Vandræði Man Utd halda áfram: Casemiro meiddur af velli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 2. nóvember 2023 17:45 Fór meiddur af velli gegn Newcastle United. Simon Stacpoole/Getty Images Ekki nóg með að Manchester United hafi steinlegið á heimavelli gegn Newcastle United í leik liðanna í enska deildarbikarnum heldur fór brasilíski miðjumaðurinn Casemiro meiddur af velli í hálfleik. Ólíklegt er að hann verði með liðinu um komandi helgi. Það gengur vægast sagt ekki neitt upp hjá Manchester United og virðist liðið fast í eilífðar hringrás þess að eiga ágætt tímabil en geta svo bókstaflega ekkert tímabilið eftir. Þó sumt stuðningsfólk félagsins fagni því að liðið sé úr leik í deildarbikarnum þar sem hann er óþarfa álag á leikmenn sem eru nú þegar að spila alltof marga leiki þá fagnar því engin að tapa leik 0-3 eftir að hafa tapað 0-3 gegn Manchester City um helgina. Til að bæta gráu ofan á svart þá fór Casemiro, fyrirliði Man United gegn Newcastle, meiddur af velli í hálfleik. Hann mun að öllum líkindum vera frá keppni vel inn í nóvember. „Hann varð fyrir meiðslum rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Þess vegna þurftum við að taka hann af velli,“ sagði Erik ten Hag, þjálfari félagsins um meiðsli Casemiro. Hinn 31 árs gamli Casemiro var ekki með Man Utd í nágrannaslagnum gegn City vegna meiðsla og nú er næsta öruggt að hann verði ekki með gegn Fulham um helgina. Ten Hag var spurður hvort það mætti búast við Casemiro til baka áður en landsleikjahléið um miðjan mánuð hefst en sá hollenski sagðist ekki getað svarað því. Man United er nú þegar án Luke Shaw, Lisandro Martínez, Tyrell Malacia og Amad Diallo. Þeir Raphaël Varane, Aaron Wan-Bissaka og Mason Mount hafa verið frá vegna meiðsla. Þá er Jadon Sancho enn í agabanni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Sjá meira
Það gengur vægast sagt ekki neitt upp hjá Manchester United og virðist liðið fast í eilífðar hringrás þess að eiga ágætt tímabil en geta svo bókstaflega ekkert tímabilið eftir. Þó sumt stuðningsfólk félagsins fagni því að liðið sé úr leik í deildarbikarnum þar sem hann er óþarfa álag á leikmenn sem eru nú þegar að spila alltof marga leiki þá fagnar því engin að tapa leik 0-3 eftir að hafa tapað 0-3 gegn Manchester City um helgina. Til að bæta gráu ofan á svart þá fór Casemiro, fyrirliði Man United gegn Newcastle, meiddur af velli í hálfleik. Hann mun að öllum líkindum vera frá keppni vel inn í nóvember. „Hann varð fyrir meiðslum rétt fyrir lok fyrri hálfleiks. Þess vegna þurftum við að taka hann af velli,“ sagði Erik ten Hag, þjálfari félagsins um meiðsli Casemiro. Hinn 31 árs gamli Casemiro var ekki með Man Utd í nágrannaslagnum gegn City vegna meiðsla og nú er næsta öruggt að hann verði ekki með gegn Fulham um helgina. Ten Hag var spurður hvort það mætti búast við Casemiro til baka áður en landsleikjahléið um miðjan mánuð hefst en sá hollenski sagðist ekki getað svarað því. Man United er nú þegar án Luke Shaw, Lisandro Martínez, Tyrell Malacia og Amad Diallo. Þeir Raphaël Varane, Aaron Wan-Bissaka og Mason Mount hafa verið frá vegna meiðsla. Þá er Jadon Sancho enn í agabanni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Sjá meira