Fyrirtæki De Niro gert að greiða aðstoðarmanni hans 170 milljónir Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. nóvember 2023 23:59 De Niro fyrir utan dómssal í gær. AP Canal Productions, fyrirtæki Roberts De Niro, var í dag dæmt til að greiða fyrrverandi aðstoðarkonu hans 170 milljónir króna í skaðabætur fyrir illa meðferð og kynjamismunun. Graham Chase Robinson, sem starfaði sem aðstoðarkona De Niro frá 2008 til 2019, hefur sakað hann um illa meðferð en þrátt fyrir að hafa verið titluð varaforseti framleiðslu og fjármála hjá framleiðslufyrirtæki De Niro, Canal Productions, og verið með rúmar 40 milljónir í árslaun sinnti hún ýmsum hversdagslegum störfum fyrir leikarann. Samkvæmt gögnum málsins sá Robinson meðal annars um að skreyta jólatré De Niro. Þá var hún um tíma skráð sem sá aðili sem hafa átti samband við í neyðartilfellum og var sú sem leikarinn hringdi í þegar hann datt niður stiga og þurfti að fara á spítala. Robinson höfðaði mál gegn De Niro og konunni hans árið 2019, þegar hún hætti störfum hjá fyrirtækinu. Í vitnisburði sagði Robinson De Niro og Tiffany Chen, eiginkonu hans, hafa breytt starfinu hennar sem hún dýrkaði í martröð. Dómari sagði De Niro ekki persónulega ábyrgan fyrir slæmu meðferðinni og kynjamismununinni, en dæmdi fyrirtæki hans, Canal Productions, til þess að greiða Robinson alls 1,2 milljónir Bandaríkjadali í skaðabætur, sem nemur um 170 milljónum króna. Fyrirtækið þyrfti að greiða henni 632 þúsund dali í tvígang. Leikarinn mætti ekki í dómsal þegar dómurinn var kveðinn upp í dag. Lögmaður De Niro sagði lögfræðingateymi hans ætla að beita sér fyrir því að upphæðin sem Canal Productions greiði Robinson verði lækkuð. De Niro lét illum látum í réttarsal á dögunum þegar hann bar vitni í málinu. Hann hrópaði til að mynda „þetta er algjör vitleysa!“ og hækkaði tvisvar sinnum róminn þegar hann tók til varnar fyrir sig og kærustu sína. Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Sjá meira
Graham Chase Robinson, sem starfaði sem aðstoðarkona De Niro frá 2008 til 2019, hefur sakað hann um illa meðferð en þrátt fyrir að hafa verið titluð varaforseti framleiðslu og fjármála hjá framleiðslufyrirtæki De Niro, Canal Productions, og verið með rúmar 40 milljónir í árslaun sinnti hún ýmsum hversdagslegum störfum fyrir leikarann. Samkvæmt gögnum málsins sá Robinson meðal annars um að skreyta jólatré De Niro. Þá var hún um tíma skráð sem sá aðili sem hafa átti samband við í neyðartilfellum og var sú sem leikarinn hringdi í þegar hann datt niður stiga og þurfti að fara á spítala. Robinson höfðaði mál gegn De Niro og konunni hans árið 2019, þegar hún hætti störfum hjá fyrirtækinu. Í vitnisburði sagði Robinson De Niro og Tiffany Chen, eiginkonu hans, hafa breytt starfinu hennar sem hún dýrkaði í martröð. Dómari sagði De Niro ekki persónulega ábyrgan fyrir slæmu meðferðinni og kynjamismununinni, en dæmdi fyrirtæki hans, Canal Productions, til þess að greiða Robinson alls 1,2 milljónir Bandaríkjadali í skaðabætur, sem nemur um 170 milljónum króna. Fyrirtækið þyrfti að greiða henni 632 þúsund dali í tvígang. Leikarinn mætti ekki í dómsal þegar dómurinn var kveðinn upp í dag. Lögmaður De Niro sagði lögfræðingateymi hans ætla að beita sér fyrir því að upphæðin sem Canal Productions greiði Robinson verði lækkuð. De Niro lét illum látum í réttarsal á dögunum þegar hann bar vitni í málinu. Hann hrópaði til að mynda „þetta er algjör vitleysa!“ og hækkaði tvisvar sinnum róminn þegar hann tók til varnar fyrir sig og kærustu sína.
Hollywood Bandaríkin Bíó og sjónvarp Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Sjá meira