Veitir Morawiecki umboð til stjórnarmyndunar Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2023 07:58 Andrzej Duda, forseti Póllands og Mateusz Morawiecki, starfandi forsætisráðherra Póllands, árið 2017. AP Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur veitt fráfarandi forsætisráðherra, Mateusz Morawiecki, umboð til stjórnarmyndunar eftir þingkosningar sem fram fóru í síðasta mánuði. Morawiecki kemur úr röðum stjórnarflokksins Lögum og rétti (PiS) sem missti meirihluta sinn á þingi í kosningunum. Forsetinn Duda sagði í sjónvarpsávarpi til pólsku þjóðarinnar í gærkvöldi að hann hafi tekið ákvörðunina eftir yfirvegaða greiningu og samráð, en hann hefur síðustu vikurnar átt samtöl við formenn flokka sem náðu mönnum á þing í kosningunum. Duda var náinn bandamaður Morawiecki áður en hann tók við embætti forseta. Rafal Bochenek, talsmaður PiS, fagnaði ákvörðun forsetans og sagði ákvörðunina staðfestingu á langvarandi stjórnskipulegri hefð í landinu. Duda sagði fyrir kosningarnar að hann myndi fyrst veita leiðtoga stærsta flokksins á þingi umboð til stjórnarmyndunar að loknum kosningum. Misstu meirihlutann Lög og réttur tryggði sér 35 prósent atkvæða og varð stærsti flokkurinn á þingi, en missti þrátt fyrir það meirihluta sinn. Borgaravettvangur, flokkur Donald Tusks, hlaut tæplega 31 prósent atkvæða, á meðan mið-hægriflokkurinn Þriðja leiðin hlaut 14 prósent atkvæða og Nýja vinstrið tæplega níu prósent atkvæða. Saman náðu flokkarnir þrír meirihluta og hafa leiðtogar þeirra sagst munu vilja mynda nýja stjórn með Tusk sem forsætisráðherra. Ólíklegt verður því að teljast að Morawiecki takist að mynda nýja stjórn þrátt fyrir að hafa fengið umboð til þess frá forsetanum nú. Fari svo að Morawiecki og PiS nái ekki að mynda nýja ríkisstjórn fellur það í skaut þingheims að velja annan til að mynda nýja stjórn, mögulega þá Tusk. Hann þyrfti þá að standa af sér atkvæðagreiðslu um vantraust á þinginu til að verða næsti forsætisráðherra og mynda nýja stjórn. Takist það ekki heldur er það forsetans, Duda, að velja síðasta mann til að reyna að mynda stjórn eða þá að boða til nýrra kosninga. Verði forsætisráðherra, sama hvað Duda muni gera Tusk ávarpaði stuðningsmenn skömmu fyrir ávarp Duda í gærkvöldi og sagði þar að hann yrði næsti forsætisráðherra, sama hver ákvörðun Duda yrði. Hinn 66 ára Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og var forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins á árunum 2014 til 2019. Í kosningabaráttunni hét hann því að bæta samskipti Póllands og Evrópusambandsins. Morawiecki hefur gegnt embætti forsætisráðherra Póllands frá árinu 2017. Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Kallar nýtt þing ekki saman fyrr en eftir þrjár vikur Andrzej Duda forseti Póllands segist ekki ætla að kalla saman nýtt þing fyrr en 13. nóvember næstkomandi. Þá verður liðinn tæpur mánuður frá því að stjórnarandstaðan vann yfirburðarsigur í þingkosningum. Ólíklegt er að ný ríkisstjórn taki við fyrr en í desember. 26. október 2023 14:15 Hvetur forseta til að kalla saman þing sem fyrst Donald Tusk hvetur forseta Póllands til að kalla saman þing sem fyrst svo hægt sé að greiða atkvæði þar um nýjan forsætisráðherra. Stjórnarviðræður þurfa að fara fram í kjölfar kosninga um helgina þar sem núverandi ríkisstjórnarmeirihluti var felldur. 18. október 2023 09:04 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Sjá meira
