G7-ríkin kalla eftir mannúðarhléi en Blinken útilokar vopnahlé Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. nóvember 2023 10:58 Utanríkisráðherrar G7 funduðu í Tókýó í morgun. AP/Jonathan Ernst Utanríkisráðherrar G7-ríkjanna hafa sameinast um yfirlýsingu þar sem kallað er eftir mannúðarhléi á átökum milli Ísraela og Hamas til að greiða fyrir neyðaraðstoð til íbúa. Ráðherrarnir ítrekuðu fordæmingu sína á árásum Hamas 7. október og stuðning þeirra við rétt Ísraels til að verja sig en lögðu einnig áherslu á nauðsyn þess að fara að alþjóðlegum lögum. Þá gagnrýndu þeir ofbeldi landtökufólks á Vesturbakkanum gegn Palestínumönnum, sögðu það óásættanlegt, grafa undan öryggi á svæðinu og ógna vonum um varanlegan frið. Yoko Kamikawa, utanríkisráðherra Japan, sagði að loknum fundi í Tókýó að tafarlausra aðgerða væri þörf til að mæta því ástandi sem hefði skapast á Gasa síðustu daga og vikur. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði vopnahlé hins vegar ekki inni í myndinni; Hamas-samtökin hefðu enn yfir 200 manns í gíslingu og hefðu hótað ítrekuðum endurtekningum á 7. október. Það væri afstaða Bandaríkjanna til framtíðarhorfa á Gasa að það mætti ekki neyða Palestínumenn þaðan, ekki núna og ekki í framtíðinni. Gasa ætti ekki að verða miðstöð fyrir hryðjuverkastarfsemi né væri rétt að hernema svæðið á ný. Þá ætti ekki að umkringja eða hindra för fólks um svæðið né minnka það. Framtíðarstjórn Gasa yrði að vera á höndum stjórnar leidda af Palestínumönnum og miða að því að svara vilja Palestínumanna. Þá þyrfti að sameina Gasa og Vesturbakkann undir umræddri stjórn og vinna að endurreisn innviða á Gasa. Blinken sagði Bandaríkjamenn sjá fyrir sér Ísraelsmenn og Palestínumenn lifa saman í friði, í eigin ríkjum. Utanríkisráðherrann sagði Gasa ekki mega falla aftur undir stjórn Hamas né ættu Ísraelar að hernema svæðið á ný. Viðbúið væri hins vegar að grípa þyrfti til einhverra tímabundinna ráðstafana að átökum loknum. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Ráðherrarnir ítrekuðu fordæmingu sína á árásum Hamas 7. október og stuðning þeirra við rétt Ísraels til að verja sig en lögðu einnig áherslu á nauðsyn þess að fara að alþjóðlegum lögum. Þá gagnrýndu þeir ofbeldi landtökufólks á Vesturbakkanum gegn Palestínumönnum, sögðu það óásættanlegt, grafa undan öryggi á svæðinu og ógna vonum um varanlegan frið. Yoko Kamikawa, utanríkisráðherra Japan, sagði að loknum fundi í Tókýó að tafarlausra aðgerða væri þörf til að mæta því ástandi sem hefði skapast á Gasa síðustu daga og vikur. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði vopnahlé hins vegar ekki inni í myndinni; Hamas-samtökin hefðu enn yfir 200 manns í gíslingu og hefðu hótað ítrekuðum endurtekningum á 7. október. Það væri afstaða Bandaríkjanna til framtíðarhorfa á Gasa að það mætti ekki neyða Palestínumenn þaðan, ekki núna og ekki í framtíðinni. Gasa ætti ekki að verða miðstöð fyrir hryðjuverkastarfsemi né væri rétt að hernema svæðið á ný. Þá ætti ekki að umkringja eða hindra för fólks um svæðið né minnka það. Framtíðarstjórn Gasa yrði að vera á höndum stjórnar leidda af Palestínumönnum og miða að því að svara vilja Palestínumanna. Þá þyrfti að sameina Gasa og Vesturbakkann undir umræddri stjórn og vinna að endurreisn innviða á Gasa. Blinken sagði Bandaríkjamenn sjá fyrir sér Ísraelsmenn og Palestínumenn lifa saman í friði, í eigin ríkjum. Utanríkisráðherrann sagði Gasa ekki mega falla aftur undir stjórn Hamas né ættu Ísraelar að hernema svæðið á ný. Viðbúið væri hins vegar að grípa þyrfti til einhverra tímabundinna ráðstafana að átökum loknum.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Bandaríkin Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira