Fólkið á Airwaves: Á hátíðinni fyrir einskæra tilviljun Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. nóvember 2023 20:16 Sam mætti á Airwaves fyrir einskærra tilviljun en segist hafa notið sín í botn. Vísir/Rafn Ágúst Tónlist ómar um miðborgina í tilefni af Iceland Airwaves sem lauk í dag. Reykjavík var því yfirfull af músíkelsku fólki frá öllum hornum heimsins um helgina og rakst blaðamaður á Bretann Sam sem mætti á hátíðina fyrir tilviljun. Sam starfar sem götulistamaður og hefur ofan af fyrir sér með því að leika á svokallaða hang-trommu á götum Kornbretalands. Hann segist einnig taka að sér gigg við og við. View this post on Instagram A post shared by Samuel (@1q89music) Hér fyrir ofan sést leikið á hang-trommu á Instagram-síðu Sams. Þegar Tilbury spilaði fyrir stútfullri annarri hæðinni á Kex rakst Sam á blaðamann og sagði honum söguna af því hvernig hann endaði óvart á Airwaves. „Ég er alveg óvart á Airwaves, ég kom bara til að skoða íslenska náttúru en fann svo armband á gólfinu. Ég hafði heyrt nafnið áður og horft á nokkur atriði á netinu þannig ég ákvað að skella mér. Í gær hélt ég mér á Kex en í kvöld ætla ég að fara að sjá fleiri atriði.“ Hann sagðist hafa verið sérstaklega spenntur fyrir Bombay Bicycle Club og JD Beck en tók einnig fram hvað íslenska tónlistarfólkið sem hann þekkti ekki fyrir hefðu komið honum skemmtilega á óvart. „Ég var ekkert alveg viss með þetta. Á Englandi eru margar tónlistarhátíðir af svipaðri stærð og þessi og þar er alltaf mikið að atriðum bara til að fylla inn í dagskrána en það er ekki þannig hér. Sumt af því sem ég er búinn að sjá í dag var alveg ótrúlegt.“ Airwaves Tónlist Samkvæmislífið Bretland Reykjavík Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Sam starfar sem götulistamaður og hefur ofan af fyrir sér með því að leika á svokallaða hang-trommu á götum Kornbretalands. Hann segist einnig taka að sér gigg við og við. View this post on Instagram A post shared by Samuel (@1q89music) Hér fyrir ofan sést leikið á hang-trommu á Instagram-síðu Sams. Þegar Tilbury spilaði fyrir stútfullri annarri hæðinni á Kex rakst Sam á blaðamann og sagði honum söguna af því hvernig hann endaði óvart á Airwaves. „Ég er alveg óvart á Airwaves, ég kom bara til að skoða íslenska náttúru en fann svo armband á gólfinu. Ég hafði heyrt nafnið áður og horft á nokkur atriði á netinu þannig ég ákvað að skella mér. Í gær hélt ég mér á Kex en í kvöld ætla ég að fara að sjá fleiri atriði.“ Hann sagðist hafa verið sérstaklega spenntur fyrir Bombay Bicycle Club og JD Beck en tók einnig fram hvað íslenska tónlistarfólkið sem hann þekkti ekki fyrir hefðu komið honum skemmtilega á óvart. „Ég var ekkert alveg viss með þetta. Á Englandi eru margar tónlistarhátíðir af svipaðri stærð og þessi og þar er alltaf mikið að atriðum bara til að fylla inn í dagskrána en það er ekki þannig hér. Sumt af því sem ég er búinn að sjá í dag var alveg ótrúlegt.“
Airwaves Tónlist Samkvæmislífið Bretland Reykjavík Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira