Clattenburg segir að mark Newcastle hafi verið ólöglegt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. nóvember 2023 08:00 Joelinton gerir sig tilbúinn til að skalla boltann á Anthony Gordon. getty/Stu Forster Mark Clattenburg, sem var á sínum tíma einn fremsti fótboltadómari heims, segir að sigurmark Anthonys Gordon fyrir Newcastle United gegn Arsenal hefði ekki átt að standa. Gordon skoraði eina mark leiksins þegar Newcastle sigraði Arsenal á St James' Park á laugardaginn. Markið var dæmt gilt eftir langa bið. Þrennt var skoðað á myndbandi; hvort boltinn hefði farið út af, hvort Joelinton hafi brotið af sér þegar hann skallaði boltann á Gordon og loks hvort markaskorarinn hafi verið rangstæður. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, blés hressilega á blaðamannafundi eftir leik og gagnrýndi dómgæsluna. „Þetta er algjörlega til skammar, þannig líður mér og öllum leikmönnunum í búningsherberginu,“ sagði Arteta. „Mér líður illa, líkt og ég sé veikur, þannig líður mér með það að vera hluti af þessu.“ Arsenal sendi svo frá sér yfirlýsingu í gær þar sem það sagðist taka undir ummæli Artetas. „Arsenal styður heilshugar ummæli Mikel Arteta eftir leik vegna óásættanlegrar dómgæslu og mistaka í VAR dómgæslunni á laugardagskvöld,“ sagði í yfirlýsingunni. Í pistli sínum fyrir Daily Mail segir Clattenburg að mark Gordons gegn Arsenal hafi verið ólöglegt þar sem Joelinton hafi klárlega ýtt við Gabriel þegar hann skallaði boltann til hliðar. Clattenburg segir að dómarateymið hafi verið með aðrar ákvarðanir réttar, meðal annars að sleppa því að reka Kai Havertz út af fyrir glannalega tæklingu á Sean Longstaff en mörgum þótti Þjóðverjinn gera nóg til að verðskulda rautt spjald. Arsenal er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, þremur stigum á eftir toppliði Manchester City. Tapið fyrir Newcastle var það fyrsta hjá liðinu í deildinni á tímabilinu. Enski boltinn Tengdar fréttir Howe: Leit út eins og venjulegt mark fyrir mér Eddie Howe, þjálfari Newcastle, sagði í viðtali eftir leik gærkvöldsins gegn Arsenal að honum hafi þótt sigurmark Anthony Gordon vera gott og gilt. 5. nóvember 2023 12:46 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Sjá meira
Gordon skoraði eina mark leiksins þegar Newcastle sigraði Arsenal á St James' Park á laugardaginn. Markið var dæmt gilt eftir langa bið. Þrennt var skoðað á myndbandi; hvort boltinn hefði farið út af, hvort Joelinton hafi brotið af sér þegar hann skallaði boltann á Gordon og loks hvort markaskorarinn hafi verið rangstæður. Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, blés hressilega á blaðamannafundi eftir leik og gagnrýndi dómgæsluna. „Þetta er algjörlega til skammar, þannig líður mér og öllum leikmönnunum í búningsherberginu,“ sagði Arteta. „Mér líður illa, líkt og ég sé veikur, þannig líður mér með það að vera hluti af þessu.“ Arsenal sendi svo frá sér yfirlýsingu í gær þar sem það sagðist taka undir ummæli Artetas. „Arsenal styður heilshugar ummæli Mikel Arteta eftir leik vegna óásættanlegrar dómgæslu og mistaka í VAR dómgæslunni á laugardagskvöld,“ sagði í yfirlýsingunni. Í pistli sínum fyrir Daily Mail segir Clattenburg að mark Gordons gegn Arsenal hafi verið ólöglegt þar sem Joelinton hafi klárlega ýtt við Gabriel þegar hann skallaði boltann til hliðar. Clattenburg segir að dómarateymið hafi verið með aðrar ákvarðanir réttar, meðal annars að sleppa því að reka Kai Havertz út af fyrir glannalega tæklingu á Sean Longstaff en mörgum þótti Þjóðverjinn gera nóg til að verðskulda rautt spjald. Arsenal er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 24 stig, þremur stigum á eftir toppliði Manchester City. Tapið fyrir Newcastle var það fyrsta hjá liðinu í deildinni á tímabilinu.
Enski boltinn Tengdar fréttir Howe: Leit út eins og venjulegt mark fyrir mér Eddie Howe, þjálfari Newcastle, sagði í viðtali eftir leik gærkvöldsins gegn Arsenal að honum hafi þótt sigurmark Anthony Gordon vera gott og gilt. 5. nóvember 2023 12:46 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Nott. Forest | Gestirnir á góðum stað Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Sjá meira
Howe: Leit út eins og venjulegt mark fyrir mér Eddie Howe, þjálfari Newcastle, sagði í viðtali eftir leik gærkvöldsins gegn Arsenal að honum hafi þótt sigurmark Anthony Gordon vera gott og gilt. 5. nóvember 2023 12:46