taka tillit til þarfa Ísraels í viðtali. „En hverjar eru þarfirnar. Hann er alltaf að tala um varnarþarfir en Ísrael er árásaraðilinn, alveg frá upphafi. Þessi viðbrögð frá Hamas og öðrum eru viðbrögð við aðgerðum. Það er eins og Gutierres hjá Sameinuðu þjóðunum sagði, að þetta kæmi ekki úr lausu lofti. Það er bakgrunnur að þessu ástandi núna og það liggur í þeim upphaflega gjörningi að stofna Ísrael á landi annarra, og Ísland studdi það.“ Hjálmtýr segir að því að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki, eins og Ísland hefur gert, fylgi líka skyldur. „Það felur meðal annars í sér að taka ekki einhliða afstöðu með þeim sem eru að rústa því litla sem eftir er af Palestínu,“ segir Hjálmtýr og að ástandið í landtökubúðunum sé sérstaklega slæmt núna á bæði Gasa og Vesturbakkanum. Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir stórfundi um Palestínu og stríðið á sunnudag. Hjálmtýr segir að þar verði ávörp og tónlistaratriði. „Við erum að safna fyrir Gasa og það hefur gengið vel. Við erum búin að vera með fjóra útifundi og göngur og það hefur safnast vel á aðra milljón. Við erum byrjuð að senda féð til samtaka á Gasa sem styðja við börn og mæður. Við sendum eina og hálfa milljón um daginn og erum að safna meiru til að senda á Barnahjálparsjóð Palestínu sem er á Gasa.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Á blaðamannafundinum spurði blaðamaður norska miðilsins NRK út í árás ísraelska hersins á Jabalia-flóttamannabúðirnar á Gasa. Bjarni sagði að með því að spyrja um árás væri verið að gefa sér að árás hefði verið framin. Bjarni hélt svo áfram og sagði að það skipti máli hvernig máli væri nálgast. Það mætti ekki taka árásina úr því samhengi að hryðjuverkamenn séu aktíft að berjast gegn Ísraelum. „Það er auðvitað augljóst öllum að þetta eru flóttamannabúðir og þarna var árás. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur verið starfandi þarna. Það er engin önnur leið til að útskýra þetta en sem árás á flóttamannabúðir. Bjarni er í rauninni með útúrsnúning. Hann er að verja stríðsglæpi og það er mikil skömm að því fyrir okkur.“ Hjálmtýr segir að ekki sé heldur hægt að flokka þetta sem byrjendamistök hjá Bjarna því Ísraelsher hafi þegar tekið ábyrgð á árásunum sem áttu sér stað á þriðjudag og miðvikudag. Í kjölfar þeirra lýsti ísraelski herinn því að einn leiðtogi Hamas hefði fallið í árásinni og að undirgangakerfi samtakanna væri laskað. Engar opinberara tölur hafa verið gefnar út um fjölda látinna eða særðra en heilbrigðisráðherra Hamas-samtakanna á svæðinu sagði að hátt í 200 hefðu látist í árásinni og að hundruð væru særð eða týnd undir rústum. Jabalia flóttamannabúðirnar sitja á svæði sem telur 1,4 ferkílómetra og áður en stríðið hófst bjuggu þar um 110 þúsund manns samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna. Mannréttindaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna hefur lýst árásinni sem mögulegum stríðsglæp. „Þetta er auðvitað augljós stríðsglæpur og þetta er framhald af afstöðu hans að láta Ísland sitja hjá þegar það er verið að reyna að koma á tillögum um vopnahlé. Þetta er sami orðhengilshátturinn og sama stefnan. Stuðningur við Ísrael í gegnum þykkt og þunnt, sama hvað þeir gera, eru þeir alltaf afsakaðir og ég held að framtíðin verði ekkert sérstaklega væg við Bjarna þegar hann fer í næsta ráðherraembætti.“ Hann segir orðræðu Bjarna vonbrigði en einnig að svör hans hafi verið viðbúin. Hann hafi sem dæmi sem formaður utanríkismálanefndar, 2007 til 2009, lýst því yfir að það þyrfti að taka tillit til þarfa Ísraels í viðtali. „En hverjar eru þarfirnar. Hann er alltaf að tala um varnarþarfir en Ísrael er árásaraðilinn, alveg frá upphafi. Þessi viðbrögð frá Hamas og öðrum eru viðbrögð við aðgerðum. Það er eins og Gutierres hjá Sameinuðu þjóðunum sagði, að þetta kæmi ekki úr lausu lofti. Það er bakgrunnur að þessu ástandi núna og það liggur í þeim upphaflega gjörningi að stofna Ísrael á landi annarra, og Ísland studdi það.“ Hjálmtýr segir að því að viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki, eins og Ísland hefur gert, fylgi líka skyldur. „Það felur meðal annars í sér að taka ekki einhliða afstöðu með þeim sem eru að rústa því litla sem eftir er af Palestínu,“ segir Hjálmtýr og að ástandið í landtökubúðunum sé sérstaklega slæmt núna á bæði Gasa og Vesturbakkanum. Félagið Ísland-Palestína stendur fyrir stórfundi um Palestínu og stríðið á sunnudag. Hjálmtýr segir að þar verði ávörp og tónlistaratriði. „Við erum að safna fyrir Gasa og það hefur gengið vel. Við erum búin að vera með fjóra útifundi og göngur og það hefur safnast vel á aðra milljón. Við erum byrjuð að senda féð til samtaka á Gasa sem styðja við börn og mæður. Við sendum eina og hálfa milljón um daginn og erum að safna meiru til að senda á Barnahjálparsjóð Palestínu sem er á Gasa.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira