Kemur í stað vegakafla sem talinn hefur verið einn sá hættulegasti Atli Ísleifsson skrifar 8. nóvember 2023 07:46 Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, klipptu á borða við ný gatnamót Þverárfjallsvegar og Skagastrandarvegar á mánudag. Vegagerðin Nýr Þverárfjallsvegur, nýr kafli á Skagastrandarvegi og ný tvíbreið brú yfir Laxá í Refasveit voru vígð á mánudaginn. Heildarvegalengd vegakaflanna og brúarinnar er tæpir tólf kílómetrar, en vegakaflinn hefur lengi verið talinn einn sá hættulegasti á landinu. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, klipptu á borða við ný gatnamót Þverárfjallsvegar og Skagastrandarvegar að viðstöddu fjölmenni. Á vef Vegagerðarinnar segir að einnig hafi verið byggðar nýjar tengingar og heimreiðar, samtals um 4,5 kílómetrar að lengd. „Nýr Þverárfjallsvegur og nýr kafli á Skagastrandarvegi bæta samgöngur á milli þéttbýlisstaða á Norðurlandi vestra, auka umferðaröryggi vegfarenda og íbúa og tryggja greiðari samgöngur á svæðinu. Nýju vegirnir eru með bundnu slitlagi og uppbyggðir með tilliti til snjóa. Hönnunarhraði veganna er almennt miðaður við 90 km/klst hámarkshraða,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur fram að heildarvegalengd nýs vegakafla og brúar sé um 11,8 kílómetrar og leysi hann af vegakafla sem hafi verið talinn einn sá hættulegasti á landinu. 106 metra löng brú „Framkvæmdin fólst í byggingu nýs Þverárfjallsvegur í Refasveit frá Hringvegi norðan Blönduóss að núverandi Þverárfjallsvegi, um 8,5 km að lengd, byggingu nýs Skagastrandarvegar frá nýja Þverárfjallsveginum, yfir nýja brú, að núverandi Skagastrandarvegi norðan við Höskuldsstaði í Skagabyggð, um 3,3 km að lengd. Á Skagastrandarveg var byggð ný 106 m löng brú yfir Laxá í Refasveit. Brúin er í þremur höfum, steinsteypt og eftirspennt. Brúin er sú fjórða sem byggð er yfir Laxá svipuðum slóðum. Sú fyrsta var byggð árið 1876 og var 13 metra löng timburbrú sem var yfir þröngt gil sem nefnist Ámundahlaup og er vestan við nýju brúna. Næsta brú var byggð á árunum 1924-1927, var það járnbent steinbogabrú. Þriðja brúin var byggð árið 1973, 75 metra löng, einbreið bitabrú,“ segir á vef Vegagerðinnar. Stefán Öxndal, Heiða Bjarndís, Aron Logi og Sóley.Vegagerðin Betri tenging Haft er eftir Sigurði Inga að það sé mikið ánægjuefni að framkvæmd verksins sé nú lokið, vegfarendum og íbúum á svæðinu til bóta. „Á grundvelli Samgönguáætlunar verður einbreiðum brúm á landinu áfram fækkað á komandi árum og er til að mynda stefnt að því að innan fimmtán ára verði engin einbreið brú lengur til staðar á hringveginum. Þessar framkvæmdir koma vonandi til með að draga úr ferðatíma og bæta öryggi vegfarenda til muna. Samgöngubæturnar munu styðja við atvinnulíf á svæðinu, svo sem fiskflutning og ferðaþjónustu enda vegurinn hluti af hinni nú heimsfrægu Norðurstrandarleið. Ásamt því bind ég vonir við að þær muni auðvelda ferðir um Norðurland vestra og stuðla að betri tengingu svæðisins við landið allt,“ sagði Sigurður Ingi. Skagabyggð Skagaströnd Skagafjörður Vegagerð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir, forstjóri Vegagerðarinnar, klipptu á borða við ný gatnamót Þverárfjallsvegar og Skagastrandarvegar að viðstöddu fjölmenni. Á vef Vegagerðarinnar segir að einnig hafi verið byggðar nýjar tengingar og heimreiðar, samtals um 4,5 kílómetrar að lengd. „Nýr Þverárfjallsvegur og nýr kafli á Skagastrandarvegi bæta samgöngur á milli þéttbýlisstaða á Norðurlandi vestra, auka umferðaröryggi vegfarenda og íbúa og tryggja greiðari samgöngur á svæðinu. Nýju vegirnir eru með bundnu slitlagi og uppbyggðir með tilliti til snjóa. Hönnunarhraði veganna er almennt miðaður við 90 km/klst hámarkshraða,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur fram að heildarvegalengd nýs vegakafla og brúar sé um 11,8 kílómetrar og leysi hann af vegakafla sem hafi verið talinn einn sá hættulegasti á landinu. 106 metra löng brú „Framkvæmdin fólst í byggingu nýs Þverárfjallsvegur í Refasveit frá Hringvegi norðan Blönduóss að núverandi Þverárfjallsvegi, um 8,5 km að lengd, byggingu nýs Skagastrandarvegar frá nýja Þverárfjallsveginum, yfir nýja brú, að núverandi Skagastrandarvegi norðan við Höskuldsstaði í Skagabyggð, um 3,3 km að lengd. Á Skagastrandarveg var byggð ný 106 m löng brú yfir Laxá í Refasveit. Brúin er í þremur höfum, steinsteypt og eftirspennt. Brúin er sú fjórða sem byggð er yfir Laxá svipuðum slóðum. Sú fyrsta var byggð árið 1876 og var 13 metra löng timburbrú sem var yfir þröngt gil sem nefnist Ámundahlaup og er vestan við nýju brúna. Næsta brú var byggð á árunum 1924-1927, var það járnbent steinbogabrú. Þriðja brúin var byggð árið 1973, 75 metra löng, einbreið bitabrú,“ segir á vef Vegagerðinnar. Stefán Öxndal, Heiða Bjarndís, Aron Logi og Sóley.Vegagerðin Betri tenging Haft er eftir Sigurði Inga að það sé mikið ánægjuefni að framkvæmd verksins sé nú lokið, vegfarendum og íbúum á svæðinu til bóta. „Á grundvelli Samgönguáætlunar verður einbreiðum brúm á landinu áfram fækkað á komandi árum og er til að mynda stefnt að því að innan fimmtán ára verði engin einbreið brú lengur til staðar á hringveginum. Þessar framkvæmdir koma vonandi til með að draga úr ferðatíma og bæta öryggi vegfarenda til muna. Samgöngubæturnar munu styðja við atvinnulíf á svæðinu, svo sem fiskflutning og ferðaþjónustu enda vegurinn hluti af hinni nú heimsfrægu Norðurstrandarleið. Ásamt því bind ég vonir við að þær muni auðvelda ferðir um Norðurland vestra og stuðla að betri tengingu svæðisins við landið allt,“ sagði Sigurður Ingi.
Skagabyggð Skagaströnd Skagafjörður Vegagerð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Fleiri fréttir Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sjá meira