Rifta samningi við El Ghazi vegna stuðningsyfirlýsingar við Palestínu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. nóvember 2023 23:01 FSV Mainz 05 hefur ákveðið að rifta samningi Anwar El Ghazi við félagið. Alex Grimm/Getty Images Þýska úrvalsdeildarfélagið FSV Mainz 05 hefur ákveðið að rifta samningi sínum við hollenska knattspyrnumanninn Anwar El Ghazi. Leikmaðurinn birti á dögunum færslu á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann lýsti yfir stuðningi við Palestínu í átökunum á Gasasvæðinu, en El Ghazi hefur eytt færslunni. Hinn 28 ára gamli El Ghazi var upphaflega settur í bann af félaginu þann 17. október síðastliðinn, en banninu var aflétt síðastliðinn mánudag og leikmaðurinn fékk aðvörun frá Mainz. Félagið greindi hins vegar frá því í dag, föstudag, að samningi leikmannsins hafi verið rift. Mainz 05 beendet Vertragsverhältnis mit Anwar El Ghazi.Zur Meldung:— 1. FSV Mainz 05 (@1FSVMainz05) November 3, 2023 „FSV Mainz 05 hefur ákveðið að rifta samningi Anwar El Ghazi við félagið og tekur sú ákvörðun gildi þegar í stað. Félagið tekur þessa ákvörðun vegna yfirlýsinga leikmannsins á samfélagsmiðlum,“ segir í tilkynningu Mainz. Eins og áður segir hafði félagið fyrr í þessari viku ákveðið að hleypa El Ghazi aftur inn í liðið eftir að hafa sett hann til hliðar í kjölfar yfirlýsinga hans á samfélagsmiðlum. „Vegna loforða hans um að virða gildi félagsins og þeirrar eftirsjár sem hann hefur sýnt, sem og að ætla sér að nýta þessi mistök sín til að læra, mun Anwar El Ghazi bráðlega snúa aftur til æfinga og keppni með FSV Mainz 05,“ sagði félagið síðastliðinn mánudag. Þá hafði félagið einnig sagt að leikmaðurinn hafi „tekið afstöðu til átakanna í Mið-Austurlöndunum sem félaginu þykir ekki við hæfi.“ 🚨 Mainz officially terminated Anwar El Ghazi’s contract with immediate effect.He was suspended, then re-included in the squad but mentioned again that he does not regret showing support for PalestineMainz now decided to terminate his contract. El Ghazi replied with this ⤵️ pic.twitter.com/tW6z5penv1— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 3, 2023 Sjálfur segist El Ghazi, sem er fyrrverandi leikmaður Aston Villa og Everton, ekki sjá eftir ummælum sínum um átökin á samfélagsmiðlum sínum. „Stattu með því sem er rétt, jafnvel þó það þýði að þú standir einn,“ ritaði El Ghazi á samfélagsmiðla sína í dag. „Það að ég tapi lífsviðurværi mínu er ekkert ef við berum það saman við helvítið sem nú rignir yfir saklaust og viðkvæmt fólk á Gasasvæðinu.“ Þýski boltinn Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Leikmaðurinn birti á dögunum færslu á samfélagsmiðlum sínum þar sem hann lýsti yfir stuðningi við Palestínu í átökunum á Gasasvæðinu, en El Ghazi hefur eytt færslunni. Hinn 28 ára gamli El Ghazi var upphaflega settur í bann af félaginu þann 17. október síðastliðinn, en banninu var aflétt síðastliðinn mánudag og leikmaðurinn fékk aðvörun frá Mainz. Félagið greindi hins vegar frá því í dag, föstudag, að samningi leikmannsins hafi verið rift. Mainz 05 beendet Vertragsverhältnis mit Anwar El Ghazi.Zur Meldung:— 1. FSV Mainz 05 (@1FSVMainz05) November 3, 2023 „FSV Mainz 05 hefur ákveðið að rifta samningi Anwar El Ghazi við félagið og tekur sú ákvörðun gildi þegar í stað. Félagið tekur þessa ákvörðun vegna yfirlýsinga leikmannsins á samfélagsmiðlum,“ segir í tilkynningu Mainz. Eins og áður segir hafði félagið fyrr í þessari viku ákveðið að hleypa El Ghazi aftur inn í liðið eftir að hafa sett hann til hliðar í kjölfar yfirlýsinga hans á samfélagsmiðlum. „Vegna loforða hans um að virða gildi félagsins og þeirrar eftirsjár sem hann hefur sýnt, sem og að ætla sér að nýta þessi mistök sín til að læra, mun Anwar El Ghazi bráðlega snúa aftur til æfinga og keppni með FSV Mainz 05,“ sagði félagið síðastliðinn mánudag. Þá hafði félagið einnig sagt að leikmaðurinn hafi „tekið afstöðu til átakanna í Mið-Austurlöndunum sem félaginu þykir ekki við hæfi.“ 🚨 Mainz officially terminated Anwar El Ghazi’s contract with immediate effect.He was suspended, then re-included in the squad but mentioned again that he does not regret showing support for PalestineMainz now decided to terminate his contract. El Ghazi replied with this ⤵️ pic.twitter.com/tW6z5penv1— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 3, 2023 Sjálfur segist El Ghazi, sem er fyrrverandi leikmaður Aston Villa og Everton, ekki sjá eftir ummælum sínum um átökin á samfélagsmiðlum sínum. „Stattu með því sem er rétt, jafnvel þó það þýði að þú standir einn,“ ritaði El Ghazi á samfélagsmiðla sína í dag. „Það að ég tapi lífsviðurværi mínu er ekkert ef við berum það saman við helvítið sem nú rignir yfir saklaust og viðkvæmt fólk á Gasasvæðinu.“
Þýski boltinn Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Leik lokið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Í beinni: Valur - Grindavík | Endurtekning á úrslitaeinvíginu í fyrra Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Körfubolti Fleiri fréttir Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Í beinni: Liverpool - Everton | Ná grannarnir að trufla titilsóknina? Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira