Ajax var komið á botn deildarinnar fyrir leik kvöldsins gegn Volendam. Það var því eðlilegt að heimaliðið mætti til leiks með lágt sjálfstraust og því var staðan markalaus í hálfleik. Það var hins vegar þegar tæp klukkustund var liðin að ísinn brotnaði.
Það var Steven Bergwijn sem braut ísinn eftir undirbúning Brian Brobbey. Á 85. mínútu var Kristian Nökkvi tekinn af velli og fjórum mínútum síðar tryggði Chuba Akpom sigurinn eftir sendingu Steven Berghuis.
Back to winning ways! #ajavol pic.twitter.com/ckI1y9bw1F
— AFC Ajax (@AFCAjax) November 2, 2023
Lokatölur 2-0 og Ajax lyftir sér upp úr fallsæti. Liðið er nú með átta stig að loknum 9 leikjum. Volendam er í 17. sæti með sjö stig.