Vinna hafin við undirbúning varnargarða í Svartsengi Lovísa Arnardóttir skrifar 9. nóvember 2023 20:30 Kristinn Harðarson segir starfsfólki eðlilega brugðið. Það sé vel upplýst. Vísir/Einar Ummerki eftir skjálftana í nótt sjást víða. Á Grindavíkurvegi eru sprungur í malbiki sem Vegagerðin vaktaði í dag og í orkuverinu í Svartsengi eru víða sprungur. Þar er hafin vinna við undirbúning varnargarða. „Það eru komnar sprungur víða í gólf og veggi og það var greinilegt í aðkomu í morgun að þetta var töluverður skjálfti í nótt. Það voru skjáir dottnir í gólfið og komnar nýjar sprungur víða,“ segir Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku. Þar er hafin vinna við gerð varnargarða. „Við erum að byrja undirbúning, við að taka efni inn á svæðið til að geta verið snögg að bregðast við ef við þurfum að setja upp varnargarða. Erum að reyna að stytta viðbragðstímann eins og hægt er,“ segir Kristinn og að með þessu vonist þau til þess að geta tryggt órofna starfsemi og áframhaldandi starfsemi í virkjuninni verði eldgos. Fjórir til sex vörubílar eru þannig keyrðir allan daginn með möl úr námu stutt frá að orkuverinu þar sem mölinni er safnað saman í hrúgu. Verði eldgos verði svo hægt að nýta hana í varnargarða eða jafnvel til að setja yfir borholur eða lagnir. Hann segir lágmarksmönnum í orkuverinu eins og stendur. Einhverjir vinni í Reykjanesvirkjun í stað þess að vera í Svartsengi og fylgist vel með virkjuninni. „Það var fylgst mjög vel með í nótt þegar skjálftarnir voru. Starfsemin var stöðug þrátt fyrir skjálftana og engar krítískar skemmdir á framleiðslubúnaði en það eru sprungur víða í gólf og veggi.“ Hann segir almannavarnir og Veðurstofu upplýsa þau reglulega og starfsfólk fái þær upplýsingar um leið. „En auðvitað er þetta mjög óþægileg staða. Þessi kvikusöfnun er í næsta nágrenni og það skiljanlega hefur áhrif.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Samgöngur Orkumál Jarðhiti Bláa lónið Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hægt að nota pastavatn til að hita upp eldhúsið HS Veitur hafa birt ábendingar til íbúa á Suðurnesjum vegna mögulegs langtíma þjónusturofs veitukerfa vegna náttúruhamfara. Fólki er meðal annars bent á að lágmarka notkun þvotta-, og uppþvottavéla og draga fyrir glugga þegar ekki er sólskin. 9. nóvember 2023 14:56 „Það er líklegra en ekki að það verði ekki svarta myndin“ Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra, sagði mikilvægt að muna að svartasta sviðsmyndin væri ekki sú líklegasta, þegar hann ræddi jarðhræringar á Reykjanesskaga á íbúafundi í Stapa í Reykjanesbæ í kvöld. 8. nóvember 2023 21:38 Telur að Grindvíkingar ættu að sofa annars staðar en heima hjá sér Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla- og bergfræði við Háskóla Íslands segir að réttast væri að rýma Grindavík eins og hægt sé. Hann segir jafnframt að ekki sé seinna vænna að koma upp varnargörðum til að verja bæinn. 9. nóvember 2023 12:26 Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. 9. nóvember 2023 12:04 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
„Það eru komnar sprungur víða í gólf og veggi og það var greinilegt í aðkomu í morgun að þetta var töluverður skjálfti í nótt. Það voru skjáir dottnir í gólfið og komnar nýjar sprungur víða,“ segir Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku. Þar er hafin vinna við gerð varnargarða. „Við erum að byrja undirbúning, við að taka efni inn á svæðið til að geta verið snögg að bregðast við ef við þurfum að setja upp varnargarða. Erum að reyna að stytta viðbragðstímann eins og hægt er,“ segir Kristinn og að með þessu vonist þau til þess að geta tryggt órofna starfsemi og áframhaldandi starfsemi í virkjuninni verði eldgos. Fjórir til sex vörubílar eru þannig keyrðir allan daginn með möl úr námu stutt frá að orkuverinu þar sem mölinni er safnað saman í hrúgu. Verði eldgos verði svo hægt að nýta hana í varnargarða eða jafnvel til að setja yfir borholur eða lagnir. Hann segir lágmarksmönnum í orkuverinu eins og stendur. Einhverjir vinni í Reykjanesvirkjun í stað þess að vera í Svartsengi og fylgist vel með virkjuninni. „Það var fylgst mjög vel með í nótt þegar skjálftarnir voru. Starfsemin var stöðug þrátt fyrir skjálftana og engar krítískar skemmdir á framleiðslubúnaði en það eru sprungur víða í gólf og veggi.“ Hann segir almannavarnir og Veðurstofu upplýsa þau reglulega og starfsfólk fái þær upplýsingar um leið. „En auðvitað er þetta mjög óþægileg staða. Þessi kvikusöfnun er í næsta nágrenni og það skiljanlega hefur áhrif.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Samgöngur Orkumál Jarðhiti Bláa lónið Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hægt að nota pastavatn til að hita upp eldhúsið HS Veitur hafa birt ábendingar til íbúa á Suðurnesjum vegna mögulegs langtíma þjónusturofs veitukerfa vegna náttúruhamfara. Fólki er meðal annars bent á að lágmarka notkun þvotta-, og uppþvottavéla og draga fyrir glugga þegar ekki er sólskin. 9. nóvember 2023 14:56 „Það er líklegra en ekki að það verði ekki svarta myndin“ Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra, sagði mikilvægt að muna að svartasta sviðsmyndin væri ekki sú líklegasta, þegar hann ræddi jarðhræringar á Reykjanesskaga á íbúafundi í Stapa í Reykjanesbæ í kvöld. 8. nóvember 2023 21:38 Telur að Grindvíkingar ættu að sofa annars staðar en heima hjá sér Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla- og bergfræði við Háskóla Íslands segir að réttast væri að rýma Grindavík eins og hægt sé. Hann segir jafnframt að ekki sé seinna vænna að koma upp varnargörðum til að verja bæinn. 9. nóvember 2023 12:26 Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. 9. nóvember 2023 12:04 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Hægt að nota pastavatn til að hita upp eldhúsið HS Veitur hafa birt ábendingar til íbúa á Suðurnesjum vegna mögulegs langtíma þjónusturofs veitukerfa vegna náttúruhamfara. Fólki er meðal annars bent á að lágmarka notkun þvotta-, og uppþvottavéla og draga fyrir glugga þegar ekki er sólskin. 9. nóvember 2023 14:56
„Það er líklegra en ekki að það verði ekki svarta myndin“ Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra, sagði mikilvægt að muna að svartasta sviðsmyndin væri ekki sú líklegasta, þegar hann ræddi jarðhræringar á Reykjanesskaga á íbúafundi í Stapa í Reykjanesbæ í kvöld. 8. nóvember 2023 21:38
Telur að Grindvíkingar ættu að sofa annars staðar en heima hjá sér Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjalla- og bergfræði við Háskóla Íslands segir að réttast væri að rýma Grindavík eins og hægt sé. Hann segir jafnframt að ekki sé seinna vænna að koma upp varnargörðum til að verja bæinn. 9. nóvember 2023 12:26
Tómlegt í Bláa lóninu og ferðamenn missvekktir Tómlegt er um að litast í Bláa lóninu í dag á fyrsta degi lokunar. Ferðamenn sem fréttastofa ræddi við höfðu ekki fengið veður af lokuninni og voru missvekktir. 9. nóvember 2023 12:04