„Er aldrei hægt að gleðjast yfir því þegar vel gengur?“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2023 23:21 Einar Þorsteinsson gaf ekki mikið fyrir orð Hildar Björnsdóttur, sem spurði hvort hann hefði lært bókfærslu í Hogwart skólanum, þeim sama og galdrastrákurinn Harry Potter gekk í. Vísir/Sigurjón Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins spyr hvort núverandi borgarstjóri og verðandi, hafi lært bókfærslu í Hogwart galdraskólanum. Hagræðingar borgarinnar sem kynntar voru í dag ætti frekar að kalla sjónhverfingar. Einar Þorsteinsson segist ekki skilja hvaðan öll þessi neikvæðni komi. Gert er ráð fyrir miklum viðsnúningi á rekstri borgarinnar samkvæmt nýrri fjárhagsáætlun. Á næsta ári er reiknað með sex hundruð milljóna króna afgangi á rekstri A hluta borgarinnar og 7,6 milljarða króna afgangi á samstæðunni í heild, eða A og B hluta, sem má að mestu rekja til hagnaðar sem Orkuveitan gerir ráð fyrir. Áætlunin einkennist af töluverðu aðhaldi og á næstu tveimur árum er lögð árleg hagræðingakrafa á launakostnað sem nemur einu prósenti. Þá verður dregið úr ýmissi þjónustu; viðburðum í Viðey verður fækkað, kaffihúsinu á Árbæjarsafni lokað og gjaldtaka bílastæðasjóðs endurskoðuð. Borgarstjóri segir íbúafjölgun og mikinn gang í húsnæðisuppbyggingu skila sér í tekjuaukningu. Hækkun fasteignagjalda vegi þungt Fjárhagsáætlunin var til umræðu í ráðhúsinu í dag. Hildur Björnsdóttir sagði í ræðu sinni að þeir Dagur B Eggertsson, núverandi borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn og verðandi borgarstjóri, hafi mögulega lært bókfærslu í Hogwart galdraskólanum. Frekar væri um að ræða sjónhverfingar en hagræðingar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var Hildur spurð að því hvað hún ætti við með ummælum sínum. Hún sagði að fyrir ári hefði meirihlutinn boðað, eins og þau hafi orðað það, einhverjar umfangsmestu hagræðingar frá hruni. „Svo komu allir hér í dag og sögðu að það hefði orðið tíu milljarða viðsnúningur í rekstri borgarinnar og það væri allt vegna hagræðinganna. Þegar betur er að gáð sér maður auðvitað að heildarútgjöld borgarinnar hafa ekki dregist heldur þvert á móti vaxið um ellefu milljarða, “ segir Hildur. Það sem skýri þennan viðsnúning sé tekjuaukning. Tekjur hafi aukist um nærri 21 milljarð og hækkun fasteignagjalda vegi þar þungt. „Á þessu ári hækkuðu fasteignagjöld gríðarlega og Reykjavík er eitt fárra sveitafélaga á landinu sem ekki brást við þessari hækkun með því að lækka álagningarhlutföll. Þannig já, þetta eru ekki eiginlegar hagræðingar heldur miklu frekar sjónhverfingar að mínu mati.“ Engar sjónhverfingar Einar Þorsteinsson var því næst spurður hvort verið væri að kasta ryki í augu fólks. „Nei svo sannarlega ekki. Ég skil ekki hvaðan þessi bölmóður og neikvæðni kemur,“ svaraði hann. Er aldrei hægt að gleðjast yfir því þegar vel gengur? 16,6 milljarða halli hafi blasað við á síðasta ári og mikil ábyrgð hafi verið sýnd með hagræðingaraðgerðum. „Við réðumst í aðgerðir sem skiluðu okkur þremur milljörðum, sem var það sem við sögðumst ætla að sækja.“ Hægt sé að vaxa út úr vandanum með því að vera leiðandi í húsnæðisuppbyggingu, líkt og Reykjavíkurborg sé. „Þannig það eru engar sjónhverfingar, þetta var planið og planið virkar.“ Umræðan um fjármál borgarinnar oft úti á túni Einar benti á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi stutt hagræðingartillögur meirihlutans á síðasta ári og fyrir það beri að þakka. Hinsvegar hafi umræða um fjármál Reykjavíkurborgar verið „út á túni“, oft á tíðum. „Núna á þessu ári hefur verið talað um að við eigum varla fyrir launum, njótum ekki lánstrausts, og séum nánast bara gjaldþrota. Þannig hefur umræðan verið af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Það stendur ekki steinn yfir steini í þessari umræðu og ég held að við ættum að nota tækifærið þegar við erum að sýna jákvæðan viðsnúning að gleðjast yfir því.“ Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Gert er ráð fyrir miklum viðsnúningi á rekstri borgarinnar samkvæmt nýrri fjárhagsáætlun. Á næsta ári er reiknað með sex hundruð milljóna króna afgangi á rekstri A hluta borgarinnar og 7,6 milljarða króna afgangi á samstæðunni í heild, eða A og B hluta, sem má að mestu rekja til hagnaðar sem Orkuveitan gerir ráð fyrir. Áætlunin einkennist af töluverðu aðhaldi og á næstu tveimur árum er lögð árleg hagræðingakrafa á launakostnað sem nemur einu prósenti. Þá verður dregið úr ýmissi þjónustu; viðburðum í Viðey verður fækkað, kaffihúsinu á Árbæjarsafni lokað og gjaldtaka bílastæðasjóðs endurskoðuð. Borgarstjóri segir íbúafjölgun og mikinn gang í húsnæðisuppbyggingu skila sér í tekjuaukningu. Hækkun fasteignagjalda vegi þungt Fjárhagsáætlunin var til umræðu í ráðhúsinu í dag. Hildur Björnsdóttir sagði í ræðu sinni að þeir Dagur B Eggertsson, núverandi borgarstjóri og Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins í borgarstjórn og verðandi borgarstjóri, hafi mögulega lært bókfærslu í Hogwart galdraskólanum. Frekar væri um að ræða sjónhverfingar en hagræðingar. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var Hildur spurð að því hvað hún ætti við með ummælum sínum. Hún sagði að fyrir ári hefði meirihlutinn boðað, eins og þau hafi orðað það, einhverjar umfangsmestu hagræðingar frá hruni. „Svo komu allir hér í dag og sögðu að það hefði orðið tíu milljarða viðsnúningur í rekstri borgarinnar og það væri allt vegna hagræðinganna. Þegar betur er að gáð sér maður auðvitað að heildarútgjöld borgarinnar hafa ekki dregist heldur þvert á móti vaxið um ellefu milljarða, “ segir Hildur. Það sem skýri þennan viðsnúning sé tekjuaukning. Tekjur hafi aukist um nærri 21 milljarð og hækkun fasteignagjalda vegi þar þungt. „Á þessu ári hækkuðu fasteignagjöld gríðarlega og Reykjavík er eitt fárra sveitafélaga á landinu sem ekki brást við þessari hækkun með því að lækka álagningarhlutföll. Þannig já, þetta eru ekki eiginlegar hagræðingar heldur miklu frekar sjónhverfingar að mínu mati.“ Engar sjónhverfingar Einar Þorsteinsson var því næst spurður hvort verið væri að kasta ryki í augu fólks. „Nei svo sannarlega ekki. Ég skil ekki hvaðan þessi bölmóður og neikvæðni kemur,“ svaraði hann. Er aldrei hægt að gleðjast yfir því þegar vel gengur? 16,6 milljarða halli hafi blasað við á síðasta ári og mikil ábyrgð hafi verið sýnd með hagræðingaraðgerðum. „Við réðumst í aðgerðir sem skiluðu okkur þremur milljörðum, sem var það sem við sögðumst ætla að sækja.“ Hægt sé að vaxa út úr vandanum með því að vera leiðandi í húsnæðisuppbyggingu, líkt og Reykjavíkurborg sé. „Þannig það eru engar sjónhverfingar, þetta var planið og planið virkar.“ Umræðan um fjármál borgarinnar oft úti á túni Einar benti á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi stutt hagræðingartillögur meirihlutans á síðasta ári og fyrir það beri að þakka. Hinsvegar hafi umræða um fjármál Reykjavíkurborgar verið „út á túni“, oft á tíðum. „Núna á þessu ári hefur verið talað um að við eigum varla fyrir launum, njótum ekki lánstrausts, og séum nánast bara gjaldþrota. Þannig hefur umræðan verið af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Það stendur ekki steinn yfir steini í þessari umræðu og ég held að við ættum að nota tækifærið þegar við erum að sýna jákvæðan viðsnúning að gleðjast yfir því.“
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira