Kemur í stað vegakafla sem talinn hefur verið einn sá hættulegasti Atli Ísleifsson skrifar 8. nóvember 2023 07:46 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, klipptu á borða við ný gatnamót Þverárfjallsvegar og Skagastrandarvegar á mánudag. Vegagerðin Nýr Þverárfjallsvegur, nýr kafli á Skagastrandarvegi og ný tvíbreið brú yfir Laxá í Refasveit voru vígð á mánudaginn. Heildarvegalengd vegakaflanna og brúarinnar er tæpir tólf kílómetrar, en vegakaflinn hefur lengi verið talinn einn sá hættulegasti á landinu. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, klipptu á borða við ný gatnamót Þverárfjallsvegar og Skagastrandarvegar að viðstöddu fjölmenni. Á vef Vegagerðarinnar segir að einnig hafi verið byggðar nýjar tengingar og heimreiðar, samtals um 4,5 kílómetrar að lengd. „Nýr Þverárfjallsvegur og nýr kafli á Skagastrandarvegi bæta samgöngur á milli þéttbýlisstaða á Norðurlandi vestra, auka umferðaröryggi vegfarenda og íbúa og tryggja greiðari samgöngur á svæðinu. Nýju vegirnir eru með bundnu slitlagi og uppbyggðir með tilliti til snjóa. Hönnunarhraði veganna er almennt miðaður við 90 km/klst hámarkshraða,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur fram að heildarvegalengd nýs vegakafla og brúar sé um 11,8 kílómetrar og leysi hann af vegakafla sem hafi verið talinn einn sá hættulegasti á landinu. 106 metra löng brú „Framkvæmdin fólst í byggingu nýs Þverárfjallsvegur í Refasveit frá Hringvegi norðan Blönduóss að núverandi Þverárfjallsvegi, um 8,5 km að lengd, byggingu nýs Skagastrandarvegar frá nýja Þverárfjallsveginum, yfir nýja brú, að núverandi Skagastrandarvegi norðan við Höskuldsstaði í Skagabyggð, um 3,3 km að lengd. Á Skagastrandarveg var byggð ný 106 m löng brú yfir Laxá í Refasveit. Brúin er í þremur höfum, steinsteypt og eftirspennt. Brúin er sú fjórða sem byggð er yfir Laxá svipuðum slóðum. Sú fyrsta var byggð árið 1876 og var 13 metra löng timburbrú sem var yfir þröngt gil sem nefnist Ámundahlaup og er vestan við nýju brúna. Næsta brú var byggð á árunum 1924-1927, var það járnbent steinbogabrú. Þriðja brúin var byggð árið 1973, 75 metra löng, einbreið bitabrú,“ segir á vef Vegagerðinnar. Stefán Öxndal, Heiða Bjarndís, Aron Logi og Sóley.Vegagerðin Betri tenging Haft er eftir Sigurði Inga að það sé mikið ánægjuefni að framkvæmd verksins sé nú lokið, vegfarendum og íbúum á svæðinu til bóta. „Á grundvelli Samgönguáætlunar verður einbreiðum brúm á landinu áfram fækkað á komandi árum og er til að mynda stefnt að því að innan fimmtán ára verði engin einbreið brú lengur til staðar á hringveginum. Þessar framkvæmdir koma vonandi til með að draga úr ferðatíma og bæta öryggi vegfarenda til muna. Samgöngubæturnar munu styðja við atvinnulíf á svæðinu, svo sem fiskflutning og ferðaþjónustu enda vegurinn hluti af hinni nú heimsfrægu Norðurstrandarleið. Ásamt því bind ég vonir við að þær muni auðvelda ferðir um Norðurland vestra og stuðla að betri tengingu svæðisins við landið allt,“ sagði Sigurður Ingi. Skagabyggð Skagaströnd Skagafjörður Vegagerð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, klipptu á borða við ný gatnamót Þverárfjallsvegar og Skagastrandarvegar að viðstöddu fjölmenni. Á vef Vegagerðarinnar segir að einnig hafi verið byggðar nýjar tengingar og heimreiðar, samtals um 4,5 kílómetrar að lengd. „Nýr Þverárfjallsvegur og nýr kafli á Skagastrandarvegi bæta samgöngur á milli þéttbýlisstaða á Norðurlandi vestra, auka umferðaröryggi vegfarenda og íbúa og tryggja greiðari samgöngur á svæðinu. Nýju vegirnir eru með bundnu slitlagi og uppbyggðir með tilliti til snjóa. Hönnunarhraði veganna er almennt miðaður við 90 km/klst hámarkshraða,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur fram að heildarvegalengd nýs vegakafla og brúar sé um 11,8 kílómetrar og leysi hann af vegakafla sem hafi verið talinn einn sá hættulegasti á landinu. 106 metra löng brú „Framkvæmdin fólst í byggingu nýs Þverárfjallsvegur í Refasveit frá Hringvegi norðan Blönduóss að núverandi Þverárfjallsvegi, um 8,5 km að lengd, byggingu nýs Skagastrandarvegar frá nýja Þverárfjallsveginum, yfir nýja brú, að núverandi Skagastrandarvegi norðan við Höskuldsstaði í Skagabyggð, um 3,3 km að lengd. Á Skagastrandarveg var byggð ný 106 m löng brú yfir Laxá í Refasveit. Brúin er í þremur höfum, steinsteypt og eftirspennt. Brúin er sú fjórða sem byggð er yfir Laxá svipuðum slóðum. Sú fyrsta var byggð árið 1876 og var 13 metra löng timburbrú sem var yfir þröngt gil sem nefnist Ámundahlaup og er vestan við nýju brúna. Næsta brú var byggð á árunum 1924-1927, var það járnbent steinbogabrú. Þriðja brúin var byggð árið 1973, 75 metra löng, einbreið bitabrú,“ segir á vef Vegagerðinnar. Stefán Öxndal, Heiða Bjarndís, Aron Logi og Sóley.Vegagerðin Betri tenging Haft er eftir Sigurði Inga að það sé mikið ánægjuefni að framkvæmd verksins sé nú lokið, vegfarendum og íbúum á svæðinu til bóta. „Á grundvelli Samgönguáætlunar verður einbreiðum brúm á landinu áfram fækkað á komandi árum og er til að mynda stefnt að því að innan fimmtán ára verði engin einbreið brú lengur til staðar á hringveginum. Þessar framkvæmdir koma vonandi til með að draga úr ferðatíma og bæta öryggi vegfarenda til muna. Samgöngubæturnar munu styðja við atvinnulíf á svæðinu, svo sem fiskflutning og ferðaþjónustu enda vegurinn hluti af hinni nú heimsfrægu Norðurstrandarleið. Ásamt því bind ég vonir við að þær muni auðvelda ferðir um Norðurland vestra og stuðla að betri tengingu svæðisins við landið allt,“ sagði Sigurður Ingi.
Skagabyggð Skagaströnd Skagafjörður Vegagerð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Sjá meira