Tveir þeirra eru embættismenn í Egyptalandi, einn er starfsmaður Sameinuðu þjóðanna og sjá fjórði sendifulltrúi ónefnds ríkis.
Hléið yrði nýtt til að koma meiri hjálpargögnum til íbúa Gasa, meðal annars einhverju magni eldsneytis.
Heimildarmennirnir segja stjórnvöld í Egyptalandi, Katar og Bandaríkjunum hafa átt milligöngu í viðræðunum. Samkvæmt öðrum Egyptanum er unnið að lokaútgáfu samkomulags.
Háttsettur embættismaður í Bandaríkjunum segir þarlend stjórnvöld ekki hafa lagt til ákveðinn tímaramma varðandi hléið en lagt til að lengd þess verði bundin við fjölda gísla sem verður sleppt.
Ef það yrði ofan á yrði hægt að „endurnýta“ samkomulagið til að semja um fleiri hlé gegn lausn fleiri gísla.