Lögreglumaður ákærður fyrir að slá liggjandi mann ítrekað með kylfu Jón Þór Stefánsson skrifar 10. nóvember 2023 11:22 Atvikið sem málið varðar átti sér stað um nótt í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Lögreglumaður á þrítugsaldri hefur verið ákærður fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi vegna atviks sem átti sér stað í miðbæ Reykjavíkur í lok maí á þessu ári. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum er lögreglumanninum gefið að sök að hafa farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða við handtöku a manni. Lögreglumaðurinn er sagður hafa beitt úðavopni ítrekað gegn manninum, sparkað í vinstri fótlegg hans, jafnvel þó brotaþolinn hafi ekki veitt honum mótspyrnu við handtökuna. Þá hafi hann slegið manninn fjórum sinnum með kylfu í líkama þegar hinn maðurinn lá á fjórum fótum, án þess að nauðsyn bæri til. Meint aðför lögreglumannsins eru sögð brjóta í bága við þrjár tilteknar greinar í hegningarlögum. Annars vegar er það líkamsárás, sem getur varðað allt að eins árs fangelsi, og hins vegar tvenns konar brot í opinberu starfi. Önnur þeirra getur varðað allt að eins árs fangelsi, en hin getur aukið refsingu um helming. Það er héraðssaksóknari sem rekur málið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, og krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Í framhaldsákæru sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að brotaþoli málsins krefjist tveggja milljóna króna í miskabætur. Lögreglan Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Lögreglumaður á Austurlandi dæmdur í tíu mánaða fangelsi Lögreglumaðurinn Stefán Pedro Cabrero stundaði það að stilla hraðamælinn og telja fólki trú um að það hefði ekið of hratt og þyrfti að greiða sekt. Greiðslunum stakk hann í eigin vasa. 12. nóvember 2015 12:00 Lögreglumaður dæmdur fyrir líkamsárás í starfi Þrítugur lögreglumaður var dæmdur í 45 daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. 25. febrúar 2020 13:29 Lögreglumaður dæmdur fyrir meðferð á gesti á Irishman Landsréttur staðfesti í dag 45 daga fangelsisdóm yfir rúmlega þrítugum lögreglumanni fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi aðfaranótt mánudagsins 18. mars í fyrra. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. 14. maí 2021 14:31 Lögreglumaður dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot Landsréttur dæmdi í dag þrítugan karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot gegn konu sem hann var í sambandi með í nokkra mánuði. 13. desember 2019 15:22 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum er lögreglumanninum gefið að sök að hafa farið offari og ekki gætt lögmætra aðferða við handtöku a manni. Lögreglumaðurinn er sagður hafa beitt úðavopni ítrekað gegn manninum, sparkað í vinstri fótlegg hans, jafnvel þó brotaþolinn hafi ekki veitt honum mótspyrnu við handtökuna. Þá hafi hann slegið manninn fjórum sinnum með kylfu í líkama þegar hinn maðurinn lá á fjórum fótum, án þess að nauðsyn bæri til. Meint aðför lögreglumannsins eru sögð brjóta í bága við þrjár tilteknar greinar í hegningarlögum. Annars vegar er það líkamsárás, sem getur varðað allt að eins árs fangelsi, og hins vegar tvenns konar brot í opinberu starfi. Önnur þeirra getur varðað allt að eins árs fangelsi, en hin getur aukið refsingu um helming. Það er héraðssaksóknari sem rekur málið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, og krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Í framhaldsákæru sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að brotaþoli málsins krefjist tveggja milljóna króna í miskabætur.
Lögreglan Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Lögreglumaður á Austurlandi dæmdur í tíu mánaða fangelsi Lögreglumaðurinn Stefán Pedro Cabrero stundaði það að stilla hraðamælinn og telja fólki trú um að það hefði ekið of hratt og þyrfti að greiða sekt. Greiðslunum stakk hann í eigin vasa. 12. nóvember 2015 12:00 Lögreglumaður dæmdur fyrir líkamsárás í starfi Þrítugur lögreglumaður var dæmdur í 45 daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. 25. febrúar 2020 13:29 Lögreglumaður dæmdur fyrir meðferð á gesti á Irishman Landsréttur staðfesti í dag 45 daga fangelsisdóm yfir rúmlega þrítugum lögreglumanni fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi aðfaranótt mánudagsins 18. mars í fyrra. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. 14. maí 2021 14:31 Lögreglumaður dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot Landsréttur dæmdi í dag þrítugan karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot gegn konu sem hann var í sambandi með í nokkra mánuði. 13. desember 2019 15:22 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Ísland land númer 197 Innlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Sjá meira
Lögreglumaður á Austurlandi dæmdur í tíu mánaða fangelsi Lögreglumaðurinn Stefán Pedro Cabrero stundaði það að stilla hraðamælinn og telja fólki trú um að það hefði ekið of hratt og þyrfti að greiða sekt. Greiðslunum stakk hann í eigin vasa. 12. nóvember 2015 12:00
Lögreglumaður dæmdur fyrir líkamsárás í starfi Þrítugur lögreglumaður var dæmdur í 45 daga fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. 25. febrúar 2020 13:29
Lögreglumaður dæmdur fyrir meðferð á gesti á Irishman Landsréttur staðfesti í dag 45 daga fangelsisdóm yfir rúmlega þrítugum lögreglumanni fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi aðfaranótt mánudagsins 18. mars í fyrra. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. 14. maí 2021 14:31
Lögreglumaður dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot Landsréttur dæmdi í dag þrítugan karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hótanir og blygðunarsemisbrot gegn konu sem hann var í sambandi með í nokkra mánuði. 13. desember 2019 15:22