Vegfarendum býðst að aka um Teigsskóg í mánuðinum Kristján Már Unnarsson skrifar 10. nóvember 2023 14:28 Klæðning er núna komin á allan nýja veginn um Teigsskóg. Borgarverk/Daníel Johan Mikaelsson Bundið slitlag er núna komið á allan vegarkaflann um hinn umdeilda Teigsskóg í Þorskafirði. Vegagerðin stefnir að því að hleypa umferð á veginn síðar í þessum mánuði. Klæðningarflokkur Borgarverks hóf lagningu bundins slitlags á veginn þann 5. september síðastliðinn. Þann dag voru 2,3 kílómetrar klæddir á kaflann næst nýju Þorkafjarðarbrúnni og að eyðibýlinu Gröf og síðan hafa áfangarnir bæst við hver af öðrum. „Fyrra lag er núna komið á allan kaflann. Rúmlega þrír kílómetrar voru lagðir í gær og í fyrradag. Við eigum bara eftir seinna lag klæðingar á þessa þrjá kílómetra, komin tvö lög á allt hitt,“ segir Einar Örn Arnarson, sviðsstjóri klæðningar hjá Borgarverki. Borgarverksmenn unnu fram í myrkur við að ljúka lagningu bundna slitlagsins á veginn um Teigsskóg og Hallsteinsnes.Borgarverk/Daníel Johan Mikaelsson Vegarkaflinn kallast í opinberum gögnum Vestfjarðavegur um Gufudalssveit milli Þórisstaða og Hallsteinsness. Verkið fólst í nýbyggingu Vestfjarðavegar á um 10,4 kílómetra kafla og 200 metra kafla Djúpadalsvegar. Áður var Norðurtak búið að leggja nýjan 5,7 kílómetra veg um austanverðan Djúpafjörð. „Þá er komið bundið slitlag á allan Teigskóg og Djúpadalsveginn. Seinna lagið verður tekið næsta vor eða næsta sumar,“ segir Einar Örn. „Það er verið er að ljúka við klæðingu í þessum töluðu orðum. Þá hefst allra síðasti lokafrágangurinn og mun Vegagerðin gefa út opnunardag þegar honum líkur,“ segir Atli Þór Jóhannsson, framkvæmdastjóri Borgarverks. Neðan við eyðibýlið Hallsteinsnes í utanverðum Þorskafirði.Borgarverk/Daníel Johan Mikaelsson „Já, það er komið slitlag alla leið. Hluti er einföld klæðning. Það verður farið í uppsetningu á vegriði eftir helgi,“ segir Sigurþór Guðmundsson, verkefnastjóri Vegagerðarinnar í Gufudalssveit. „Það verður byrjað á vegriði í næstu viku, það tekur viku til tíu daga,“ segir Einar Örn hjá Borgarverki. Gert er ráð fyrir að vegirnir um Teigsskóg og Djúpafjörð verði opnaðir samtímis. Með því færist Vestfjarðavegur af 336 metra háum Hjallahálsi og niður á láglendi en kaflinn inn Djúpafjörð, milli Hallsteinsness og Djúpadals, mun tímabundið gegna hlutverki Vestfjarðavegar. „Ég get ekki sagt nákvæmlega til um opnun en við stefnum að því að það verði í þessum mánuði,“ segir Sigurþór hjá Vegagerðinni. Borgarverksmenn leggja síðustu metra bundins slitlags á veginn um Teigsskóg.Borgarverk/Daníel Johan Mikaelsson Daginn sem Þorskafjarðarbrúin var opnuð fyrir hálfum mánuði prófaði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra nýja Teigsskógarveginn og lýsti þá reynslu sinni í frétt Stöðvar 2: „Ég prófaði að fara þar í gegnum fyrr í dag og ég veit að það munu allir verða stoltir af þeirri framkvæmd og glaðir að fara þar í gegn,“ sagði ráðherrann í frétt þann daginn sem sjá má hér: Hér má sjá frétt um stöðu verksins fyrir tveimur mánuðum: Í síðasta mánuði fjallaði Stöð 2 um þá samgöngubyltingu sem framundan er á Vestfjörðum í frétt sem sjá má hér: Teigsskógur Reykhólahreppur Vegagerð Samgöngur Umhverfismál Skipulag Umferðaröryggi Tengdar fréttir Lægsta boð í Vestfjarðaveg langt undir kostnaðaráætlun Tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, vegfyllingu yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag og reyndist lægsta boð aðeins 74 prósent af kostnaðaráætlun. Brúin yfir Þorskafjörð verður tekin í notkun síðar í þessum mánuði, átta mánuðum á undan áætlun. 12. október 2023 21:10 Djúpadalsbóndi segir Teigsskóg snjóakistu Bóndinn sem býr næst Teigsskógi varar við miklum snjóþyngslum þar og mælist til að Hjallahálsi verði haldið sem vetrarvegi. Í Vesturbyggð óttast menn að þurfa að aka um Ódrjúgsháls í nokkur ár enn og krefst bæjarstjórinn þess að framkvæmdum verði ekki seinkað. 14. september 2023 22:45 Landeigendur ekki áfjáðir í áningarstað í Teigsskógi Landeigendur á svæðinu sem Teigsskógarvegur mun liggja um í Þorskafirði, það er nýr kafli Vestfjarðavegar milli Þórisstaða og Hallsteinsness, voru ekki áfjáðir í að áningarstaður yrði gerður á svæðinu fyrir almenning. 14. september 2023 11:23 Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. 13. september 2023 22:22 Bundið slitlag lagt á nýja þjóðveginn um Teigsskóg Klæðningarflokkur frá Borgarverki hóf í dag að leggja bundið slitlag á nýja þjóðveginn um Teigsskóg í utanverðum Þorskafirði. Stefnt er að því að vegurinn umdeildi verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. 5. september 2023 18:57 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Klæðningarflokkur Borgarverks hóf lagningu bundins slitlags á veginn þann 5. september síðastliðinn. Þann dag voru 2,3 kílómetrar klæddir á kaflann næst nýju Þorkafjarðarbrúnni og að eyðibýlinu Gröf og síðan hafa áfangarnir bæst við hver af öðrum. „Fyrra lag er núna komið á allan kaflann. Rúmlega þrír kílómetrar voru lagðir í gær og í fyrradag. Við eigum bara eftir seinna lag klæðingar á þessa þrjá kílómetra, komin tvö lög á allt hitt,“ segir Einar Örn Arnarson, sviðsstjóri klæðningar hjá Borgarverki. Borgarverksmenn unnu fram í myrkur við að ljúka lagningu bundna slitlagsins á veginn um Teigsskóg og Hallsteinsnes.Borgarverk/Daníel Johan Mikaelsson Vegarkaflinn kallast í opinberum gögnum Vestfjarðavegur um Gufudalssveit milli Þórisstaða og Hallsteinsness. Verkið fólst í nýbyggingu Vestfjarðavegar á um 10,4 kílómetra kafla og 200 metra kafla Djúpadalsvegar. Áður var Norðurtak búið að leggja nýjan 5,7 kílómetra veg um austanverðan Djúpafjörð. „Þá er komið bundið slitlag á allan Teigskóg og Djúpadalsveginn. Seinna lagið verður tekið næsta vor eða næsta sumar,“ segir Einar Örn. „Það er verið er að ljúka við klæðingu í þessum töluðu orðum. Þá hefst allra síðasti lokafrágangurinn og mun Vegagerðin gefa út opnunardag þegar honum líkur,“ segir Atli Þór Jóhannsson, framkvæmdastjóri Borgarverks. Neðan við eyðibýlið Hallsteinsnes í utanverðum Þorskafirði.Borgarverk/Daníel Johan Mikaelsson „Já, það er komið slitlag alla leið. Hluti er einföld klæðning. Það verður farið í uppsetningu á vegriði eftir helgi,“ segir Sigurþór Guðmundsson, verkefnastjóri Vegagerðarinnar í Gufudalssveit. „Það verður byrjað á vegriði í næstu viku, það tekur viku til tíu daga,“ segir Einar Örn hjá Borgarverki. Gert er ráð fyrir að vegirnir um Teigsskóg og Djúpafjörð verði opnaðir samtímis. Með því færist Vestfjarðavegur af 336 metra háum Hjallahálsi og niður á láglendi en kaflinn inn Djúpafjörð, milli Hallsteinsness og Djúpadals, mun tímabundið gegna hlutverki Vestfjarðavegar. „Ég get ekki sagt nákvæmlega til um opnun en við stefnum að því að það verði í þessum mánuði,“ segir Sigurþór hjá Vegagerðinni. Borgarverksmenn leggja síðustu metra bundins slitlags á veginn um Teigsskóg.Borgarverk/Daníel Johan Mikaelsson Daginn sem Þorskafjarðarbrúin var opnuð fyrir hálfum mánuði prófaði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra nýja Teigsskógarveginn og lýsti þá reynslu sinni í frétt Stöðvar 2: „Ég prófaði að fara þar í gegnum fyrr í dag og ég veit að það munu allir verða stoltir af þeirri framkvæmd og glaðir að fara þar í gegn,“ sagði ráðherrann í frétt þann daginn sem sjá má hér: Hér má sjá frétt um stöðu verksins fyrir tveimur mánuðum: Í síðasta mánuði fjallaði Stöð 2 um þá samgöngubyltingu sem framundan er á Vestfjörðum í frétt sem sjá má hér:
Teigsskógur Reykhólahreppur Vegagerð Samgöngur Umhverfismál Skipulag Umferðaröryggi Tengdar fréttir Lægsta boð í Vestfjarðaveg langt undir kostnaðaráætlun Tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, vegfyllingu yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag og reyndist lægsta boð aðeins 74 prósent af kostnaðaráætlun. Brúin yfir Þorskafjörð verður tekin í notkun síðar í þessum mánuði, átta mánuðum á undan áætlun. 12. október 2023 21:10 Djúpadalsbóndi segir Teigsskóg snjóakistu Bóndinn sem býr næst Teigsskógi varar við miklum snjóþyngslum þar og mælist til að Hjallahálsi verði haldið sem vetrarvegi. Í Vesturbyggð óttast menn að þurfa að aka um Ódrjúgsháls í nokkur ár enn og krefst bæjarstjórinn þess að framkvæmdum verði ekki seinkað. 14. september 2023 22:45 Landeigendur ekki áfjáðir í áningarstað í Teigsskógi Landeigendur á svæðinu sem Teigsskógarvegur mun liggja um í Þorskafirði, það er nýr kafli Vestfjarðavegar milli Þórisstaða og Hallsteinsness, voru ekki áfjáðir í að áningarstaður yrði gerður á svæðinu fyrir almenning. 14. september 2023 11:23 Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. 13. september 2023 22:22 Bundið slitlag lagt á nýja þjóðveginn um Teigsskóg Klæðningarflokkur frá Borgarverki hóf í dag að leggja bundið slitlag á nýja þjóðveginn um Teigsskóg í utanverðum Þorskafirði. Stefnt er að því að vegurinn umdeildi verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. 5. september 2023 18:57 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Lægsta boð í Vestfjarðaveg langt undir kostnaðaráætlun Tilboð í næsta áfanga Vestfjarðavegar um Gufudalssveit, vegfyllingu yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag og reyndist lægsta boð aðeins 74 prósent af kostnaðaráætlun. Brúin yfir Þorskafjörð verður tekin í notkun síðar í þessum mánuði, átta mánuðum á undan áætlun. 12. október 2023 21:10
Djúpadalsbóndi segir Teigsskóg snjóakistu Bóndinn sem býr næst Teigsskógi varar við miklum snjóþyngslum þar og mælist til að Hjallahálsi verði haldið sem vetrarvegi. Í Vesturbyggð óttast menn að þurfa að aka um Ódrjúgsháls í nokkur ár enn og krefst bæjarstjórinn þess að framkvæmdum verði ekki seinkað. 14. september 2023 22:45
Landeigendur ekki áfjáðir í áningarstað í Teigsskógi Landeigendur á svæðinu sem Teigsskógarvegur mun liggja um í Þorskafirði, það er nýr kafli Vestfjarðavegar milli Þórisstaða og Hallsteinsness, voru ekki áfjáðir í að áningarstaður yrði gerður á svæðinu fyrir almenning. 14. september 2023 11:23
Eins og vegurinn detti af himnum ofan í Teigsskóg Verktakinn sem er að leggja veginn umdeilda um Teigsskóg stefnir að því að hann verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. Hann segir vel hafa tekist að varðveita skóginn en athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir neinum áningarstað fyrir vegfarendur. 13. september 2023 22:22
Bundið slitlag lagt á nýja þjóðveginn um Teigsskóg Klæðningarflokkur frá Borgarverki hóf í dag að leggja bundið slitlag á nýja þjóðveginn um Teigsskóg í utanverðum Þorskafirði. Stefnt er að því að vegurinn umdeildi verði opnaður umferð í lok októbermánaðar. 5. september 2023 18:57