Forsetinn Duda sagði í sjónvarpsávarpi til pólsku þjóðarinnar í gærkvöldi að hann hafi tekið ákvörðunina eftir yfirvegaða greiningu og samráð, en hann hefur síðustu vikurnar átt samtöl við formenn flokka sem náðu mönnum á þing í kosningunum. Duda var náinn bandamaður Morawiecki áður en hann tók við embætti forseta. Rafal Bochenek, talsmaður PiS, fagnaði ákvörðun forsetans og sagði ákvörðunina staðfestingu á langvarandi stjórnskipulegri hefð í landinu. Duda sagði fyrir kosningarnar að hann myndi fyrst veita leiðtoga stærsta flokksins á þingi umboð til stjórnarmyndunar að loknum kosningum. Misstu meirihlutann Lög og réttur tryggði sér 35 prósent atkvæða og varð stærsti flokkurinn á þingi, en missti þrátt fyrir það meirihluta sinn. Borgaravettvangur, flokkur Donald Tusks, hlaut tæplega 31 prósent atkvæða, á meðan mið-hægriflokkurinn Þriðja leiðin hlaut 14 prósent atkvæða og Nýja vinstrið tæplega níu prósent atkvæða. Saman náðu flokkarnir þrír meirihluta og hafa leiðtogar þeirra sagst munu vilja mynda nýja stjórn með Tusk sem forsætisráðherra. Ólíklegt verður því að teljast að Morawiecki takist að mynda nýja stjórn þrátt fyrir að hafa fengið umboð til þess frá forsetanum nú. Fari svo að Morawiecki og PiS nái ekki að mynda nýja ríkisstjórn fellur það í skaut þingheims að velja annan til að mynda nýja stjórn, mögulega þá Tusk. Hann þyrfti þá að standa af sér atkvæðagreiðslu um vantraust á þinginu til að verða næsti forsætisráðherra og mynda nýja stjórn. Takist það ekki heldur er það forsetans, Duda, að velja síðasta mann til að reyna að mynda stjórn eða þá að boða til nýrra kosninga. Verði forsætisráðherra, sama hvað Duda muni gera Tusk ávarpaði stuðningsmenn skömmu fyrir ávarp Duda í gærkvöldi og sagði þar að hann yrði næsti forsætisráðherra, sama hver ákvörðun Duda yrði. Hinn 66 ára Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og var forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins á árunum 2014 til 2019. Í kosningabaráttunni hét hann því að bæta samskipti Póllands og Evrópusambandsins. Morawiecki hefur gegnt embætti forsætisráðherra Póllands frá árinu 2017.
Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Kallar nýtt þing ekki saman fyrr en eftir þrjár vikur Andrzej Duda forseti Póllands segist ekki ætla að kalla saman nýtt þing fyrr en 13. nóvember næstkomandi. Þá verður liðinn tæpur mánuður frá því að stjórnarandstaðan vann yfirburðarsigur í þingkosningum. Ólíklegt er að ný ríkisstjórn taki við fyrr en í desember. 26. október 2023 14:15 Hvetur forseta til að kalla saman þing sem fyrst Donald Tusk hvetur forseta Póllands til að kalla saman þing sem fyrst svo hægt sé að greiða atkvæði þar um nýjan forsætisráðherra. Stjórnarviðræður þurfa að fara fram í kjölfar kosninga um helgina þar sem núverandi ríkisstjórnarmeirihluti var felldur. 18. október 2023 09:04 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Sjá meira
Kallar nýtt þing ekki saman fyrr en eftir þrjár vikur Andrzej Duda forseti Póllands segist ekki ætla að kalla saman nýtt þing fyrr en 13. nóvember næstkomandi. Þá verður liðinn tæpur mánuður frá því að stjórnarandstaðan vann yfirburðarsigur í þingkosningum. Ólíklegt er að ný ríkisstjórn taki við fyrr en í desember. 26. október 2023 14:15
Hvetur forseta til að kalla saman þing sem fyrst Donald Tusk hvetur forseta Póllands til að kalla saman þing sem fyrst svo hægt sé að greiða atkvæði þar um nýjan forsætisráðherra. Stjórnarviðræður þurfa að fara fram í kjölfar kosninga um helgina þar sem núverandi ríkisstjórnarmeirihluti var felldur. 18. október 2023 09:04
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent