Besta fiskveiðikerfið - drepum ekki gullgæsina Svanur Guðmundsson skrifar 9. nóvember 2023 09:31 Fáar eða nokkrar þjóðir eiga jafn mikið undir farsælli nýtingu fiskistofna sinna og við Íslendingar. Þessi staða hefur verið okkar leiðarstjarna við þróun og uppbyggingu fiskveiðistjórnunarkerfisins sem hvarvetna fær mikið lof af kunnáttufólki og fræðimönnum. Nú síðast hjá prófessor Gary Libecap sem er heimsþekktur fyrir rannsóknir sínar á sviði einkaeignarréttar í hagfræði. Libecap hefur verið fræðimaður við margar helstu menntastofnanir Bandaríkjanna, ásamt því að hafa sinnt rannsóknum við Cambridge-háskóla, Háskólann í París og Freie Universität í Berlín. Hann er nú prófessor í auðlindastjórnun við Bren School of Environmental Science & Management og í hagfræði við Kaliforníu háskóla í Santa Barbara. Hann flutti nýverið fyrirlestur við Háskóla Íslands um mikilvægi eignarréttar í sjávarútvegi og ýmsar áskoranir á því sviði og átti ég því láni að fagna að sitja fyrirlesturinn. Það var ánægjulegt að uppgötva að þegar prófessorinn var að lýsa vel heppnaðri auðlindastýringu þá var hann í raun að lýsa fiskveiðikerfinu okkar Íslendinga. Hann sagði að ásamt Nýja-Sjálandi væru þetta þau tvö lönd sem væri hampað fyrir að hafa heildstæðustu og öflugustu fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi. Prófessorinn sagði að rannsóknir hans sýndu að það væri aðeins innan kerfis einstaklingsbundinna réttinda sem eitthvað er til að verðmeta. „Og það er það sem vekur athygli. Svo að það er mjög snúið úrlausnarefni. Ég geri ekki lítið úr því en ég tel að fylgismönnum skattlagningar eða endurúthlutunar eða annarra leiða yfirsjáist að hægt er að drepa gullgæsina, ef svo má að orði komast,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið en aðrir fjölmiðlar sýndu komu Gary Libecap ekki áhuga. Vísindi og rannsóknir tryggja hámarksafrakstur Allt okkar fiskveiðistjórnunarkerfi tónar þannig við niðurstöður þessa merka fræðimanns í auðlindastýringu. Í viðleitni til að tryggja hámarksafrakstur höfum við Íslendingar leitað á svið vísinda og rannsókna. Veiði okkar dýrmætu stofna byggist á rannsóknum, söfnum upplýsinga og úrvinnslu þeirra. Vissulega getum við og eigum að bætt okkur á þeim sviðum en utan um allt þetta höfum við smíðað það sem mætti kalla „íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið“ með samstarfi opinberra aðila, fyrirtækja, einstaklinga og vísindasamfélags. Prófessor Gary Libecap benti á að áskoranir í umhverfismálum eru mjög ólíkar milli auðlinda og aðstæðna. Hann sagðist vera býsna bjartsýnn varðandi þær sem eru mjög staðbundnar. Grundvallaratrið væri að það væri fyrir hendi þokkalega traust fyrirkomulag á eignarréttindum. Nýting eignarréttarins byggist meðal annars á því að hið pólitíska vald ákveður leyfilegan heildarafla að fenginni ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Aflanum er síðan úthlutað í samræmi við aflamark sem gengur kaupum og sölum á markaði og stuðlar þannig að hagræðingu fiskveiðiflotans. Á þennan hátt hefur kerfið skapað hvata til að hagræða í rekstri, stuðla að hámarksnýtingu aflans og síðast en ekki síst eflt sjálfbæra nýtingu auðlindarinnar. Ekki er síður mikilvægt að kerfið hefur ýtt undir fjárfestingu í öruggari skipum, nýjustu tækni, aukinni fagmennsku og verulegri fækkun slysa til sjós. Öllum stendur á sama um ofveidda stofna En prófessor Gary Libecap hittir naglann á höfuðið þegar hann sagði í samtali við Morgunblaðið að öllum stendur á sama um ofveidda fiskistofna, þegar allt er ofveitt vegna rangrar stefnu stendur öllum á sama. „En þegar réttindatengt fyrirkomulag hefur verið innleitt, og fiskveiðarnar verða arðbærar, verður skyndilega bakslag því fólk segir: „Bíddu! Menn eru að efnast á auðlind í almannaeigu, á fiskveiðum, og við ættum að fá hlutdeild í því.“ Ég hef fullan skilning á þeirri röksemd en vandamálið er að þeim láist að skilja að fiskveiðarnar eru verðmætar vegna athafna útvegsmanna. Og ef lagðar eru hömlur á eignarréttindi eru fiskveiðiréttindin útþynnt. Til dæmis með því að hafa sólarlagsákvæði á núverandi úthlutunum og reyna að endurúthluta þeim með uppboði eða einhverju öðru fyrirkomulagi, en það kann að ónýta fyrirkomulagið sem skapaði upphaflega mikil verðmæti með veiðunum.“ Eins og áhugamenn um fiskveiðistjórnunarkerfið vita hef ég reynt að vekja athygli á þeim verðmætum sem felast í fiskveiðistjórnunarkerfinu í heild sinni. Geta þess til að stýra auðlind með sjálfbærum hætti um leið og afrakstur sjávarútvegsins er tryggður er nú óumdeild staðreynd. Því miður hefur pólitísk óeining komið í veg fyrir að við sjáum þau verðmæti sem við höfum í höndunum, sjálft fiskveiðistjórnunarkerfið, verðmæti sem ættu að geta nýst öðrum þjóðum sem eru í vandræðum með að stýra og byggja upp sjálfbærar veiðar. Ótrúlega margar þjóðir þurfa á því að halda. Þegar hlustað er á prófessor Gary Libecap sést að þetta er rétt. Fiskveiðisstjórnunarkerfið okkar er afrakstur 40 ára þróunar þar sem stöðugt hefur verið leitast við að bæta og aðlagaða kerfið að þeim meginmarkmiðum sem við þurfum á að halda, vernd og sjálfbærni fiskistofna og arðbærum og áhættuminni rekstri. Þetta hefur okkur tekist en einhverra hluta vegna ríkir ekki sátt um kerfið hjá ákveðnum pólitískum hópum. Líklega er það vegna ókunnugleika enda snýst umræðan ekki meginkosti fiskveiðisstjórnunarkerfisins eða þau markmið sem við settum okkur með fiskveiðistjórnunarlögunum. Gefum prófessor Gary Libecap lokaorðið: „Tilgangurinn með því að hafa öflugt kerfi einstaklingsbundinna réttinda er að hafa langtímaáhrif á veiðar og stuðla að skilvirkri fjárfestingu í sjávarútvegi og skipum, stuðla að skilvirkni í þjálfun starfsfólks og einfaldlega að framleiðslu verðmæta.“ Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svanur Guðmundsson Sjávarútvegur Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Fáar eða nokkrar þjóðir eiga jafn mikið undir farsælli nýtingu fiskistofna sinna og við Íslendingar. Þessi staða hefur verið okkar leiðarstjarna við þróun og uppbyggingu fiskveiðistjórnunarkerfisins sem hvarvetna fær mikið lof af kunnáttufólki og fræðimönnum. Nú síðast hjá prófessor Gary Libecap sem er heimsþekktur fyrir rannsóknir sínar á sviði einkaeignarréttar í hagfræði. Libecap hefur verið fræðimaður við margar helstu menntastofnanir Bandaríkjanna, ásamt því að hafa sinnt rannsóknum við Cambridge-háskóla, Háskólann í París og Freie Universität í Berlín. Hann er nú prófessor í auðlindastjórnun við Bren School of Environmental Science & Management og í hagfræði við Kaliforníu háskóla í Santa Barbara. Hann flutti nýverið fyrirlestur við Háskóla Íslands um mikilvægi eignarréttar í sjávarútvegi og ýmsar áskoranir á því sviði og átti ég því láni að fagna að sitja fyrirlesturinn. Það var ánægjulegt að uppgötva að þegar prófessorinn var að lýsa vel heppnaðri auðlindastýringu þá var hann í raun að lýsa fiskveiðikerfinu okkar Íslendinga. Hann sagði að ásamt Nýja-Sjálandi væru þetta þau tvö lönd sem væri hampað fyrir að hafa heildstæðustu og öflugustu fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi. Prófessorinn sagði að rannsóknir hans sýndu að það væri aðeins innan kerfis einstaklingsbundinna réttinda sem eitthvað er til að verðmeta. „Og það er það sem vekur athygli. Svo að það er mjög snúið úrlausnarefni. Ég geri ekki lítið úr því en ég tel að fylgismönnum skattlagningar eða endurúthlutunar eða annarra leiða yfirsjáist að hægt er að drepa gullgæsina, ef svo má að orði komast,“ sagði hann í samtali við Morgunblaðið en aðrir fjölmiðlar sýndu komu Gary Libecap ekki áhuga. Vísindi og rannsóknir tryggja hámarksafrakstur Allt okkar fiskveiðistjórnunarkerfi tónar þannig við niðurstöður þessa merka fræðimanns í auðlindastýringu. Í viðleitni til að tryggja hámarksafrakstur höfum við Íslendingar leitað á svið vísinda og rannsókna. Veiði okkar dýrmætu stofna byggist á rannsóknum, söfnum upplýsinga og úrvinnslu þeirra. Vissulega getum við og eigum að bætt okkur á þeim sviðum en utan um allt þetta höfum við smíðað það sem mætti kalla „íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið“ með samstarfi opinberra aðila, fyrirtækja, einstaklinga og vísindasamfélags. Prófessor Gary Libecap benti á að áskoranir í umhverfismálum eru mjög ólíkar milli auðlinda og aðstæðna. Hann sagðist vera býsna bjartsýnn varðandi þær sem eru mjög staðbundnar. Grundvallaratrið væri að það væri fyrir hendi þokkalega traust fyrirkomulag á eignarréttindum. Nýting eignarréttarins byggist meðal annars á því að hið pólitíska vald ákveður leyfilegan heildarafla að fenginni ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Aflanum er síðan úthlutað í samræmi við aflamark sem gengur kaupum og sölum á markaði og stuðlar þannig að hagræðingu fiskveiðiflotans. Á þennan hátt hefur kerfið skapað hvata til að hagræða í rekstri, stuðla að hámarksnýtingu aflans og síðast en ekki síst eflt sjálfbæra nýtingu auðlindarinnar. Ekki er síður mikilvægt að kerfið hefur ýtt undir fjárfestingu í öruggari skipum, nýjustu tækni, aukinni fagmennsku og verulegri fækkun slysa til sjós. Öllum stendur á sama um ofveidda stofna En prófessor Gary Libecap hittir naglann á höfuðið þegar hann sagði í samtali við Morgunblaðið að öllum stendur á sama um ofveidda fiskistofna, þegar allt er ofveitt vegna rangrar stefnu stendur öllum á sama. „En þegar réttindatengt fyrirkomulag hefur verið innleitt, og fiskveiðarnar verða arðbærar, verður skyndilega bakslag því fólk segir: „Bíddu! Menn eru að efnast á auðlind í almannaeigu, á fiskveiðum, og við ættum að fá hlutdeild í því.“ Ég hef fullan skilning á þeirri röksemd en vandamálið er að þeim láist að skilja að fiskveiðarnar eru verðmætar vegna athafna útvegsmanna. Og ef lagðar eru hömlur á eignarréttindi eru fiskveiðiréttindin útþynnt. Til dæmis með því að hafa sólarlagsákvæði á núverandi úthlutunum og reyna að endurúthluta þeim með uppboði eða einhverju öðru fyrirkomulagi, en það kann að ónýta fyrirkomulagið sem skapaði upphaflega mikil verðmæti með veiðunum.“ Eins og áhugamenn um fiskveiðistjórnunarkerfið vita hef ég reynt að vekja athygli á þeim verðmætum sem felast í fiskveiðistjórnunarkerfinu í heild sinni. Geta þess til að stýra auðlind með sjálfbærum hætti um leið og afrakstur sjávarútvegsins er tryggður er nú óumdeild staðreynd. Því miður hefur pólitísk óeining komið í veg fyrir að við sjáum þau verðmæti sem við höfum í höndunum, sjálft fiskveiðistjórnunarkerfið, verðmæti sem ættu að geta nýst öðrum þjóðum sem eru í vandræðum með að stýra og byggja upp sjálfbærar veiðar. Ótrúlega margar þjóðir þurfa á því að halda. Þegar hlustað er á prófessor Gary Libecap sést að þetta er rétt. Fiskveiðisstjórnunarkerfið okkar er afrakstur 40 ára þróunar þar sem stöðugt hefur verið leitast við að bæta og aðlagaða kerfið að þeim meginmarkmiðum sem við þurfum á að halda, vernd og sjálfbærni fiskistofna og arðbærum og áhættuminni rekstri. Þetta hefur okkur tekist en einhverra hluta vegna ríkir ekki sátt um kerfið hjá ákveðnum pólitískum hópum. Líklega er það vegna ókunnugleika enda snýst umræðan ekki meginkosti fiskveiðisstjórnunarkerfisins eða þau markmið sem við settum okkur með fiskveiðistjórnunarlögunum. Gefum prófessor Gary Libecap lokaorðið: „Tilgangurinn með því að hafa öflugt kerfi einstaklingsbundinna réttinda er að hafa langtímaáhrif á veiðar og stuðla að skilvirkri fjárfestingu í sjávarútvegi og skipum, stuðla að skilvirkni í þjálfun starfsfólks og einfaldlega að framleiðslu verðmæta.“ Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa hagkerfisins.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun