Lögreglukonur áreittar af samstarfsmönnum en karlarnir af konum úti í bæ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. nóvember 2023 21:01 Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri hjá ríkislögreglustjóra, segir embættið taka niðurstöður rannsóknarinnar mjög alvarlega. Vísir/Arnar Kynferðisleg áreitni innan lögreglunnar hefur aukist talsvert síðasta áratug, samkvæmt nýrri rannsókn. Stór hluti lögreglukvenna hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi; oftast af hendi karlkyns samstarfsmanna eða yfirmanna. Verkefnastjóri hjá Ríkislögreglustjóra segir embættið taka niðurstöðurnar mjög alvarlega. Finnborg Salome Steinþórsdóttir og Gyða Margrét Pétursdóttir kynntu niðurstöður rannsóknar sinnar, sem unnin var í samstarfi við ríkislögreglustjóra og lögregluembættin, á Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands í gær. Byggt var á spurningalistakönnun sem lögð var fyrir lögreglumenn árið 2013 og svo aftur árið 2022 - en hér eru aðeins borin saman svör menntaðra lögreglumanna. 39 prósent lögreglukvenna sögðust í fyrra hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni í lögreglunni en hlutfallið var rúm 30 prósent árið 2013. Þegar svör karla eru tekin með er hlutfallið heilt yfir 21,6% en var aðeins 8,2% fyrir tíu árum. Er þessi aukning ekki ákveðið áhyggjuefni? „Við sjáum í þessari könnun að það er mjög góð þátttaka. Við sjáum að það er ekki munur á svörunum milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar, þannig að þetta erum við, þetta er lögreglan sem erum að fá niðurstöður og við tökum þetta mjög alvarlega,“ segir Eygló Harðardóttir verkefnastjóri hjá ríkislögreglustjóra. Algengast var að lögreglukonur nefndu karlkyns yfirmann eða samstarfsmann sem geranda. Sú var ekki raunin hjá körlunum. Enginn þeirra sem svaraði könnuninni í fyrra sagði yfirmann eða samstarfsmann geranda. Langalgengast var að gerendur karlanna væru kvenkyns, almennir borgarar. „Það er einfaldlega mjög mikilvægt að það sé tekið á málum. Við erum að endurskoða viðbragðsáætlunina okkar og við erum að horfa til þess að þegar mál koma upp verður einfaldlega að bregðast við því. Við erum með skýra verkferla.“ Inntak áreitninnar virðist jafnframt að breytast, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar. Fjarað hefur undan líkamlegri áreitni á síðustu tíu árum.-Hún felst nú í auknum í mæli í kynferðislegum athugasemdum og brandörum. Lögreglan Kynferðisofbeldi Háskólar Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Sjá meira
Finnborg Salome Steinþórsdóttir og Gyða Margrét Pétursdóttir kynntu niðurstöður rannsóknar sinnar, sem unnin var í samstarfi við ríkislögreglustjóra og lögregluembættin, á Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands í gær. Byggt var á spurningalistakönnun sem lögð var fyrir lögreglumenn árið 2013 og svo aftur árið 2022 - en hér eru aðeins borin saman svör menntaðra lögreglumanna. 39 prósent lögreglukvenna sögðust í fyrra hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni í lögreglunni en hlutfallið var rúm 30 prósent árið 2013. Þegar svör karla eru tekin með er hlutfallið heilt yfir 21,6% en var aðeins 8,2% fyrir tíu árum. Er þessi aukning ekki ákveðið áhyggjuefni? „Við sjáum í þessari könnun að það er mjög góð þátttaka. Við sjáum að það er ekki munur á svörunum milli höfuðborgarinnar og landsbyggðarinnar, þannig að þetta erum við, þetta er lögreglan sem erum að fá niðurstöður og við tökum þetta mjög alvarlega,“ segir Eygló Harðardóttir verkefnastjóri hjá ríkislögreglustjóra. Algengast var að lögreglukonur nefndu karlkyns yfirmann eða samstarfsmann sem geranda. Sú var ekki raunin hjá körlunum. Enginn þeirra sem svaraði könnuninni í fyrra sagði yfirmann eða samstarfsmann geranda. Langalgengast var að gerendur karlanna væru kvenkyns, almennir borgarar. „Það er einfaldlega mjög mikilvægt að það sé tekið á málum. Við erum að endurskoða viðbragðsáætlunina okkar og við erum að horfa til þess að þegar mál koma upp verður einfaldlega að bregðast við því. Við erum með skýra verkferla.“ Inntak áreitninnar virðist jafnframt að breytast, samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar. Fjarað hefur undan líkamlegri áreitni á síðustu tíu árum.-Hún felst nú í auknum í mæli í kynferðislegum athugasemdum og brandörum.
Lögreglan Kynferðisofbeldi Háskólar Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Sjá meira