Talinn hafa logið fíkniefnaframleiðslu í Borgarnesi upp á sjálfan sig Jón Þór Stefánsson skrifar 8. nóvember 2023 16:52 Tveir af þremur sakborningum amfetamínsmálsins í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2019. Vitni í málinu á að hafa afvegaleitt það fyrir dómi. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri sem bar vitni í umfangsmiklu fíkniefnamáli árið 2019, sem varðaði meðal annars framleiðslu á amfetamíni, og tók á sig alla sök, hefur verið ákærður fyrir að bera ljúgvitni. Honum er gefið að sök að hafa farið með rangan framburð fyrir rétti með því að halda því ranglega fram að hann hafi sjálfur í félagi við annan óþekktan aðila staðið að framleiðslu á tæplega níu kílóum af amfetamíni í Sumarhúsi í Borgarnesi. Héraðssaksóknari telur brotin varða 142. grein almennra hegningarlaga, sem varða það að ljúga fyrir rétti. Samkvæmt lagagreininni skal sá sem gerist brotlegur við hana sæta allt að fjögurra ára fangelsi. Málið varðar fíkniefnaframleiðslu í Borgarfirði árið 2019. Það hefur þó verið dæmt í því máli.Vísir/Vilhelm Neituðu og fengu þunga dóma Þrír karlmenn voru sakfelldir í fíkniefnamálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2019. Einn hlaut sjö ára fangelsisdóm og hinir tveir fengu sex ára dóm. Dómar þeirra voru mildaðir í Landsrétti árið 2020. Þar hlaut einn þeirra sex ára dóm en hinir tveir fimm. Þremenningarnir neituðu allir sök og gagnrýndu rannsókn lögreglu á málinu. Þeir játuðu þó allir að hafa verið á vettvangi þegar lögreglan stöðvaði amfetamínframleiðsluna. Eftir að ákæra í málinu var gefin út steig maðurinn, sem nú er ákærður fyrir að bera ljúgvitni, fram og hélt því fram að hann hafi átt fíkniefnin og sjálfur framleitt þau úr amfetamínbasa. Í fréttaflutningi Vísis um málið kemur fram að framburður mannsins hafi tekið nokkrum breytingum fyrir dómi. Gat ekki lýst framleiðslunni Einnig kemur fram í dómnum að hann hafi ekki getað lýst framleiðsluferli amfetamíns nákvæmlega. Hann gat til að mynda ekki minnst á gögn sem voru á vettvangi og eru mikilvæg í framleiðslunni af fyrra bragði. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að framburður mannsins hafi verið ótrúverðugur og til þess fallinn að afvegaleiða við úrlausn málsins. Dómsmál Fíkniefnabrot Borgarbyggð Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Tengdar fréttir Steig óvænt fram og lýsti ábyrgð á allri amfetamínframleiðslunni í Borgarfirði Karlmaður nokkur hefur stigið fram og lýst yfir ábyrgð á amfetamínframleiðslu í sumarbústað í Borgarfirði. Um er að ræða umfangsmikið mál sem komið er til kasta dómstóla. 16. október 2019 15:19 Huldu andlit sín við þingfestingu í stóra amfetamínmálinu Verjandi gagnrýndi ákæruvaldið harðlega fyrir að skipta málinu upp í tvo anga. 10. september 2019 11:34 Þungir dómar vegna amfetamínframleiðslu í Borgarfirði Sakborningar í umfangsmiklu amfetamínsmáli fengu þunga dóma fyrir aðild þeirra að málinu þegar dómur var kvaðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. 9. desember 2019 14:38 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Honum er gefið að sök að hafa farið með rangan framburð fyrir rétti með því að halda því ranglega fram að hann hafi sjálfur í félagi við annan óþekktan aðila staðið að framleiðslu á tæplega níu kílóum af amfetamíni í Sumarhúsi í Borgarnesi. Héraðssaksóknari telur brotin varða 142. grein almennra hegningarlaga, sem varða það að ljúga fyrir rétti. Samkvæmt lagagreininni skal sá sem gerist brotlegur við hana sæta allt að fjögurra ára fangelsi. Málið varðar fíkniefnaframleiðslu í Borgarfirði árið 2019. Það hefur þó verið dæmt í því máli.Vísir/Vilhelm Neituðu og fengu þunga dóma Þrír karlmenn voru sakfelldir í fíkniefnamálinu í Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2019. Einn hlaut sjö ára fangelsisdóm og hinir tveir fengu sex ára dóm. Dómar þeirra voru mildaðir í Landsrétti árið 2020. Þar hlaut einn þeirra sex ára dóm en hinir tveir fimm. Þremenningarnir neituðu allir sök og gagnrýndu rannsókn lögreglu á málinu. Þeir játuðu þó allir að hafa verið á vettvangi þegar lögreglan stöðvaði amfetamínframleiðsluna. Eftir að ákæra í málinu var gefin út steig maðurinn, sem nú er ákærður fyrir að bera ljúgvitni, fram og hélt því fram að hann hafi átt fíkniefnin og sjálfur framleitt þau úr amfetamínbasa. Í fréttaflutningi Vísis um málið kemur fram að framburður mannsins hafi tekið nokkrum breytingum fyrir dómi. Gat ekki lýst framleiðslunni Einnig kemur fram í dómnum að hann hafi ekki getað lýst framleiðsluferli amfetamíns nákvæmlega. Hann gat til að mynda ekki minnst á gögn sem voru á vettvangi og eru mikilvæg í framleiðslunni af fyrra bragði. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að framburður mannsins hafi verið ótrúverðugur og til þess fallinn að afvegaleiða við úrlausn málsins.
Dómsmál Fíkniefnabrot Borgarbyggð Amfetamínframleiðsla í Borgarfirði Tengdar fréttir Steig óvænt fram og lýsti ábyrgð á allri amfetamínframleiðslunni í Borgarfirði Karlmaður nokkur hefur stigið fram og lýst yfir ábyrgð á amfetamínframleiðslu í sumarbústað í Borgarfirði. Um er að ræða umfangsmikið mál sem komið er til kasta dómstóla. 16. október 2019 15:19 Huldu andlit sín við þingfestingu í stóra amfetamínmálinu Verjandi gagnrýndi ákæruvaldið harðlega fyrir að skipta málinu upp í tvo anga. 10. september 2019 11:34 Þungir dómar vegna amfetamínframleiðslu í Borgarfirði Sakborningar í umfangsmiklu amfetamínsmáli fengu þunga dóma fyrir aðild þeirra að málinu þegar dómur var kvaðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. 9. desember 2019 14:38 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Sjá meira
Steig óvænt fram og lýsti ábyrgð á allri amfetamínframleiðslunni í Borgarfirði Karlmaður nokkur hefur stigið fram og lýst yfir ábyrgð á amfetamínframleiðslu í sumarbústað í Borgarfirði. Um er að ræða umfangsmikið mál sem komið er til kasta dómstóla. 16. október 2019 15:19
Huldu andlit sín við þingfestingu í stóra amfetamínmálinu Verjandi gagnrýndi ákæruvaldið harðlega fyrir að skipta málinu upp í tvo anga. 10. september 2019 11:34
Þungir dómar vegna amfetamínframleiðslu í Borgarfirði Sakborningar í umfangsmiklu amfetamínsmáli fengu þunga dóma fyrir aðild þeirra að málinu þegar dómur var kvaðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur nú fyrir stundu. 9. desember 2019 14:38